Hverjir voru spurðir?

Sennilega ekki fólkið sem hefur verið að mæta á mótmæli á Austurvöll og er ætlað að bera tapið af áratuga óreiðu, afglöpum og óstjórn stjórnmálastéttarinnar. 
 
Lítið hefur verið í Mogganum fjallað um þátt seðlabankans í því að setja þjóðarbúið á hausinn.
 
Jóhannes Björn skrifar um þetta:
 

Næst gerast tveir hlutir sem rannsaka verður niður í kjölinn.

Stjórnendur Seðlabankans vissu vel að gjaldeyristryggð lán voru ólögleg, enda var Eiríkur Guðnason í nefnd sem samdi frumvarp að lögum nr. 38/2001, en samt voru þau leyfð.

Næst kom (að virðist) hroðalegasta bókhaldsvindl Íslandssögunnar. Seðlabankinn skilgreindi gjaldeyristryggð lán – lán veitt í íslenskum krónum sem voru endurgreidd í íslenskum krónum – sem gjaldeyriseign í bókhaldi bankanna!

Hvers vegna var þetta gert? Jú, samkvæmt 13 gr. Seðlabankalaga frá 2001 máttu gjaldeyrisskuldir bankanna ekki fara yfir 10% eigna þeirra í erlendri mynt. Sá sem átti eignir upp á milljón dollara mátti ekki skulda meira en 1,1 milljón dollara. Með því að reikna lán í íslenskum krónum sem voru endurgreidd í íslenskum krónum sem GJALDEYRI var bönkunum haldið á floti.

Þegar bankarnir rúlluðu í septemberlok 2008 mátti neikvæð gjaldeyriseign þeirra vera, lögum samkvæmt, um 100 milljarðar. Staðan var hins vegar neikvæð um 2800 milljarða! Þróun sem gat átt sér stað eingöngu vegna þess að íslenskar krónur voru bókfærðar sem gjaldeyrir. 

mbl.is Spillingareinkunn Íslands lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skil ekki þetta orðfæri

Þetta kynjagleraugnaorðfæri virðist eiga uppruna sinn í Háskóla Íslands. Ég skil það að maður setji stundum upp sérstök gleraugu til þess að rýna í tiltekna hluti. Til þess að sía frá það sem truflar og til þess að einfalda greiningu. 

Hvernig líf er það að skilja þannig gleraugu aldrei við sig. Þetta er mjög óheppileg elítufeminista orðræða sem styggir venjulegt fólk.

Gleymum ekki baráttunni fyrir réttindum kvenna

En í guðanna bænum horfum á heiminn í öllum sínum blæbrigðum  


mbl.is Skiljum kynjagleraugun aldrei við okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loforð fjórflokksins eins og fjósadraugur

Heyrist stundum af þeim en fátt um að þau birtist ef af er gáð. 

Ég var að uppgötva síðu og fann þar þrumuræðu sem ég hélt á Austurvelli í fyrra.

Þetta var meðan allir þögðu og vildu gefa vinstri stjórninni svigrúm.

Set hér linkinn á þessa ræðu:

 

http://video.hjariveraldar.is/Jakobina_1.swf

 


mbl.is 523 í framboði
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Dúða sig og sýna samstöðu

Konur ættu þó miðað við laun að yfirgefa vinnustaðinn klukkan 14.25 á hverjum degi.

Ef þær gerðu það myndi sennilega skapast upplausn í landinu.


mbl.is Konur hvattar til að klæða sig vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki hægt að finna fjármunum skattborgara betri stað

Eitthvað kostar þessi málsókn ríkissins. Það virðast ætið nægir fjármunir til þegar verja þarf valdið. 

Legg til að þessi skrípaleikur verði lagður á hilluna og fólki í neyð sendir matarmiðar fyrir þessa fjármuni.

Sama gildir um fjáraustur í flokkanna. Þar eru hundruðir milljóna sem mætti verja til þess að bæta líðan hinna verst settu.

Ég fagna því þó að einn sakborgninganna hefur verið kosinn formaður félags Vinstri grænna í Reykjavík.  


mbl.is Krefst gagna sem eru sögð ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pípara, smiði eða viðskipafræðinga

Hvað segir herra biskup um að prestar hafi ekki einkarétt á sorginni í kirkjum? Gildir réttur fleiri fagstétta þar.  

Þeir sem sinna áfallahjálp í skólum eru væntanlega að vinna að fyrirbyggjandi starfsemi sem tengjast áföllum. Það heitir áfallahjálp en ekki sáluhjálp.

Þegar að brátt ber að og sinna þarf áföllum í skóla eru fagmenn vissulega þeir sem eiga að sinna því.

Fyrstu viðbrögð eru venjulega ekki sorg heldur doði, utangáttaháttur og vantrú eða jafnvel afneitun (tala af eigin reynslu en reynsla manna getur verið misjöfn vegna svipaðra áfalla). Ég er enginn sérfræðingur en tel mig þó hafa rekist á einhvern fræðitexta sem styður að þetta séu fremur almenn viðbrögð. 

Sorgin er hið langvarandi ferli sem tekur við og fólk þarf að læra að lifa með.  Þá kemur sáluhjálpin sér vel fyrir þá sem vilja nýta sér þá leið.

Vinir mínir voru mínir sáluhjálparar en góðir vinir í fjölskyldunni og utan hennar geta verið gulls (eða prest) ígildi. 

Ps. það kom prestur (það var á sjúkrahúsi) að í þessu tilfelli sem var mjög alvarlegt og tengdist fleiru en einu dauðsfalli. Hann klúðraði viðtalinu svona frekar vegna þess að hann hafði ekki kynnt sér nægilega vel hvað gerðist og hvernig.

Hann gerði þó eitt vel  hann leit framan í dóttur mína og sagði: þú hefur orðið fyrir þessum hörmulega atburði. 

Með því að gera það þá gaf hann okkur hugtak til þess að nota yfir þetta því við áttum engin orð. Bara vantrú og sársauka.  


mbl.is Engin ein fagstétt á sorgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskt vald er hættulegt

Þeir sem er ábyrgir fyrir stríðinu er víðs fjarri átökum og hörmungum. 

300px-GeorgeBushandDavidOddsson (1)

Sumir vilja aðskilja stuðning við þetta stríð og hörmungarnar sem fylgja þeirri ákvörðun.

Stríð eru þó alltaf ógeðsleg, afleiðingarnar morð og blóðsúthellingar.

Hinir sem styðja þetta virðast ekki hefa ríkari siðgæðisvitund en svo að þeir geta dvalið rólegir á Palza og sötrað þar á eðalvínum á meðan ófögnuðurinn fer fram.http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/skattgreidendur-borgudu-plaza-dvol-davids 

Það er ekki hægt að linka á frétt hér á blogginu lengur.  Þegar ég ýti á linkinn á stikunni kemur bara tómur kassi. Ætli þetta sé hugmynd Moggans um framfarir?


mbl.is Ótrúlega alvarlegar skýrslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The plot against Iceland

Ég birti þetta hér á blogginu í fyrrasumar:

 Pistill skrifaður af Nobelsverðlaunahafanum Paul Krugman í apríl 2008:

On a gloomy North Atlantic evening in January, a group of international hedge fund managers gathered in the stylish bar of 101 Hotel in downtown Reykjavik at 8pm for a drink before dinner. They had been flown to Iceland by Bear Stearns, the US investment bank that two months later had to be rescued. Bear had organised the excursion to discuss the bizarre state of Iceland’s economy. What transpired at this dinner has entered into legend within Iceland’s close-knit financial community.

An executive who works with a big Icelandic bank recalls: “Upon entering the bar I was approached by one of the hedge fund managers. He informed me that all people in this party – except for him, of course – were shorting Iceland.” The executive says the fund manager described Iceland’s profit-making potential as the “second coming of Christ”.

“As dinner progressed – some people actually decided not to eat at all but just sit at the bar – and more drinks were downed, the conversation and questions started to get more hostile and short positions openly declared,” the executive says.

What started as an alcohol-fuelled evening has become a full-blown investigation by Iceland’s Financial Supervisory Authority into an alleged speculative attack by hedge funds on Iceland’s currency, banking system and stock market. Jonas Jonsson, director-general of Iceland’s FSA, says the authorities are “searching whether some parties have systematically been distributing negative and false rumours about the Icelandic banks and financial system in order to profit from it”.

 Og þetta hefur Ambrose Evans-Pritchard að segja um Ísland í mars 2008.

Evans-Pritchard telur upp helstu fjármálarisanna á Íslandi:

Icelandic stakes in UK Plc

Baugur (investment company)

Mosaic Fashions, Coast, Karen Millen, Oasis, Odille, Principles, Shoe Studio Group, Warehouse, Whistles, Jane Norman, MK One, All Saints, House of Fraser, Booker, Iceland, Woodward Foodservice, Julian Graves and Whittard of Chelsea, Hamleys, Aurum, Goldsmiths, Mappin & Webb, Wyevale Garden Centres, Watches of Switzerland, Debenhams, Woolworths, French Connection, Moss Bros

Arev (investment company)

Aspinal of London, Blooming Marvellous, Cruise, Duchamp, Hardy Amies, GHOST, Jones Bootmaker, Limeys, Linens 'n Things, Mountain Warehouse, Unisport

Kaupthing (investment bank)

Singer & Friedlander, Somerfield

FL Group (investment company)

Inspired Gaming Group, House of Fraser

Landsbanki (investment bank)

Icesave

Bjorgolfur Gudmundsson (Icelandic billionaire)

West Ham Football Club Box Label DT

Hvaða aðili er þessi Arev? Ég hef aldrei heyrt minnst á þetta fjárfestingarfélag. Fann heimildir á netinu um að Jón Scheving Thorsteinsson sé stofnandi þessa félags.

Svo fann ég meira um þetta fyrirtæki. T.d. þetta:

Arev N1 private equity fund acquires Yggdrasil
- product range broadened and retail strengthened

Reykjavik, 2nd of June, 2008 Arev N1, a private equity fund, has acquired the additional 50% of Yggdrasill, a company specialising in organic food stuffs, from its founders, Runar Sigurkarlsson and Hildur Gudmundsdottir. This transaction results in a 100% ownership of Yggdrasill by Arev N1. Founded in 1986,

og þetta

Icebank and Arev create a new private equity fund: Three billion ISK for investment in wholesale, retail and services

Reykjavík, 8th May 2007

A new private equity fund, Arev N1, has been established with up to three billion ISK to invest in Icelandic consumer goods companies, principally in the wholesale, retail and services sectors. The Fund is owned by Arev Holdings and Icebank

Arev N1 is the only fund of its type in Iceland to invest in consumer goods companies, though this is a practice common in other sectors of the economy. The fund will typically invest 50-200 million ISK in companies meeting the fund’s conditions. 

Ég fann útvarpsþátt með eftirfarandi yfirskrift:

The global financial criminal catastrophy with a close look at Iceland

En ég gat ekki linkað á hann.


mbl.is Undirbýr meiðyrðamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfum við ekki að staldra við herra biskup?

Eru rætur trúar í grunnskólanum? Ætti biskup ekki frekar að spyrja hvers vegna kirjan þarf að ráðast inn í skólanna til planta fræum trúarinnar í ómótaðar sálir?

Sagði Kristur ekki: leyfið börnunum koma til mín? 

 


mbl.is Vegið að rótum trúarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt að ná sátt meðan stjórnmálamenn mylja undir sjálfa sig

Kvótamálið er kafli út af fyrir sig og kannski þyrfti að setja Pál Hreinsson í að rannsaka hagsmuni þingmanna, beina og óbeina gagnvart kvótakerfinu. 

Flokkarnir brjóta enn ákvæði stjórnarskrár með því að skammta sjálfum sér úr ríkissjóði í gegnum þingmenn.

Eftirlaunalögin sem urðu til með broti á stjórnarskrá lifa fullu lífi.

Ráðherra margir hverjir hika ekki við að misnota stjórnarráðið til þess að styrkja stöðu sína og síns flokks.

Og þjóðin á bara að vera sátt vegna þess að einhverjir stjórnmálamenn sjá ljós við endann á göngunum. 

Mæli með þessu fallega og grípandi lagi fyrir svefninn:

 


mbl.is Starfsmönnum fækkaði um 627
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband