Hugmyndafræði heimsvæðingarinnar felur í sér að landamæri ríkja eru þurrkuð út en ný landamæri myndast milli ríkra og fátækra.
Stétt ríkra fer að samsama sig meira með ríkum stéttum annarra þjóða en sinni eigin þjóð.
Markmið hinna ríku og valdamiklu verður að koma upp velferðarkerfi hinna ríku sem byggir á því að arðræna fátækan almenning sinnar eigin þjóðar jafnt og annarra þjóða.
Þessa þróun á Íslandi má lesa úr upplýsingum frá skattstjóra sem sýna gjáin milli ríkra og fátækra á Íslandi hefur stöðugt aukist undanfarin tuttugu ár. Það hefur margsinnis verið bent á að um 5% jarðarbúa ræður yfir helming auðmagns í heiminum.
Tilgangur þessarar þróunar er að auðvelda auðhringjum að athafna sig og skapa láglaunasvæði. Með því að opna landamæri fyrir frjálsu flæði er í raun verið að þurrka þau út. Valdhafarnir deila þá með sér ágóðanum af tilfærslunum. Landamæri skapa ákveðnar varnir fyrir þá sem búa innan þeirra og rétt þeirra til þess að hlúa að eigin þjóðmenningu og samfélagi. Þessi ávinningur af landmærum virðist þjóna illa þeim sem sækjast eftir arðinum af verðmætasköpun og deila og drottna með fjármagn.
Núverandi stjórnvöld á Íslandi kenna sig við félagshyggju en ekkert í verkum þeirra bendir til þess að þau fylgi þeirri hyggju.
Aðgerðir þeirra miða að því að véla með völd, leyna almenning eignatilfærslum og byggja upp kerfi sem færir verðmæti frá velferðarkerfinu og almenningi í hendur útvaldra.
Þetta kalla stjórnvöld að endurreisa efnahagskerfið. Unnið er að því að reisa stóriðju en landsmenn hafa hingað til þurft að borga með stóriðjunni sem hirðir allan arðinn af mannvirkjagerð sem skapar verðmæti úr auðlindunum. Raunveruleg verðmætasköpun er hins vegar hunsuð. Einn helsti bjargvættur Íslendinga í kreppunni hefur reynst ferðamannastraumurinn til landsins. Verða ferðamenn eins áhugasamir um Ísland ef þeir þurfa að horfa á álver og olíuhreinsunarstöðvar í hverjum kima þegar þeir ferðast um landið?
Í ESB ríkjum hefur verið byggt upp kerfi peninga- og forréttindahyggju sem samfylkingin aðhyllist. Gordon Brown hefur verið frumkvöðull í mótun þessarar hyggju en þegar hún springur gerir hann allt sem í hans valdi stendur til þess að flytja afleiðingarnar til annarra landa.
Ríkisstjórn Íslands hefur gengið í lið með Gordon Brown og ætlar nú að fara að gera skatttekjur ríkissjóðs að útflutningsvöru. Gera íslenskan almenning að skattgreiðendum Breta og Hollendinga. Icesave samningurinn þýðir einfaldlega endalok íslenskrar þjóðmenningar en við tekur skattanýlenda Breta og Hollendinga. Það er í raun súrrealískt að heyra forsætisráðherrann segja, já flýtum okkur að gera það fyrir helgi.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er er þekktur af aðeins einu. Hann er aðeins þekktur af því að verja fjármálakerfi heimsins. Ekkert í sögu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins bendir til þess að hann hafi velferð almennings eða þjóða í huga þar sem hann fer um.
Stjórnmálamenn nota merkilegt orðfæri þegar þeir tala við almenning. Þeir koma á framfæri markmiðum sem engin skilur í raun og veru og kannski allra síst þeir sjálfir. Hverja eru þeir að tala um þegar þeir tala um "alþjóðasamfélagið".
Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað þeir eiga við þegar þeir tala um að afla trausts alþjóðasamfélagsins? Vissulega eru þeir ekki að tala um erlenda ferðamenn því þeir flokkast hingað til lands og virðast treysta Íslendingum ágætlega.
Getur verið að þeir séu að tala um valdhafa og auðmenn í öðrum ríkjum? Getur verið að þeir hafi áhyggjur af því að verða útskúfað úr klúbbi hinna ríku og valdamiklu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.9.2009 kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2009-09-29
Enver bjargaði Brown?
Jú það var Íslenska ríkisstjórnin. Ríkisstjórn sjálfstæðismanna og samfylkingar.
Síðan ríkisstjórn samfylkingar og vinstri grænna.
Samningamenn ríkisstjórna hafa læðst eins og þjófar að nóttu til "vina" sinna í Bretlandi og Hollandi og samið við þá um að gera komandi kynslóðir að þrælaþjóð.
Icesave samningurinn er gríðarlega hættulegur og dettur mér helst í hug að stjórnmálamenn og kerfiskarlar sem þeir ráða í vinnu skilji ekki hrikalegar afleiðingar þessa samnings fyrir þjóðina.
Ég á alla vega erfitt með að skilja að menn séu að gera þetta vísvitandi.
Icesave samningurinn felur í sér skuldbindingu upp á 8 milljónir fyrir hverja Íslenska fjölskyldu.
Til þess að standa við þessar skuldbindingar þarf að skerða lífskjör alvarlega en auk þess muni þessir fjármunir ekki renna út í íslensks hagskerfi og byggja upp atvinnulíf.
Icesave skuldbindingarnar munu þá leiða til langvarandi stöðnunar, atvinnuleysis og hnignunar velferðarkerfis.
Þetta vill ríkisstjórnin ganga sjálfviljug undir án þess að reyni á réttmæti þessara krafna fyrir dómsstólum.
Ég get ekki skýrt þetta framferði ríkisstjórnarinnar nema með tvennum hætti. Sá fyrri er að ríkisstjórnin skilji ekki þýðingu þess sem hún er að gera en hin er að hún láti stjórnast af hræðslu.
Baráttan stendur um Íslenska þjóð. Samfélag sem staðið hefur staðið af sér þúsund ár en er nú í hættu vegna efnahagslegrar innrásar Hollendinga og Breta. Sé ekki gripið í taumanna verður landið efnahagslega óbyggilegt.
![]() |
Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2009-09-29
Málið frá rótum tómt rugl
Setning hryðjuverkalaganna í Bretlandi í haust var ekkert annað en stríðsyfirlýsing gagnvart Íslandi.
Bretar hafa síðan keyrt hernað sinn eftir þeim leiðum sem þeir hafa tök á.
Stjórnmálamenn virðist halda að þeir eigi í diplómatískum samskiptum við Breta og Hollendinga. Þetta er þjóðir sem eru þekktar fyrir ruddaskap sinn við aðrar þjóðir ef þær sækjast eftir einhverju.
Viðbrögð ríkisstjórna frá því í haust hefur einkennst af vanmáttarkennd, heigulshætti og ódrengskap gagnvart þjóðinni.
.
![]() |
Þarf niðurstöðu fyrir helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.4.2010 kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-09-29
Róttækur aktivisti...
Webster Tarpley heldur fyrirlestur í Reykjavíkur Akademíunni í kvöld. Tarpley er frábær fyrirlesari, með hressilega framsögn, húmor og kann að fara með glærur.
Fyrirlesturinn er á fjórðuhæð í JL húsinu kl. 20.00 í kvöld.
Webster Tarpley er róttækur sagnfræðingur og rithöfundur. Tarpley er virtur fræðimaður en að sama skapi umdeildur.
Hann hefur verið kallaður aktivisti og ræðst gegn því sem hann kallar moneyterism og elitism sem má þýða sem peninga- og forréttindahyggja.
Hann gagnrýnir Obama harðlega fyrir að rífa niður velferðakerfið í Bandaríkjunum og kalla aukna fátækt yfir alþýðu manna. Hann bendir á ástand í löndum þar sem 5% þjóðarinnar er auðug en 95% búa við kröpp kjör og lítið þar á milli.
Annar hluti:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-09-29
Stjórnmálamenn vinna gegn lýðræðinu
Flokkræðið myndar múr um völd stjórnmálamanna....en ekki einungis völd þeirra heldur viðheldur það spillingu.
Eitt af því ógeðslegasta sem ég hef horft upp á frá bankahruninu er blekkingarleikur stjórnmálamanna sem vilja verja það kerfi sem hefur sett þjóðarbúið í þrot.
Gamlir valdapólitíkusar eins og forsætisráðherran, utanríkisráðherran og fjármálaráðherrann stóla á það að landslýður sé of heimskur til þess að sjá í gegnum blekkingarnar.
Ég tek undir með Kristni H Gunnarsyni...stjórnmálamönnum er ákkúrat treystandi til þess að hafa uppi sjónhverfingar sem vernda gamla flokksræðið.
![]() |
Flokksræðið er krabbameinið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-09-29
Hættulegasta stofnun á Íslandi...
...er fjórflokkurinn.
Fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar ætti að vera að banna fjórflokkinn og setja þessar 400 milljónir sem hún ætlar að skammt flokkunum til góðra málefna, t.d. á Grensás.
Tvær aðrar stofnanir eru líka stórhættulegar en það eru samtök atvinnulífsins og ASÍ.
Það þarf að leggja þær stofnanir niður áður en þær ræna sparnaði landsmanna og afhenda hann byggingarverktökum sem eiga stóra sök á hruninu.
Makkað er nú bak við tjöldin um að hirða það sem er í lífeyrissjóðunum og koma því í hendur stórra byggingaverktaka. Fjármálaráðherrann hefur forgöngu um þennan ófögnuð.
Launþegar þessa lands í guðanna bænum látið í ykkur heyra. Þið þurfið að lifa eftir 67 ára aldur.
![]() |
Viðamiklar breytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2009-09-28
Þú getur fengið að borga kr. 4.900 fyrir að hlusta á opinbera starfsmenn tala um störf sín
Nú bjóða opinberir starfsmenn almenningi færi á því að hlusta á sig fjalla um vandamálin sem þeir hafa sjálfir skapað gegn "hóflegri greiðslu" kr. 4.900.
FVH boðar til hádegisverðarfundar um skuldastöðu heimilanna á Grand hótel Reykjavík þriðjudaginn 29. september 2009, kl. 12:00-13:30. Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður og Þórólfur Matthíasson, prófessor, munu flytja erindi á fundinum.
Fróðlegt að vita hvort Þórólfur hefur rætt á nettan hátt um "hryllings sviðsmyndina" sem hann boðar ef landsmenn hlýða ekki Jóhönnu Sigurðardóttur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.9.2009 kl. 01:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2009-09-28
Hækkaði ekki höfuðstóllinn um 100%
Eins og mig minni það. Nú svo er verið að lögsækja þessa gengistryggðu samninga vegna þess að óheimilt er að gengistryggja lán.
Þeir sem ekki ganga að boði Birnu mega því eiga von á 50% lækkun þegar/ef málið vinnst fyrir dómstólum.
![]() |
25% lækkun höfuðstóls lánanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-09-28
Sparifé landsmanna í hítina
Nú fara um fjölmiðlanna nafnlausar fréttir af því hvernig sparifé landsmanna skuli ráðstafað í óarðbær verkefni.
Í hverra þágu eru þessi verkefni? Ekki eiganda fjárins svo mikið er víst.
Fé án hirðis sagði ágætur maður eitt sinn. Stjórnvöld á Íslandi virðast leggja þann skilning í orðið hirðir að hann sé sá sem hirðir annarra manna fé.
Uppbygging nýs háskólasjúkrahúss er ekki verkefni launþega í landinu né heldur á það að koma í þeirra hlut að fjármagna það með sparnaði sínum. Launþegar og fyrrverandi launþegar virðast eiga taka á sig endalausar byrðar. Atvinnumissir, launalækkun, hækkun gjalda, verðhækkanir, skuldirnar vaxa og vaxa, vextir hækka og nú að að vaða með lúkurnar í sparnað þeirra til elliáranna til þess að styrkja byggingarverktaka sem áttu góðan þátt í að setja þjóðarbúið á hausinn.
Níu manna hópur stjórnarmanna og framkvæmdastjóra lífeyrissjóðanna fundar nú með fjármálaráðuneyti.
Á fundinum voru ræddar tillögur um aðkomu lífeyrissjóðanna að uppbyggingu nýs háskólasjúkrahúss. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að fundurinn hafi verið haldinn að frumkvæði fjármálaráðuneytisins.
Samkvæmt kjarasamningum í sumar stóð til að ljúka þessum viðræðum fyrir 1. september en það hafðist ekki.
Er það í kjarasamningum að launþegar eigi að fjármagna bygginu sjúkrahúsa? Hverjir fá síðan aðgang að þessum sjúkrahúsum í hallærinu? Það er ekki allir sem hafa bolmagn til þess að greiða hækkandi þjónustugjöld.
Byggingariðnaðurinn var belgdur út í fasteignabólunni. Nú ætlar fjármálaráðherran að viðhalda þessum ofvexti með því að eyða sparnaði landsmanna í mannvirki af ýmsum toga. Munið, þetta eru ykkar peningar. Það sem ÞIÐ hafið lagt fyrir til elliáranna. Þegar þið gangið að tómum sjóðunum er þá líklegt að þið munið gleðjast? Gleðjast yfir því að á Íslandi hefur tekist að viðhalda stærstu stétt byggingarverkamanna á byggðu bóli?
Verð ég sökuð um að vera hrædd við útlendinga eða þaðan af verra þegar ég spyr hvort að ódýrt vinnuafl sem byggingarverktakar fluttu inn bíði nú frekari misnotkunar á atvinnuleysisskrá?
Hverjir eru hinir níu sem funda nú með fjármálaráðuneyti um að misnota sparnað landsmanna? Hvers vegna bera þeir ekki nöfn? Hefur þeim verið veitt umboð af eigendum sparnaðarins til þess að halda uppi atvinnu fyrir byggingarverktaka með sparifé þeirra?
Hafa t.d. konur sem eru að missa vinnuna í umönnunarstörfum verið spurðar hvort þær vilji verja sparnaði sínum til þess að halda uppi atvinnustigi karla í byggingariðnaði og skila arði til byggingarverktaka sem eru búnir að græða milljarða á fasteignabólunni?
Já hverjir eru þessir níu og hvernig hafa þeir fengið þetta umboð. Eru þetta allt karlmenn?
Verkefnið sem á að sóa sparnaði landsmanna í með þessum hætti er eitt fjölmargra dæma um verkefni sem skila ekki tekjum að loknum framkvæmdum. Það er verið að draga saman seglin á Landsspítalanum og því spurning hvers vegna þarf að stækk húsnæðið NÚNA!
Göng, vegir og orkusjóðir eru fleiri dæmi um hvað á að sóa sparnaði landsmann í. Þessi uppbygging þjónar byggingarverktökum og stóriðjunni og arðurinn af þessum framkvæmdum mun renna úr landi en eigendur sparifjárins sitja uppi með sárt ennið þegar ríkissjóður verður gjaldþrota og getur ekki endurgreitt lífeyrissjóðunum. Sparnaður launþega mun þá hafa lent á kennitöluflakki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)