Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Vafasamt orðspor Strauss-Kahn

Það eru ekki nema tveir mánuðir síðan ég og vinkona mín sátum yfir kaffibolla á Kaffi París og spjölluðum við franskan blaðamann frá einum virtasta fréttamiðli Frakklands. Hann var ekki hrifin af Strauss-Khan en atferli hans í kvennamálum hefur verið vel þekkt í hópi fréttamanna. Hann taldi að Strauss-Khan næði í fylgi sitt úr hópi þeirra sem fylgjast illa með.

Margir af valdamestu mönnum heimsins eru siðlausir menn sem í hroka sínum trúa að þeir séu ósnertanlegir og margir þeirra eru það. Í vestrænum samfélögum eins og í okkar litla samfélagi dugar ekki vond löggjöf ein saman til þess að halda siðlausum einstaklingum á floti í fjármálakerfinu og í pólitík.

Til þess þarf forréttindastéttin aðstoð almennings. Hrædd millistétt er einhver mesti óvinur heiðarlegra stjórnmála.

Málfrelsinu eru ekki sett mikil höft í lögum heldur fyrst og fremst með því að gefa orðum gildi og gera önnur af bannorðum. Orðið mútur er gott dæmi um bannorð sem ekki má nota um athævi Guðlaugs þórs og Sigurðar Kára. Orðið femínismi er dæmi um orð sem hefur fengið á sig merkingu móðursjúkra kvenbredda sem hafa tekið saman ráðin um að hætta að eiga börn eða ala stráka illa upp. 

Femínisminn hefur þó náð sér nokkuð á strik eftir að sjálfstæðismönnum var bolað frá völdum og orðræðan hefur fengið á sig nýjan og opnari blæ.

Þetta þýðir þó ekki að fólk úr millistétt sé ekki hrætt við vinstri stjórnina frekar en þá hægri. Stauss-Kahn er ágætt dæmi um vinstri mann sem hefur komist upp með ofbeldi gagnvart konum í skjóli valds síns. 

 


mbl.is Fleiri ásakanir á hendur Strauss-Kahn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynlegt að græða á braski...

...segir Pétur Blöndal.

„Ef þú tekur framsalið burt hverfur arðsemin úr greininni," sagði Pétur Blöndal

Þetta er fullyrðing sem á sér enga stoð. 

Það græðir enginn nema handhafi kvótans á því að framselja hann gegn gjaldi. 

Framsalið og veðsetning kvótans er svartasta hliðin á kvótakerfinu.

Kvótaeigendur hafa skuldsett sjávarútveginn um fimmhundruð milljarða vegna framsals og veðhæfni. 

Vissulega er þetta gott fyrir fámennan hóp sem hagnast á því að gera ekki neitt en að leigja öðrum sjávarauðlindina og gera þannig fiskveiðar óarðbærar fyrir kvótalausa en arbærar fyrir menn sem búa í London og Spáni og stunda ekki fiskveiðar.

Þetta kerfi er einfaldlega arfavitlaust og ekki veit ég hvað er að snúast um í kollinum á Pétri Blöndal þeagar hann lætur frá sér svona heimskar yfirlýsingar. 


mbl.is Arðsemin hverfur úr greininni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorry Angela...kemst ekki í dag

Er í New York að sinna mikilvægari erindum en bjarga Grikklandi frá þjóðargjaldþroti. Shit ...svo er það Brussel á morgun. Enginn friður til þess að sinna persónulegum málefnum!

 


mbl.is Strauss-Kahn ákærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æi þetta er bara ógeðslegt

Karlskömmin er ekki bara (meintur) ógeðslegur klámkarl heldur sýnir hann vítavert dómgreindarleysi. Skelfilegt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem er með efnahagsmál þjóða í lúkunum skuli stjórnað af karli sem virðist láta stjórnast af skyndikvötum.

Það er eitthvað svo innilega lágkúrulegt við þetta og þetta er svo innilega í stíl við það hvernig siðlausir karlar hafa vaðið uppi og brotið niður velferð heilu samfélaganna með græðgi og dónaskap. 

Það var ekki fyrr en sjálfstæðisflokknum var bolað frá með viðvarandi mótmælum sem tókst að setja almennilega löggjöf í þessu landi sem bannar vændi og mansal. Sóðalegar klámbúllur spruttu upp eins og gorkúlur í bænum í skjóli sjálfstæðisflokksins. Kvenfyrirlitningin var ráðandi afl í þessum hugmyndaheimi og enn verður hennar vart meðal stjórnmálamanna. 

Ég mana á alla sómakæra karla þessa heims að kjósa sér ekki gamla klámkarla sem leiðtoga. 


mbl.is Forstjóri AGS grunaður um kynferðislega árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÍÚ og fasisminn

Það er alveg sama hvernig menn útlista kvótakerfið. Frumbyggjarétturinn var tekinn af mönnum sem stundað hafa sjósókn öldum saman. Kvótasagan er að öllu leiti af sama meiði og þegar fasistastjórnir taka jarðir af smábændum og afhenda þær óðalseigendum. Í þessu ljósi má skoða LÍÚ sem fasistaafl. Svo virðist vera sem hugmyndafræði nasismans hafi ílengst hér í stjórnmálaflokkum í gegnum einstaklinga sem gengdu trúnaðarstörfum fyrir gamla nasistaflokkinn.

Í kvöld ætla ég að vera algjörlega heilaþvegin. Horfa á Eurovision og ímynda mér að ég búi í samfélagi sem skipar ekki hálfvitum í flesta ráðherrastóla. Loka augunum fyrir eymd annarra og sitja stjörf fyrir framan túpusjónvarpið. Kannski fer ég að sjá fjórflokkinn í gegn um rósrauða móðu.

mbl.is Vonast eftir lögfestingu fyrir árslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Femínistar, vinstri menn eða fasistar

Við erum viðkvæm fyrir því hvað við erum kölluð. Við erum viðkvæm fyrir ímynd þess samfélags sem við búum í en oft virðist vera lítill skilningur á inntaki þeirra hugtaka sem við notum um samfélagsgerðina og hvort annað og okkur sjálf.

Í könnun sem gerð var árið 1999 á vegum World Value Survey og Háskóla Íslands var fólk beðið um að gefa upp hvar það staðsetti sig í pólitískri hugmyndafræði á kvarðanum 1 til 10. Þeir sem voru 1 töldu sig vera mjög vinstri sinnaða og þeir sem staðsettu sig sem 10 töldu sig vera mjög hægri sinnaða. Fólk var einnig spurt hvernig samfélag það vildi sjá með tilliti til ríkisrekstrar og einkarekstrar, ábyrgðar ríkisins og fleiri þátta sem ætla má að séu áhrifavaldar í því hvernig fólk staðsetur sig á skalanum vinstri-hægri.

Niðurstöðurnar sýndu þó að lítil fylgni var á milli þess hvernig fólk staðsetti sig í pólitískri hugmyndafræði og þess hvernig það taldi að móta ætti samfélagið. Þetta ósamræmi bendir til þess að fólk skilur ekki hugtökin sem það er að nota. Einnig sýndi rannsóknin að tiltölulega mikil ánægja ríkti með mjög hægri sinnað stjórnmálakerfi jafnvel af þeim sem skilgreindu sig sem vinstri sinnaða eða miðjumenn. 

Á þessum tíma var áróður í algleymingi. Fjölmiðlarnir voru að týna sér í þöggun og lutu ríkisvaldinu af auðmýkt. Orðið femínismi varð notað sem blótsyrði af mútuþegum auðvaldsins. 

Orðið fasismi er bannorð sem á ekki má nota um aðra en Mussolini. En hvað einkennir fasisma. Jú hann nýðir tiltekna þjóðfélagshópa í þeim tilgangi að undiroka þá. Fasisminn er andheiti við femínisma sem berst gegn áróðri og skoðar orðræðuna á gagnrýninn máta. Fasisminn tryggir fámennri stétt auð og völd með því að leggja undir sig fjölmiðlanna og orðræðuna. Hann færir auðlindirnar í eigu fárra og gerir launþega að öreigum. Hann færir sparifé launþega til vinnuveitenda sem spila með sparifé launþega eins og þeir eigi það sjálfir. Fasisminn smeygir sér í á löggjafarsamkomuna og inn í framkvæmdarvaldið þar sem hann tryggir ójöfnuð með vondri löggjöf eða óábyrgri framkvæmd laga. 


mbl.is Fáar konur við stjórnvölinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Láglaunasvæðið Ísland

Búið er að byggja upp kerfi og lagaumhverfi á Íslandi sem tryggir það að verðmætin renna að mestu í vasa 5% þjóðarinnar. Þetta hefur greinilega ekki verið gert með samþykki almennings því í hverri könnun sem lögð hefur verið fyrir almenning vill um 90% þjóðarinnar jöfn kjör.

Kerfið sem hefur verið skapað til þess að beina öllu fjármagni til þröngs hluta þjóðarinnar hefur einnig þann ágalla að það stöðvar vöxt og viðgang atvinnulífsins þvert á það sem málpípur "aðilanna" halda fram.

Nú ætla Jóhanna og Steingrímur að búa til velferðarsamfélag úr engu. Þau leggja til að fjármunir verði færðir úr vinstri vasa launþega í þann hægri og kalla það velferðaraukningu. 


mbl.is Mótmæla lægra kaupi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Röng stefna og röng stjórnmál

Í áratugi hefur fámenn stétt manna farið um þjóðfélagið rænandi og ruplandi. Þessi stétt manna hefur beitt fyrir sig stjórnmálamönnum sem gegn vægu gjaldi hafa byggt upp kerfið einokunar, fákeppni og ölmusuhyggju í gegnum stjórnmálaflokkanna.

Löggjafarvaldið hefur verið notað í þágu LÍÚ, kjölfestufjárfesta og alþjóðafyrirtækja.

Efnahagsforsendur fyrir þessu þjóðfélagi sem við höfum talið vera okkar eru að bresta. 

Hvernig var reynt að bjarga Íslandi?

Með því að skattgreiðendur axli byrðar af erlendum lánum sem ekki er veitt til samneyslunnar heldur til uppbyggingu tækifæra fyrir alþjóðafyrirtæki.

Með því að setja hundruð milljarða inn á innlánsreikninga þeirra 5% ríkustu í samfélaginu sem á að taka úr vasa barna okkar.

Með áframhaldandi útflutningi á tækifærum í fullvinnslu fiskafurða og þekkingu á því sviði.

Með því að hrekja vinnufært fólk úr landi og sundra fjölskyldum.

Með því að viðhalda áframhaldandi atgervisskorti í stjórnsýslunni með klíkuráðningum.

Með því að líta fram hjá afglöpum og glæpum einstaklinga í viðskiptum og kalla þá framámenn í samfélaginu. 

Með því að halda fjölmiðlunum í eigu glæpastéttarinnar.

Með því að þagga niður í almenningi með fjölmiðlalögum.

Með því að herða á leynd um atferli valdhafanna með hertri upplýsingalöggjöf.

Með því að tryggja glæpamafíunni áframhaldandi völd með lögleiðingu mútugreiðslna til stjórnmálaflokka.


mbl.is Horfur einna dekkstar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guggnar ríkisstjórnin fyrir LÍÚ

Það er orðið þreytandi að horfa upp á að landsfeðraliðið haga sér eins og það sé á lyfjum. Talar í ráðgátum og segir eitt í dag og annað á morgun.

Í þessu birtist tvennt. Annars vegar að þingmenn ganga kaupum og sölum og hinsvegar er gunguháttur ráðherra samfylkingar slíkur að þeir geta ekki fylgt málum til enda þegar þeim er hótað.


mbl.is Kvótafrumvörp ekki afgreidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf að jafna skiptingu kökunannar

Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær launahækkanir sem rætt er um að samið verði um milli SA og ASÍ séu heldur miklar. Þær geti orðið til þess að fyrirtæki þurfi að segja upp fólki og hækka vöruverð. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Er ekki líklegra að hæstu launin séu of há? 

Er ekki hægt að auka eftirspurn með því að hækka lægstu laun?

Myndi ætla að það stuðlaði að því að halda niðri vöruverði. Þannig virkar alla vega sú hagfræði sem ég hef lært. 

sld1203 

Þurfum við ekki að fara að spyrja hvort sú launamismunun sem er ríkjandi á vinnumarkaði sé að fara með hagkerfið?


mbl.is Bjóða 1% til viðbótar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband