Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fagmaður er ekki vitur eftir á eða vit-laus við ákvarðanatöku

Það er auðvitað hægt að læra mikið af reynslunni. En ástæðan fyrir því að oft er sóst eftir vel menntuðu fólki til starfa er sú að mistök geta verið dýrkeypt. Sérfræðingi leyfist einfaldlega ekki að nota frasann "það er auðvelt að vera vitur eftir á". Fyrir sérfræðinginn er það að vera vitur eftir á ekki valkostur.

Fagmaðurinn á að nota vitið við undirbúning ákvarðanna en ekki sem eitthvað verkfæri sem hann beitir í framtíðinni til þess að velta fyrir sér klúðrinu sem ollu brunarústunum.

Það er heldur ekki boðlegt að forstjóri ríkisstofnunnar sem hefur gerst sekur um afglöp í starfi segi þetta er búið og gert.

Fyrir fjölda Íslendinga er þetta ekki búið og gert heldur lifa þessi mistök með okkur í samtímanum og speglast í öreiga kynslóð á aldrinum 25 til 45 ára.  Embættisafglöp Guðmundar Bjarnasonar og pólitísk spilling Framskóknarflokksins verður þung byrði á ungu fólki um langt skeið.


mbl.is „Auðvelt að vita betur í dag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö lýðveldi á Íslandi

Ég legg til að stofnuð verði tvö lýðveldi á Íslandi.

Eitt fyrir kjósendur Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem borga í sér ríkissjóð og fá síðan þjónustu frá vanhæfu, klíkuráðnu starfsfólki og borga svo tapið þegar að allt fer til fjandans.

Hitt lýðveldið borgar svo í annan ríkissjóð sem rekur stofnanir sem veita faglega þjónustu og bera ábyrgð. Þeir sleppa síðna við að borga fyrir klúður hinna.
mbl.is Gleyma þætti bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafði þetta á tilfinningunni

Datt í hug að þessir strákar væru dálítið latir.
mbl.is „Hafa skapað sér sjálfskaparvíti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STEFNA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS: FORRÉTTINDAKOMMÚNISMI

Til þess að geta kallað sjálfan sig frjálshyggjumann þarf viðkomandi að vera á þeirri skoðun að allir eigi að hafa jafnan rétt til þess að sækja sjávarmiðin þar til aflað hefur verið upp í tiltekinn heildarkvóta.

Taglhnýtingar LÍU bera því við að það sé ekki hagkvæmt. Þeir eru semsagt kommúnistar af hagkvæmnisástæðum en kommúnistar eigi síður enda hafna þeir frelsinu þar sem frelsið er byrði fyrir forréttindastéttina.

Það má kalla þetta forréttindakommúnisma þar sem frelsinu er fórnað fyrir tiltekinn hóp.

Hugmyndafræðilega séð er stefna sjálfstæðisflokksins forréttindakommúnismi.

Loforðin

Skv DV

·         Afskrift af húsnæðislánum. (B)

·         Afnám verðtryggingar (B)

·         Viðræðum við ESB slitið eða spurning sett í þjóðaratkvæði (D /B)

·         Afnám auðlegðarskatts (D)

·         Hækkun persónuafsláttar (D)

·         Lyklalög (D og B)

·         Stjórnarskráin í salt (D og B)

·         Fleiri virkjanir

·         Lækkun tekjuskatts, tryggingagjalds, virðisaukaskatts, auðlindagjalds, tolla og vörugjalda, eldsneytisgjalda, erfðafjárskatts og áfengisgjalds (D)

·          Afnám stimpilgjalda, gistináttagjalds, kolefnisgjalds á eldsneyti, raforkuskatts og bifreiðagjalda (D)

·         Þak sett á verðtrygginguna fram að afnámi (B)

·          Snjóhengjan leyst og afnám gjaldeyrishafta (D og B)

·         Innlend matvælaframleiðsla verður aukin (B)

·          Styttri námstími til stúdentsprófs (D)

·          Breytingar á kvótakerfinu endurskoðaðar (D)

 

 


mbl.is Byggja viðræður á stefnu Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útópísk fyrirheit stjórnmálaflokkanna

Elín benti á að almenningi hafi verið lofað skuldaniðurfellingum, auknum ráðstöfunartekjum, lægri sköttum og aukinni atvinnuuppbyggingu á sama tíma og efla á mennta, heilbrigðis og almannatryggingakerfið.

Ríkissjóður --> Skuldaniðurfelllingar

Ríkissjóður --> Skattalækkanir

Ríkissjóður  --> Launahækkanir

Ríkissjóður  --> Aukin útgjöld til menntamála

Ríkissjóður  --> Aukin útgjöld til velferðarmála

Ríkissjóður  --> Ívilnanir til stóriðju

Ríkissjóður  --> Milljarðatugir í erlendar vaxtagreiðslur

                        ----------------------------------------------------

Niðurstaða          Göldrótt ríkisstjórn


mbl.is Efna ber það sem lofað var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir kjósendur

Sumar fjölskyldur eru þannig að þær telja að þær séu tengdar kirkju og
sjálfstæðisflokki órjúfandi böndum. Skiptir ekki máli þótt þjóðarbúið sé
sett á hausinn, sifjaspell og ofbeldi varið eða hvað sem er. Engin
takmörk fyrir því hverju þetta fólk kyngir.
mbl.is Ekkert umboð til að breyta þjóðfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Regla hins ríkjandi valds

Hið ríkjandi vald á Íslandi hefur skapað vont samfélag.

Valdið hefur búið til reglur sem færa eignir frá almenningi inn á fjármálastofnanir.

Valdið hefur tryggt vinnuveitendum aðgang að sparifé launþega.

Valdið hefur búið til reglur sem færa auðlindirnar á hendur fárra

Valdið hefur fært stjórnendum stórfyrirtækja ábyrgðarleysi við brot á lögum um samráð og fákeppni

Valdið hefur gert hinn íslenska neytanda máttlausan og kúgaðan

Valdið hefur byggt múr um hina ríkjandi flokka með kosningalögum sem taka kosningaréttinn af hluta þjóðarinnar.

 


mbl.is Ekki ástæða til að endurskoða 5%-reglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjóta kosningalögin þá ekki í bága við stjórnarskrána

Það er vel þekkt að stjórnmálamenn manipulera með lögin og íta undir spillingu til þess að tryggja hinu ríkjandi valdi sess.
mbl.is Þrjú einstaklingsframboð ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir íslenska neytendur

Neytandinn í íslensku samfélagi á sífellt í vök að verjast. það stafar af þeirri fákeppni sem ríkir á íslenskum markaði á flestum sviðum. Stóru markaðsráðandi fyrirtækin eru staðin reglulega að samráði og eru dæmd til sekta sem þau snýta út úr neytandanum.byko_breiddinni_diddi_jpg_475x712_sharpen_upscale_q95.jpg

Þessu þarf að breyta. Það þarf að koma á ábyrgð stjórnenda gagnvart þeim lögbrotum sem þeir fremja í starfi. Skapa betri aðstæður fyrir minni fyrirtæki. 

Íslenskur almenningur er orðin leiður á þessu fokki sem viðgengst stöðugt í íslenskum viðskiptum.

Samráð


mbl.is Regnboginn hafnar ofurtrú á frjálshyggjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband