Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2013-04-13
Sett mörg fyrirtæki á hausinn
Framsóknarflokkurinn ber mikla ábyrgð á mörgum verstu stjórnsýsluákvörðunum sem teknar hafa verið í Íslandssögunni. Þessar ákvarðanir voru flestar teknar í skjóli Sjálfstæðisflokks.
Valdanetið sem Framsókn spinnur þegar flokkurinn fer með völd minnir meira á mafíu en stjórnmálaflokk.
Fólk sem kann lítið og getur lítið er bakland flokksins þegar hann velur í stjórnir og nefndir. Þetta eru aðilar sem hafa lítinn skilning á stjórnsýslusiðferði og stjórnmálasiðferði og veigrar sér ekki við að misbeita valdinu.
Klíkuráðningar, klíkuútboð, ofsóknir gagnvart þeim sem samsama sig ekki klíkunni, einkavæðingar til klíkuvina, einkaréttur til klíkuvina...allt hefur þetta verið aðalsmerki framsóknar.
Dautt lífríki og Kárahnjúkavirkjun
Ónýtur Íbúðalánasjóður og brask
Ónýt orkuveita og spilling
Kvótalögin og sægreifarnir. Kvótahafarnir fengu 44 milljarða króna árið 2012 eftir að hafa greitt 2 milljarða kr. í veiðigjald
Syndir framsóknarmanna eru stórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2013-04-13
Kvenfyrirlitning í röðum Pírata
Hvað ætla píratar að gera við sýn Jón Þórs á konur en hann hefur skrifað:
Sjálfstæðir karlmenn sem sætta sig ekki við að sóa lífinu í rifrildi og vilja vernda tilvonandi börn sín fyrir því að alast upp við stríðsástand, leita þar til þeir finna konu sem finnst mikilvægara að veita fjölskyldu sinni griðastað en að rífast um heimilisverk; konu með fjölskyldufaðm, þar sem frið er að finna. Það er auðvelt að gleyma því sem við viljum í raun og fórna meiru fyrir minna.
Inntakið í þessum texta er að konur beri ábyrgð á því að halda friðinn, skulu vera auðmjúkar og hlífa karlinum við röfli um húsverk. Konur sem ekki eru búnar þessum kostum virðast vera "ónýtar" konur að mati Jóns Þórs.
Hvetja til útstrikana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2013-04-12
Menn bulla fyrir stóriðjuna
Þorsteinn Víglundsson virðist halda að ef ekki væri stóriðja væri ekki hægt að nota orkuna í annað. Eitt af því sem stóriðjuárátta Framsóknarflokksins hefur haft í för með sér að menn hafa ekki beint athyglina að öðrum tækifærum. Tækifærum sem myndi eflaust færa landsmönnum meiri tekjur og meiri lífsgæði.
Störf í stóriðju eru ekki spennandi. Stóriðjan nýtir ekki frumkvæði, sköpunarkraft og sjálfstæði landsmanna. Menn verða leiguliðar í eigin landi sem vinna fábreytt og leiðinleg störf.
Nýjasta útspil Steingríms J var að gera samninga um kísiljárnsverksmiðju á Bakka. Dæmigert kjördæmapot en saga uppbyggingar stóriðjunnar er einmitt vörðuð atburðum um vonda samninga sem menn hafa gert til þess að afla sér velvildar fólk í héraði.
Steingrímur vill veita stóriðju á Bakka ívilnanir. Hann vill gefa eftir greiðslu skatta og tryggingagjalds. Aðrir launþegar og önnur fyrirtæki eiga að borga tryggingagjaldið fyrir stóriðjuna á bakka.
Stóriðjan á Íslandi er að greiða hreina skömm í skatta. Nettótekjur af útflutningi eru sáralitlar vegna þess að stóriðjan fer með mikið fjármagn úr landi í formi fjármagnskostnaðar til erlendra aðila.
Útflutningstekjur marklaust hugtak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
2013-04-11
Hverju svarar Framsókn?
Framsókn talar bara um eitt mál, skuldir heimilanna.
Ætlar Framsókn að upplýsa hvort eða hverjir framsóknarmanna eru í hópi þeirra sem teljast til hrægammasjóða og hafa verið að kaupa upp íslenskar eignir á hrakvirði?
Ætlar Framsókn að halda áfram þeirri gamalkunnu stefnu að ráða afdankaða framsóknarstjórnmálamenn í embætti hjá hinu opinbera og klíkuráða illa menntað fólk í sérfræðistöður hjá hinu opinbera?
Hvað ætlar framsókn að gera við kvótakerfið?
Hvað ætlar framsókn að gera við atgervisskortinn í stjórnsýslunni?
Hvað æltar framsókn að gera við kjaftæðinu í þinginu?
Og hvað ætlar framsókn að gera...
...við erlendar skuldir íbúðarlánasjóðs?
...við dauðu lífríkis á hálendinu?
...við mútumálum Steingríms J á Bakka sem brjóta í bága við jafnræðisreglu stjórnsýslulaganna?
...við okri vegna mælaleigu Finns Ingólfssonar?
...við leyndinni um eignarhald bankanna?
...við leyndinni sem ríkir um samninga við AGS?
... Við lögum sem kveða á um 80 ára ríkisleynd um málefni sem varða hrunið?
...varðandi rannsókn á einkavæðingu bankanna?
...varðandi rannsókn á stjórnun lífeyrissjóðanna, mútuþægni og gríðalegt tap vegna þátttöku í glæfralegum fjárfestingum?
Þrátt fyrir skort á svörum við ofangreindum spurningum liggur þó fyrir að framsóknarkonur ætla að koma saman og skoða alls konar nærbrækur og drekka bleikt gos.
Framsóknarkonur virðast vita hvað skiptir máli í samfélaginu
Framsókn með 29% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
2013-04-11
Nýtt fólk á Alþingi
Flokkar eru flokkar. Þeir eru afurð sinnar sögu og verða að svara fyrir þá sögu. Ef fólk vill vera hreint og tært þá verður það að fara fram á eigin verðleikum en ekki á peningum sem pabbi náði úr vösum skattgreiðenda með spillingu.
Framsóknarmenn hafa sjálfir verið hrægammar.
...Framsóknarflokkurinn setti Íbúðarlánasjóð á Hausinn og innleiddi þar kerfi sem hefur skaðað heimilin in landinu.
...Framsóknarflokkurinn setti orkuveituna á hausinn
...Framsóknarflokkurinn dróg áfram framkvæmdir um Kárahnjúkavirkjun og þar fór fyrir Valgerður Sverrisdóttir sem nú situr í heiðurssæti á lista framsóknar.
...Framsóknarflokkurinn innleiddi verðtryggingabölið
...Framsóknarflokkurinn heimilaði innleiðingu Icesavereikninganna í Bretlandi
...Framsóknarflokkurinn afnam verðtryggingu á laun
...Framsóknarflokkurinn hannaði íslensku húsnæðisbóluna
...Framsóknarflokkurinn einkavæddi og gaf sjálfum sér banka.
...Framsóknnarflokkurinn var upphafsmaður af kvótakerfinu og hefur staðið fyrir alls konar höftum og skerðingu á atvinnufrelsi.
Þóra Kristín:
"Byltingin sem hófst á Austurvelli haustið 2008 og heimtaði valdið í hendur fólksins hefur nú fundið hinn sanna íslenska alþýðumann. Hann á nokkur hundruð milljónir í banka og helsti bakhjarl hans er ein spilltasta pólitíska elíta Íslands."
Ingi Freyr:
Þeir sem stýra flokknum vita hins vegar sem er að Framsóknarflokkurinn hefur ekki náð að útskýra, með trúverðugum hætti, hvernig á að framkvæma þetta kosningaloforð. Þegar lausnunum sleppir þarf flokkurinn því að grípa til annarra meðal a.
Ingi Freyr:
Að lofa því fyrirfram að þarna verði til 200 milljarðar fyrir heimilin, það finnst mér einfaldlega vera óábyrgur málflutningur. Fáir, ef einhverjir, sem ekki eru framsóknarmenn geta mögulega verið ósammála þessum orðum Bjarna Benediktssonar þar sem útskýringar Framsóknarflokksins á þessari eignaupptöku liggja ekki fyrir.
Útlit fyrir mikla endurnýjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2013-04-09
Óbreytt kvótakerfi/ Nauðgun landsbyggðar
Finnbogi Vikar bendir á það á Feisbókinni að á lista yfir þá sem styðja það að strákar fái að nauðga stelpum á Húsavík eru menn sem eru sterktengdir LÍÚ en hann segir orðrétt:
LÍÚ er ríki í ríkinu. Þeir hafa ítök í hálfu og heilu byggðarlögunum og liggja á miklum auðæfum sem þeir hafa safnað í skjóli einokunar og nýtt sér styrk sinn til þess að kúga fólk.
Framsóknarflokkurinn er einn af bakhjörlum sægreifanna og hefur ávallt talað fyrir þeirra stöðu.
Forréttindin sem ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins afhentu fámennum hóp manna virðast haf stigið þeim til höfuðs. Dæmið á Húsavík sýnir vel hversu ráðvillt fólk verður sem ekki þarf að hlýta sömu lögmálum og aðrir landsmenn. Þeim munar ekkert um að rústa lífi unglingsstúlku og það er ekki óréttmætt að spyrja hvernig þetta lið hefur farið með aðra. Fátt bendir til þess að Framsókn ætli að taka á þessari ormagryfju.
Framsókn með 30,2% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gjaldþrota seðlabaka, gjörvallt bankakerfið fór á hausinn, flestir businessmenn urðu glæpamenn, hundruð barna hafa misst heimili sín, minni og meðalstór fyrirtæki eru gjaldþrota eða berjast í bökkum, 50 ríkisfyrirtæki voru einkavædd með leynd og lentu flest í höndum vina eða stjórnmálamanna, stöndug fyrirtæki eins og Landsvirkum og Orkuveitan töpuðu gríðarlegum fjárhæðum og römbuðu á barmi gjaldþrots, heil kynslóð Íslendinga var gerð að öreigum, þúsundir starfa töpuðust og þetta virðist Bjarni líta á sem stjórnvisku.
Hann vill lækka skatta en skattarnir fara til þess að mennta börnin okkar og að sinna sjúkum. Hann vill að með lækkun skatta verði hrægammasjóðum gert auðveldara fyrir að innheimta ólögmætan kostanð af íslenskum heimilum (verðtrygginguna).
Nú og til þess að kóróna viskuna vill Bjarni rétta fólki hjálparhönd. Mín reynsla af hjálparhöndum sjálfstæðisflokksins er að yfirleitt lenda þær í vösum mínum og annarra þar sem þær hjálpa mínum peningum yfir í vasa hinna sem njóta velþóknunar sjálfstæðisflokksins.
Nauðsyn að lækka skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2013-01-29
Eftiráskýringar og túlkanir um Icesave
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar vandaðan pistil í Smuguna um niðurstöður EFTA dómstólsins í Icesave og er ég sammála henni í mörgu. Ég vil þó setja fram vangaveltur um ályktanir sem ég er ekki sammála. Í kjölfar hrunsins skrifaði ég ágætan (eða alla vega þokkalegan) pistil sem birtur var í norskum fjölmiðli þar sem ég gagnrýndi bæði íslenskt samfélag og hegðun stórveldanna í kjölfar hrunsins. Ég hélt því meðal annars fram að íslenskir dómstólar væru ónýtir eftir áralangar klíkuráðningar sjálfstæðisflokksins. Það er mjög áhugavert að skoða tölfræði um niðurstöður dómsmála á Íslandi þar sem einstaklingar takast á við ríkisvaldið og verða jafnan undir. Ef menn hafa burði til þess að fara með mál fyrir alþjóðadómstóla þá er niðurstöðu hæstaréttar oftast ef ekki alltaf snúið við. Við Íslendingar eru orðin svo samdauna þessu ástandi að við erum farin að láta það stjórna hugarfari okkar. Við lítum á það sem gefið að við getum ekki treyst dómstólum eða þá altjent að við getum helst treyst því að sá minni máttar verði jafnan undir í viðureign sinni við ríkisvaldið.
Þóra Kristín segir um dómsniðurstöðu Efta dómstólsins: Það breytir þó ekki því að þótt Íslendingum þætti málstaðurinn góður, voru allir tvístígandi fram að dómsuppkvaðningu, dómurinn hefði getað fallið á hvorn veginn sem er.
Ég spyr því er það svo augljóst að dómurinn hafi getað fallið á hvorn veginn sem er. Á það ekki að fara eftir því hvað mælt er fyrir um í lögum og svo hvernig málsatvikum er háttað á hvern hátt mál fer. Ég hef alltaf haldið því fram að sterkar líkur væru á því að þetta mál ynnist einfaldlega vegna þess að ég kynnti mér texta ESB tilskipunarinnar, gögn málsins og rök í málinu sem sett voru fram af sérfræðingum sem ekki voru á mála hjá aðilum málsins.
Það eru þó ekki líkurnar á sigri sem hafa valdið því að ég tók einarða stöðu með því að við færum dómstólaleiðina. Það er ekki sæmandi að menn sitji á leynifundum í bakherbergjum og geri pólitíska samninga um svo flókið lögfræðilegt mál til þess að komast hjá því að horfast í augu við gallaða Evrópulöggjöf. Viljinn til þess að sniðganga dómstóla í þessu máli og láta undan geðþótta þeirra sem hugsa eingöngu um hagsmuni fjármálakerfis var árás á samfélag mannúðar og réttlætis.
Steingrímur Sigfússon bendir á að titringur sé í Brussel vegna niðurstöðu EFTA dómstólsins. Það sem vekur athygli mína er að þeir stjórnmálamenn, Steingrímur og Össur fremstir í flokki, sem vildu fara í samninga og færa ábyrgðina af Landsbankanum yfir á ríkisjóð tala nú um fullnaðarsigur Íslendinga. Þeir vilja gera þessa niðurstöðu að sínum sigri og vara Íslendinga við að vera súrir. Nú eiga allir að vera glaðir.
Persónulega finnst mér þetta vera mikil léttúð. Icesave snérist aldrei í mínum huga um Íslendinga gegn Hollendingum og Bretum. Málið snérist um réttlæti. Að það yrði ekki liðið í nútímasamfélagi sem vill kenna sig við siðmenningu að tapið af viðskiptum fjárglæframanna yrði fært yfir á skattgreiðendur.
Það hefur legið lengi fyrir að Íslenska þjóðin tapaði og tapaði stórt vegna viðskipta Björgólfsfeðga í gegnum Landsbankann. Það tap birtist í lágu gengi krónunnar, í gríðarlegum vandamálum í velferða- og menntakerfinu vegna þess að miklir fjármunir fara í að greiða erlendar skuldir. Það birtist líka í verðtryggingunni sem fjármálakerfið hefur of mikla hagsmuni af til þess að hægt sé að leiðrétta þá óværu.
Nei niðurstaða dómsins er fyrst og fremst sigur réttlætisins og skilaboð til Brussels um að menn þar á bæ þurfi að fara hugsa málin á enda þegar samin er löggjöf sem nær yfir landamæri.
Það er ekki augljóst að á litlu landi eins og Íslandi eigi að krefjast þess að skattgreiðendurnir beri ábyrgð á velferð skattgreiðenda í öðrum löndum ef íslenskir fjárglæframenn taka upp á því að eiga þar viðskipti og svindla á viðskiptavinunum.
Niðurstaða EFTA dómstólsins er alls ekki sigur fyrir íslenska stjórnmálamenn. Hún gefur til kynna að í öllu ferlinu frá einkavæðingu ríkisbankanna, frá því að Valgerður Sverrisdóttir heimilaði stofnun Icesave í Bretlandi og Hollandi án þess að krefjast þess að stofnuð væri dótturfélög um viðskiptin í viðkomandi löndum, frá því að nefnd á vegum viðskiptaráðuneytisins klúðraði að innleiða undanþágu sem hefði firrt ábyrgð tryggingasjóðsins á viðskiptum lögaðila, frá því að Sjálfstæðisflokkurinn gaf út viljayfirlýsingar án þess að hafa til þess heimild, frá því að Svavar fór í víking til Bretlands og nennti ekki að standi í þessu samningsþrasi, frá því að Jóhanna og Steingrímur ætluðu að narra þingmenn til þess að undirrita Svavarssamninginn óséðan og allt til þess að þjóðin sagði NEI hafa íslenskir stjórnmálamenn sýnt vanhæfni.
Ég er helst þeirra skoðunar að ýmsar tilskipanir séu innleiddar illa lesnar og að menn hugsi ekki um fyrirsjáanlegar afleiðingar af stjórnsýsluathöfnum. Öllum þingmönnum virðist langa til þess að verða ráðherrar og þeim virðist vera nokkuð sama hvort þeir hafi það sem til þarf í djobbið. Það er í raun kvíðvænlegt að horfa upp á hvað íslenskir stjórnmálamenn voru tilbúnir að ganga langt til þess að sópa klúðri við lagasetningu, innleiðingu tilskipana og stjórnsýsluákvarðanna undir teppið.
Margir Bretar ánægðir með dóminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vilja rafmagn upp í Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2012-07-30
Ráðskast með fasteignaverð
Ekki verður betur séð en að þeir aðilar sem veita fasteignalán hafi samráð um að ráðskast með fasteignamarkaðinn og viðhaldi á þann hátt verðbólgu. Þetta veldur því að höfuðstóll lána er mun hærri en við eðlilega samkeppni og markaðsaðstæður. Fjármálafyrirtækin í landinu eiga þúsundir íbúða. Við eðlilegar aðstæður myndu fjármálafyrirtækin vera í samkeppni um að selja eða leigja þessar fasteignir en það myndi leiða til lækkunar á húsaleigu og söluverði fasteigna og draga þar með úr verðbólgu.
Húsaleiga og fasteignaverð eru meðal þeirra þátta sem hafa mikil áhrif á verðbólguþróun og þar með höfuðstól fasteingnalána. Markaðsmisnotkun íbúðarlánasjóðs, lífeyrissjóða og bankanna er því mjög alvarlegt mál og bein árás á lánþega fasteignalána.
Ávinningur fjármálastofnana og ríkissjóðs
Fjármálastofnanirnar hafa beinan ávinning af því að halda íbúðum af markaði og halda uppi söluverði fasteigna. Þetta birtist í hagstæðari efnahagsreikningi banka, lífeyrisjóða og íbúðarlánasjóðs. Með því að halda uppi falskri verðbólgu geta þessar stofnanir eignfært verðbólgugróða og eignasafn þeirra vegna fasteigna er hærra metið. Þetta hefur margvíslegar afleiðingar fyrir skattgreiðendur. Fasteignamatið er hækkað og þar með fasteignagjöld. Hátt fasteignamat hefur áhrif hjá mörgum til lækkunar á vaxta- og barnabótum.
Staða íbúðareigenda
Nú segja kannski margir en hvað þá með íbúðareigendur. Tapar fólk ekki á því að fasteignir þeirra falla í verði. Fasteignamarkaðurinn er aldrei hagstæður fyrir alla. Hann er annað hvort seljendamarkaður, þ.e. það er hagstætt að selja eða þá kaupendamarkaður og þá er hagstætt að kaupa. Þeir sem bera mesta byrði vegna húsnæðis eru leigjendur, láglaunafólk og ungar barnafjölskyldur. Þessir aðilar þurfa að láta hlutfallslega mest af launum sínum í húsnæði. Í mörgum tilvikum er staða þessara einstaklinga óbærileg og þetta er sá hópur sem ber mestan skaða af markaðsmisnotkun fjármálafyrirtækja.
Í heildina myndu fjölskyldurnar í landinu hafa hag að eðlilegri samkeppni á fasteignamarkaði. Kosnaður þeirra af húsnæði myndi lækka og jöfnuður aukast. Þeir aðilar sem myndu tapa á eðlilegu markaðsumhverfi væru þeir sem vilja losa sig við fasteign án þess að kaupa aðra á móti, þ.e. þeir sem vilja komast út úr kerfinu. Lyklafrumvarp sem Lilja Mósesdóttir hefur mælt fyrir myndi leysa vanda þeirra vanda þeirra sem eru í neikvæðri eiginfjárstöðu.
Ábyrgð yfirvalda
Kostnaður við að hafa þak yfir höfuðið er böl á mörgum fjölskyldum. Margir kenna hruninu um en aðgerðir stjórnvalda hafa markvisst aukið þennan vanda. Fyrsta árásin á fjölskyldur í landinu var gerð áður en bankarnir voru einkavæddir. Þá undir stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var fasteignamat á íbúðum hækkað umfram það sem lög leyfðu og veðhæfni fasteigna hækkað. Þessi aðgerð varð grundvöllur að fasteignabólunni og hafði áhrif á verðbólgu til hækkunar.
Þessi aðgerð var ólögleg vegna þess að ekki var lagaheimild fyrir henni en þess er krafist vegna þess að fasteignamatið er álagningagrunnur fyrir fasteignagjöld, fasteignaskatta og vaxta- og barnabætur. Vaxtabætur þurrkuðust við þessa aðgerð og fasteignagjöld hækkuðu. Áætlanir fóru verulega úr skorðum hjá mörgum sem höfðu nýlega keypt húsnæði.
Það er því ekkert nýtt að verðbólgunni á Íslandi sé stjórnað af yfirvöldum. Það hefur verið gert í þágu byggingaverktaka og fjármálastofnana en fjölskyldurnar í landinu eru viðstöðulaust fórnarlömb árása ríkisvaldsins á fjárhag þeirra. Eflaust brýtur þetta í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur
Höfundur er félagi í SAMSTÖÐU, flokks líðræðis og velferðar
Minni velta á fasteignamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |