Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Forsetinn tekur stöðu með auðvaldinu

Forsetinn hefur nú glatað trausti mínu og sjálfsagt margra annarra með framgöngu sinni í þessu máli.

Fyrir hrun ferðaðist hann um með útrásarvíkingum og veitti þeim fálkaorður og hélt heimskulegarbilde_1208007.jpg ræður um íslensku snilldina.

Margir héldu kannski að hann hefði lært eitthvað á þeirri forsögu enda fékk hann viðurnefni "klappstýra útrásarinnar". 

Vissulega hefur hann í dag áunnið sér endurupptöku á slíkri nafnbót en hann ásamt sjálfstæðisflokknum ganga nú gegn vilja 70% þjóðarinnar til þess að mylja undir fámennan hóp auðkýfinga.

Ísak sýnir nokkurn heigulshátt þegar hann segir að nú sé ekki hægt að gera neitt meira. Víst getum við gert meira og þessi málflutningur er alls ekki boðskapur þjóðarinnar. Þjóðin hefur sýnt að hún hefur dug til að reka menn frá völdum. Hún hefur gert það og hún getur gert það aftur. 

 Forsetinn segir að það þurfi víðtækar umræður og afar breiður þjóðarvilji þyrfti að vera á bak við slíka nýskipan. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru ekki nýskipan heldur er komin reynsla á þær. Það hafa verið víðtækar umræður og það er afar breiður þjóðarvilji um að þetta mál fari í þjóðaratkvæði. Skoðanakannanir sýna að 70% eru á því máli og það verður ekki kallað annað en breiður þjóðarvilji.

Þessi forheimskandi ummæli forsetans eru honum til skammar. 

Spilling ríkisstjórnarinnar sem tekur þrjátíu milljónir fyrir að gefa fámennum hóp milljarða af þjóðareigninni og skapar með stefnu sinni óréttlæti er henni til skammar.

Næsta skref í þessu máli er að virkja fólk. Það verður varla erfitt þegar kosningasvikin fara að hrannast upp og þrengt verður að almenningi í næstu fjárlögum. 

 


mbl.is Segir forsetann skorta hugrekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdið til þjóðarinnar

Það virðist vera gildandi trú í forystu flokkanna að þeir fari með skilyrðislaust vald ef þeir komast í stjórnarráðið. Stjórnarskráin, stjórnsýslulög og jafnréttislög virðast vera verðlaus og jafnan hunsuð. Þetta leiðir auðvitað af sér forneskjulega og óvandaða stjórnsýslu.

Málskotsréttur forsetans snýst ekki um hans vald heldur vald þjóðarinnar. Flokkarnir æsa sig yfir þessu og tela að vald þeirra eigi að vera takmarkalaust á þinginu. 

Forsetinn hefur gefið út ákveðin viðmið um forsendur fyrir synjun laga. Hæst ber fyrirbærið "gjá á milli þings og þjóðar".  Vissulega er þessi forsenda fyrir hendi nú til að synja lögum um lækkun á veiðigjaldi. Á örfáum dögum söfnuðust 35.000 undirskriftir og skoðanakannanir sýna að 70% þjóðarinnar er á móti frumvarpinu/lögunum. 

Eðlileg niðurstaða með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar ætti því að vera að lögunum sé vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Það hefur sýnt sig að ef þjóðin hefur góðar upplýsingar þá tekur hún góðar ákvarðanir.


mbl.is Forsetinn boðar til blaðamannafundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja litla krónan

Krónan er í sjálfu sér bara mælikvarði en því miður mjög ótraust sem slík. Ekki þætti smiðnum það þægilegt ef að tommustokkurinn hans skryppi sífellt saman og eitthvað yrði húsið skrítið sem byggt væri eftir leiðbeiningum slíks mælikvarða.

Það er ekki skrítið þótt margir kjósendur þori ekki að hugsa sjálfstætt þegar að allir tommustokkar í samfélaginu virðast skreppa sundur og saman. Svart er hvítt og hvítt er svart á þessari eyju hugtakabrenglunar. 

Sjálfstæðismenn hafa verið duglegastir við að notfæra sér að kjósendur fara í kvíðakast ef það er farið fram á það við þá að þeir hugsi sjálfstætt. 

Það hefur fallið gagnrýnislaust í frjóan jarðveg kjósanda sem aðhyllast frelsi og sjálfstæði að þessi flokkur vinni þessum þáttum brautargengi í samfélaginu þótt veruleikinn sýni allt annað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið lengst allra flokka í að setja höft, stuðla að einokun og verðsamráði og selt útlendingum ítök í stjórnun efnahagslífsins. 

Gjaldeyrishöftin eru verk sjálfstæðisflokksins, ítök alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru verk sjálfstæðisflokksins, einokunin um sjávarmiðin eru verk sjálfstæðiflokksins og sjálfstæðisflokkurinn á heiðurinn af hugtakinu kjölfestufjárfestar sem er fyrirbæri sem keyrði þjóðarbúið í þrot. 

Samfylkingin ætlaði að ganga fram með svipaðar blekkingar þegar Jóhanna Sigurðardóttir sleppti hugtakinu norræn velferðarstjórn út í loftið. En kjósendur í þeim ranni létu ekki blekkjast og gagnrýndu harðlega þessa misnotkun á hugtakinu og sömu útreið fékk skjaldborgarspilling_ja_1207820.jpgumræðan. Kjósendur vinstriflokkanna virðast í meira mæli byggja á sjálfstæðri hugsun enda hafa vinstri flokkarnir gengið skemmra í forheimskunni en þeir flokkar sem nú eru við völd.

Fyrir mörgum er sjálfstæðisflokkurinn trúarbrögð og nátengdur kirkjunni. Davíð Oddson er tekinn í heilagra manna tölu og orð hans lög. Frjálshyggjuhugtakinu hefur verið misþyrmt í flokknum sem í raun aðhyllist kommúnisma. Þeir vilja mikil ríkisafskipti til þess að vernda ákveðin fyrirtæki gegn nýliðum. Nýsköpun hefur löngum verið eitur í beinum sjálfstæðisflokksins. 

Löggjafinn og stjórnarráðið er notað til þess að tryggja refsileysi glæpa sem lúta að neytendum eins og t.d. verðsamráð og vörusvik. 

 


mbl.is Vill að Ísland taki upp bitcoin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill þessi útlendingur ekki greiða veiðigjald?

Í dag á hann tæplega helmingshlut í útgerðarfélaginu Stormur Seafood, en auk þess hefur hann fjárfest í fjölda fasteigna ásamt Steindóri Sigurgeirssyni, meðeiganda sínum í Stormi. Meðal þeirra er hús Íslensku óperunnar og Kaffi Reykjavík.

Sjálfstæðisflokkurinn elskar að gefa útlendingum gæðin sem annars gætu nýst fólkinu í landinu.

Hann hefur fært eigendum stóriðju orku fyrir slikk. Útlendingar þurfa ekki að borga nema brot af því sem íslenskir athafnamenn og fjölskyldurnar í landinu þurfa að greiða fyrir orkuna. 

Ekki munar íslenskum athafnamönnum og íslenskum fjölskyldum að borga skatt til þess að standa undir mannvirkjagerð fyrir þessa útlendinga. 

Þeir sem fara með völdin á Íslandi hafa innleitt lög sem heimila mútur og vilja kalla þessar múturfyrirvinnan_er.jpg styrki. Þetta er auðvitað gósenland fyrir útlenska auðmenn sem langar að græða á íslenskum auðlindum sem sjálfstæðismenn berjast gegn að tryggt verði eignarhald á í stjórnarskrá.

Ósjálfstæðisflokkurinn virðist vilja gera þjóðina að leiguliðum í eigin landi. 


mbl.is Segir öruggt að fjárfesta á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóriðjan borgar ekki skatta á Íslandi

Sjálfstæðisflokkurinn lætur sig miklu varða velferð erlendra auðmanna. Hann vill ekki að útlendingar sem vilja græða á Íslandi skili tekjum til ríkisins eða taki þátt í uppbyggingu innviða í samfélaginu jafnvel þótt fyrirtækin hafi aðgang að þessum innviðum. það kemur því í hlut íslenskra skattgreiðanda að kosta samneyslu þessara útlendinga. En íslenskri alþýðu hefur lengi verið ætlað að kosta lífstíl hinna ríku. Og kjósendur sjálfstæðisflokksins virðast elska að nýta hluta ársins til þess að greiða skattinn fyrir hina ríku og greiða kostnað sem hlýst af einokun fyrirtækja sem sjálfstæðismenn hafa tryggt að komist upp með verðsamráð og einokun. 

Hugmyndafræðilega kennir "sjálfstæðisflokkurinn" sig við frelsi og sjálfstæði en í reynd hefur þessi spilling_ja_1207495.jpgflokkur selt Ísland erlendu valdi og skapað ófrelsi og höft.

Flokkur sem aðhyllist frelsi tekur þá afstöðu í sjávarútvegsstefnu að frjáls samkeppni ríki um fiskinn í sjónum. Að allir megi veiða þar til veitt er upp í einhvern tiltekinn heildarkvóta. Stefna sjálfstæðisflokks og LÍÚ er hinsvegar stefna kommúnismans sem krefst mikilla ríkisafskipta, þ.e. að ríkið ákveði hverjir fái að veiða en auk þess er krafan um ókeypis aðgang að eigum ríkisins en ríkið er jú þjóðin og þjóðareignin því eign ríkisins.

Frjálshyggjan boðar að eigandanum sé frjálst að taka leigu fyrir afnot af eignum. Veiðigjaldið er því í anda frjálshyggjunnar en kommúnistarnir í "sjálfstæðisflokknum" eru á móti því að fara fram í anda frjálshyggjunnar. Þeir halda því fram að veiðigjaldið (kvótaleigan) sé skattar. Þetta þýðir þá væntanlega að sægreifarnir hafi verið að innheimta skatta af kvótalausum.

Þarna eru "sjálfstæðismenn" komnir með nýjan vinkil á kommúnismann þar sem LÍÚ (sægreifarnir) eru orðnir framlenging á ríkinu og innheimta skatta fyrir afnot af auðlindinni.

Nafnið á "sjálfstæðisflokki" er náttúrulega í mótsögn við stefnu flokksins sem hefur verið að selja og veðsetja landið til erlendra aðila og fært völdin til erlendra aðila. Þeir hafa veðsett fiskinn í sjónum hjá erlendum fjármálastofnunum og bundið þannig hendur íslenskra stjórnvalda sem virðast ráða minna en þessir erlendu aðilar um málefni sjávarútvegsins. Þeir kölluðu á AGS til landsins og seldu AGS stefnuna í efnahagsmálum. Þeir hafa veitt erlendum auðhringjum einokunarstöðu um kaup á orku og gert samninga við þessi fyrirtæki sem draga úr valdi Íslendinga. Hinir einu og sönnu landsölumenn er að finna í "sjálfstæðisflokki".


mbl.is Skattadagurinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sjálfstæðisflokkurinn kommúnistaflokkur Íslands?

Þeir sem aðhyllast frelsi hljóta að vilja að allir hafi jafnan rétt til veiða þar til búið er að veiða upp í heildarkvóta. Frjálsa samkeppni um fiskveiðarnar. Ég kalla það ofríki ríkissins þegar ríkið stjórnar því hverjir fá að veiða og hverjir ekki. Auðvitað samræmist það best kapitalismanum að ríkið selji aðgang að auðlindinni og að það sé frjáls samkeppni um hana. Málpípur LÍÚ virðast vera upp til hópa kommúnistar sem heimta ríkisafskpti og ókeypis aðgangi að eignum ríkissins en ríkið er þjóðin.

Nafngiftin á flokknum virðist líka verið orðin hálfgert skrípi. Að kalla flokk sem hefur varið síðustu áratugum í að selja útlendingum landið, sjálfstæðisflokk, er einhvern veginn afkáralegt. 

Flokkurinn hefur veðsett allan fjandann hjá erlendum fjármálastofnunum svo sem ríkisstofnanir og jafnvel fiskinn í sjónum. Hann er ábyrgur fyrir því að ríkisbankarnir eru nú komnir í eigu útlendinga. Hann er ábyrgur fyrir því að útlensk stóriðja hefur einokunarrétt á kaupum að íslenskri orku. 

Þessi flokkur sem kallar sig sjálfstæðisflokk hefur unnið að því öllum árum að gera þjóðina ósjálfstæða og háða erlendu valdi. 


Er áhugi á nærbuxum góður undirbúiningur fyrir pólitík

Ég minnist þess að Davíð Oddson sagði fyrir u.þ.b. 20 árum að það að reka ríkið væri eins og að reka fyrirtæki. Við það tæki færi spáði ég því að Davíð Oddsson ætti eftir að setja þjóðarbúið á hausinn.

Það kemur mér á óvart hversu margir sem hafa lélegt siðferði, skrítin áhugamál eða skrítnar hugmyndir um ríkið komast langt í stjórnmálum.

Það sem einkennir forystu stjórnmálanna í dag að þeir nota ríkið til þess að gera sjálfa sig ríka og til þess að láta ríkið greiða fyrir sínar persónulegu þarfir.

Lítið fer fyrir áhuga a almannaheill og almennri velmegun.

Forheimskunarkjaftæðið er eitt af verkfærum við þessa iðju.

Nú vill sjálfstæðisflokkurinn sölsa undir sig RÚV og ekki veitir af ef forheimskunarboðskapurinn á að berast landsmönnum reglulega. 


mbl.is Talaði meira um tísku en pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra! Frétt á Mogganum

Það fer lítið fyrir fréttum af spillingarmálum á Mogganum sem þekja þó síður annarra fréttamiðla.

  • Bróðir Árna Matt fékk 4 milljarða í ÍLS sem dregið er í efa að verði endurgreiddir.
  • Spilltir og klíkuráðnir hæstaréttardómarar telja það ekki kynferðislegt ofbeldi þegar karlar misþyrma kynfærum konu.
  • spilling_ja.jpg
  • Bjarni Ben var launaður stjórnarformaður N1 þegar félagið tók fjóra milljarða að láni úr lífeyrissjóðunum. Þessir fjórir milljarðar voru afskrifaðir og auðvitað kemur tapið fram sem skerðing á lífeyri til gamalmenna.
  • Nú einnig eru miklar fréttir af meðferð fjármuna í Eir en þar var Vilhjálmur Þ formaður. Forstjórinn og fjölskyldan notaði þróunarsjóðinn til þess að kosta skemmtiferðir og lúxus fyrir fjölskylduna. Já skítt með gamalmennin.
  • Einstakt tengslanet framsóknarflokksins og spilling við mannaráðningar hefur kostað skattgreiðendur hundruð milljarða. Páll Pétursson kom syni sínum fyrir sem forstjóra fjármálaeftirlitsins, illa menntuðum vini sínum og flokksbróður sem forstjóra Íbúðarlánasjóðs, smiðir og iðnaðarmenn (fólk ólæst á hagtölur og fjármál) var skipað í stjórn.
  •  
  •  Mútugreiðslur útgerðarmanna til stjórnmálaflokka eru auðvitað athyglisverðar fréttir í ljósi atburðarrásarinnar frá kosningum.

Já það er gaman á Íslandi ......fyrir suma


mbl.is Ólafur tók við undirskriftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unnið gegn hagsmunum almennings

Sjávarþorp eiga mikið undir því komið að ráðgjöf stofnana hafi ávallt hagsmuni almennings að leiðarljósi.

Sú saga hefur verið lífsseig að sérfræðingar á Hafró séu klíkuráðnir af Sjálfstæðisflokknum samkvæmt fyrirmælum LÍÚ.

Svona sögusagnir draga auðvitað úr trausti á viðkomandi stofnun og stjórnsýslunni almennt. Nýleg skýrsla um starfsemi Íbúðarlánasjóðs staðfestir spillingu í mannaráðningum við opinberar stofnanir og hvernig hlutverk stofnanna hefur verið hunsað í þágu annarlegra sjónarmiða. 

Ólafur Jónsson bendir á í samhengi við þessa frétt:

Staðreyndin er að þjóðin hefur tapað tugum milljarða í útflutningsverðmæti á að ekki var aukið við aflann fyrr og handfæraveiðar gefnar frjálsar. Norðmenn hafa núna rúllað upp mörkuðunum og þrefaldað útflutningsverðmæti bara í þorski síðan þeir juku aflann fyrir 2 árum. Við sitjum eftir of sein og með allt á hælunum vegna yfirgangs kvótahirðarinnar sem nú ætlar sér eignarhald í nýtingaréttinum sem má aldrei verða.  

Það er augljóst að ástandið í mörgum byggðarlögum á landsbyggðinni er bágborið og ber ekki vott um almenna velsæld enda hafa útgerðirnar stungið undan hagnaðinum af fiskveiðum með því að selja fisk til eigin fyrirtækja erlendis á undirverði og sogið þannig fjármuni úr byggðarlögunum og komið þeim fyrir erlendis.

LÍÚ hefur ásamt málpípum sínum reynt að reka fleyg á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis til þess að beina athyglinni frá höfuðandstæðingi landsbyggðarinnar sem er LÍÚ.

Landsmenn látið ekki LÍÚa að ykkur. 


mbl.is „Öfundsvert“ ástand fiskistofna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökskrípi arðránsins.

Hinn forheimskandi áróður LÍÚ virðist eiga sér lítil takmörk.

Bjarni Jónsson er einn þeirra sem trúir á hagkvæmni stórútgerðarinnar sem þó vælir sífellt yfir afkomu sinni. 

Bjarni Jónsson segir:

Við skulum reyndar bara taka dæmi af togaranum Páli Pálssyni, ÍS-102.  Jaðarkostnaður hans við að bæta einu tonni við 70 t afla sinn er miklu lægri en kostnaður smábátsins við að fiska 1 t. 

Hugtakið jaðarkostnaður er notað yfir útreikninga sem eru notaðir til þess að skoða hagkvæmni aukinnar framleiðslu. Breytilegur kostaður er eingöngu notaður við þessa útreikninga en horft fram hjá kostnaði sem framleiðsluaukning hefur ekki áhrif á. Það er því aldrei hægt að nota jaðarkostnað til þess að bera saman hagkvæmni tveggja fyrirtækja eða framleiðslueininga og sér í lagi þegar fjárfestingastrúktúr þessara framleiðslueininga er mjög ólíkur.

Ég benti Bjarna Jónssyni á þetta en hann svaraði mér:

 Það er ekki gott að henda reiður á flaumnum frá þér, sem ber allur vott um yfirgripsmikla vanþekkingu á málefninu, sem hér er til umræðu, sjávarútveginum, ásamt hugtökum, sem notuð eru til að bera saman hagkvæmni mismunandi aðferða.

Það vill svo til að ég hef skrifað Kand mag ritgerð við háskólann í Gautaborg þar sem rannsóknarefnið var kostnaðarútreikningar og var þetta hugtak á meðal þess sem þar var til umfjöllunar og er óhætt að fullyrða að ég sé sérfræðingur á þessu sviði. 

Rökvillur og reikningskúnstir eru útgerðinni til skammar og skýra kannski að hluta hvernig þessisjavarutvegur.jpg starfsemi hefur ratað í skuldafen þrátt fyrir að hafa einokunarrétt á sjávarmiðunum. Þegar þeim er bent á rökvillur svara þeir með skætingi og persónuárásum. Ég get ekki séð að fólki sem fer fram með vitstola umræðu sé treystandi fyrir þeim völdum sem fylgja því að ráða yfir atvinnuvegi í byggðarlögum landsins. 


mbl.is Hafa beðið um fund með forsetanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband