Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2012-05-04
3 milljarðar á ári
Eitthvað rámar mig í að rekstur Máls og menningar hafi ekki gengið of vel.
Rekstur Hörpu er gríðarlegt áhættuverkefni og spurning hver tekur á sig tapið ef hann gengur ekki upp.
Eftirfarandi grein er birt á visir.is í dag:
Skera verktaka úr snörunni
Prófessorinn og hagfræðingurinn Robert Z Aliber taldi byggingakrananna í borginni fyrir hrun. Hann spáði síðan hruni efnahagskerfisins en spádómar hans fengu lítinn hljómgrunn hjá valdhöfum. Draugabyggingar sem standa auðar víða á höfuðborgarsvæðinu eru minnisvarði þess æðis sem rann á menn í aðdraganda hrunsins. Þessum fasteignum er haldið af markaði vegna þess að ef að þær eru settar í sölu eða leigu hrynur fasteignaverð. Samráð virðist vera meðal fjármálastofnana um að halda þessum fasteignum af markaði. Í mínum huga þýðir þetta að verið er að ráðskast með fasteingaverð og húsaleiguverð. Því vekur þetta spurningar um hvort þetta standist samkeppninslög. Vissulega kemur það sér illa fyrir skulduga húseigendur og eiginfjárstöðu bankanna ef fasteignaverð hrynur en eins og staðan er í dag er verið að færa tap þeirra yfir á þá sem leigja og þá sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta skipti eða skipta yfir í stærra húsnæði. Þeir sem græða þó mest á því að bólufasteignaverði sé haldið uppi með markaðsmisnotkun eru fjármálastofnanir og fasteignafélög.
Stundum er minnst á húsnæðisbóluna fyrir hrun en lítið hefur þó verið fjallað um hverjir græddu á henni. Húsnæði var selt á uppsprengdu verði, fólk tók verðtryggð lán og myntkörfulán og staðgreiddi húsnæði. Fasteignasalar héngu á dyrunum hjá fólki og hvatti það til þess að kaupa nýtt húsnæði áður en það var búið að selja húsnæðið sem það var að skipta út. Margir sitja því uppi með tvær fasteignir eftir hrun sem eru óseljanlegar.
Það ætti því að vera ljóst að byggingaverktakar fengu sitt en fólk situr uppi með stökkbreyttu lánin. Stjórnmálamönnum virðist vera sérstaklega annt um byggingarverktakana. Ríkisstjórnin hugar sífellt að því hvernig megi finna byggingaverktökum ný verkefni. Áætlanir eru uppi um að bora göng í gegn um fjöll, að byggja ný fangelsi, að byggja hátæknisjúkrahús og nýverið var lokið við byggingu Hörpu.
Verktakaveislur ríkisstjórna
Fréttir fóru af því eftir hrun að byggingarverktakar hefðu verið gjöfulir við stjórnmálamenn bæði hjá borg og ríki. Núverandi ríkisstjórn hefur fest mútusamfélagið í menningarkima stjórnmálanna í sessi með löggjöf. Stjórnmálamenn voru líka góðir við verktakana og hækkuðu fasteignamatið ólöglega til þess að auka veðhæfni eigna og skapa grundvöll fyrir hækkun fasteignaverðs. Þar sem fasteignamatið er álagningagrunnur í skattaútreikningum má ekki hækka það nema fyrir því sé sérstök heimild í lögum. En aukin veðhæfni fasteigna var grundvöllur fyrir fasteignabólunni. Stjórnmálamenn hjá bæjarfélögunum voru líka mjög liprir við byggingaverktaka og skipulögðu ný hverfi eins og þeir ættu lífið að leysa.
En svo sprakk bólan og hvað gera menn þá. Jú þeir taka yfir verkefni Björgólfs Guðmundssonar sem hafði fengið miðbæinn til ráðstöfunar og kláruðu Hörpuna. Tugmilljarða framkvæmd sem kallar á þrjá milljarða í vaxta- og rekstarkostnað á ári hverju. Ég á ekki von á öðru en að verktakar hafi glaðst.
Hátæknidraumar sjúkraþjálfans
Siv Friðleifsdóttir sat í ríkisstjórninni sem sendi sitt fólk inn í Fasteignamat Ríkisins til þess að skrúfa upp veðhæfni fasteigna. Hún er líka voða spennt fyrir því að byggja hátæknisjúkrahús. Með því að byggja hátækni sjúkrahús er hægt að hleypa byggingarverktökum með lúkurnar í sparifjáreign launþega. En Siv segir í pistli á visir.is: Verkefnið byggir á lögum nr. 64/2010 og viljayfirlýsingu við 25 lífeyrissjóði frá haustinu 2009 og markviss skref hafa verið tekin síðustu ár í undirbúningi. Okkur ætti því ekki að vera neitt að vanbúnaði".
Stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa tapað hundruð milljarða af sparifé launamanna. Þrátt fyrir þetta hefur stjórn þeirra ekki verið tekin úr höndum vinnuveitenda og stjórnenda sem þáðu gjafir af fyrirtækjum sem notuðu lífeyrissjóðina til þess að halda uppi gengi krónunnar með framvirkum samningum á meðan fyrirtækin voru að koma fjármagni úr landi. Með þessu móti var sparifé launþega fært viðstöðulaust til fyrirtækja í eigu fárra aðila í mörg ár.
Í niðurstöðum doktorsritgerðar sinnar lýsir Herdís Baldvinsdóttir hvernig fámennur hópur íslendinga náði ítökum í fjármálakerfinu, í lífeyrissjóðum en síðan náðu þeir einnig að yfirtaka bankana. Þessir aðilar hafa stjórnað löggjöfinni í landinu í gegn um viðskiptaráð sem lýst hefur því yfir að 90% af tilmælum þeirra til ríkisstjórnarinnar voru innleidd sem lög. Þetta þýðir að á Íslandi er hreint auðræði og enn leggur fnykinn af sérhagsmunagæslu neðan af Austurvelli.
Siv Friðleifsdóttir skrifar réttlætingarpistil um byggingu hátæknisjúkrahúss undir yfirskriftinni: Nýr LSH fyrir alla". Hin þverpólitíska samstaða fjórflokksins er enn eitt dæmi um það hvernig flokkarnir starfa saman gegn velferð þeirra sem byggja landið. Sérhagsmunagæsla og kjördæmapot er túlkað sem þjónusta við almannaheill en almenningi er meira annt um að fá góða þjónustu en að skattar þeirra sem notaðir í vaxtagreiðslur vegna stórframkvæmda. Nú þegar er ríkissjóður að greiða meira en sem nemur rekstrarkostnaði Landsspítalans á ári hverju í vaxtakostnað vegna gerræðilegra ákvarðanna og viðstöðulausra árása fyrri valdhafa á velferð almennings.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur
Höfundur er félagi í SAMSTÖÐU, flokks lýðræðis og velferðar
Ekki gerð krafa um rekstrarmenntun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2012-05-04
Fjármálakerfið ógnar lífi fólks
Fréttir berast að því að íbúar í iðnaðarhúsnæði í Kópvogi hafi verið í lífshættu þegar eldur kom upp í fasteigninni um miðja nótt á meðan íbúarnir sváfu. Húsnæðið er ólöglegt sem íbúðarhúsnæði og brunavörnum er áfátt. Það er nöturlegt ,segir slökkviliðsstjóri, að fólk eigi ekki í önnur hús að vernda.
En hvers vegna á fólk ekki í önnur hús að vernda þegar þúsundir Íbúða standa auðar í borginni og því ætti framboð á leiguhúsnæði að vera yfirdrifið?
Fjármálafyrirtæki virðast hafa haft samráð með sér um að leigja ekki út auðar íbúðir né heldur að selja þær. Leigu- og söluverði fasteigna er því óeðlilegt miðað við ástand á markaði. Ekki verður annað séð en að þessar aðgerðir fjármálafyrtækjanna séu ólöglegar. Það er verið að ráðskast með verðmæti eigna og vinna gegn lögmálum framboðs og eftirspurnar á fasteignamarkaði. Íbúðarlánasjóður og lífeyrissjóðirnir eru þátttakendur í þessum leik.
Íbúðarlánasjóður á yfir þúsund íbúðir sem standa auðar. Hverjir borga kostnaðinn af þessum íbúðum? Jú, vissulega eru það skattgreiðendur. Íslenskir skattgreiðendur og skuldarar eru í þessu tilviki að standa straum að rekstri og viðhaldi fasteigna sem haldið er auðum til þess að tryggja eigendum bankanna meiri arð. En það eru fórnarlömb í þessum leik.
Málið lítur enn alvarlegar út þegar horft er til þess að hátt fasteigna- og leiguverð hefur áhrif á verðbólgu og á því þátt í að belgja út höfuðstól fasteignalána. Verðtryggð lán sem veitt eru af sömu aðilum og eru að ráðskast með fasteignamarkaðinn. Reiknimódel verðtryggða lána er þannig úr garði gert að þeir sem veita lán hafa hag af verðbólgunni.
Vegið er að lífsskilyrðum landsmanna með þessum framgangsmáta fjármálafyrirtækja og ömurlegt er að horfa upp á ríkið taka þátt í þessum leik.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur
Höfundur er félagi í SAMSTÖÐU, flokks líðræðis og velferðar
Tveir fluttir á sjúkrahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2012-05-02
Kvótafrumvarpið tryggir ekki jafnræði!
2012-05-02
Við þurfum ekki óvini erlendis frá
Guðmundur Gunnarsson:
Því er haldið að okkur að Íslendingum stafi mest hætta af útlendingum. Þeir vilji komast yfir auðlindir okkar fyrir lítið og við eigum að berjast gegn öllu skipulögðu samstarfi við nágrannaþjóðir okkar. Sá hópur sem beitir öllum brögðum til þess að koma í veg fyrir breytingar, lítur svo á að landið og ríkið sé þeirra eign. Hinn almenni launamaður sé þræll sem þeir eigi og geti beitt bellibrögðum til þess að koma í veg fyrir að hann fái notið þeirrar verðmætasköpunar sem hann skilar með vinnu sinni. Við þurfum ekki óvini erlendis frá við eigum nóg af þeim í okkar eigin röðum.
Þetta er allt saman vitleysa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2012-05-02
Við þurfum ekki óvini erlendis frá
Guðmundur Gunnarsson:
Því er haldið að okkur að Íslendingum stafi mest hætta af útlendingum. Þeir vilji komast yfir auðlindir okkar fyrir lítið og við eigum að berjast gegn öllu skipulögðu samstarfi við nágrannaþjóðir okkar. Sá hópur sem beitir öllum brögðum til þess að koma í veg fyrir breytingar, lítur svo á að landið og ríkið sé þeirra eign. Hinn almenni launamaður sé þræll sem þeir eigi og geti beitt bellibrögðum til þess að koma í veg fyrir að hann fái notið þeirrar verðmætasköpunar sem hann skilar með vinnu sinni. Við þurfum ekki óvini erlendis frá við eigum nóg af þeim í okkar eigin röðum.
2012-05-02
Sjálfstæðisflokkurinn sáttur við Landsdóm
Á tuttugu ára valdaferli sjálfstæðisflokksins sá forysta hans enga ástæðu til þess að breyta lögum um Landsdóm. Samkvæmt núgildandi lögum njóta ráðherrar friðhelgi en því er Landsdómur eina úrræðið.
Sjálfstæðisforystan hefur lengi notað þá taktík að kjafta sig frá lögum og stjórnarskrá. Telja að ef þeir brjóta lög þá myndist lagahefð. Ef þessi rök halda þá er það glæpsamlegt atferli en ekki alþingi sem varðar leiðir í réttarríkinu.
Ótalmörg dæmi eru í stjórnarfari Íslands um hefðir sem taldar eru hafa æðra lagagildi en landslög og stjórnarskrá. Almennt séð virðist forysta stjórnmálaflokka telja að hefðarréttur hafi myndast um að ráðherrar þurfi ekki að fara að lögum og stjórnarskrá.
Þetta hefur í för með sér stjórnleysi og agaleysi í samfélagi samtímans.
Spillingin í efri lögum stjórnsýslunnar er djúpstæð og menn eru svo samdauna spillingunni að þeir líta á hana sem eðlilegt stjórnarfar.
Ég trúi því vel að Geir líti svo á að hann sé æðri landslögum og að Mannréttindadómstóll Sameinuðu þjóðanna taki honum opnum örmum vegna þess að hann hefur verið látinn sæta þeirri niðurlægingu að þurfa að svara til ábyrgðar vegna verka sinna.
Forysta sjálfstæðisflokksins er mjög meðvituð um skyldur almúgans. Davíð Oddsson rak ræstingakonuna sem stalst til þess að hringja í systur sína í vinnunni.Tíuþúsund manns sem sameinaðist á Austurvelli tókst að reka Geir frá störfum. Það þarf ekki nema fjöður til þess að stjaka við hinum almenna borgara en lyfta þarf björgum til þess að ýta spilltum stjórnmálamönnum af stalli.
Stefna til Strassborgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2012-04-30
Ólöglegar aðgerðir
Staðan er sú að þúsundir íbúða standa nú auðar á höfuðborgarsvæðinu. Því ætti bæði fasteignaverð og leiguverð að hafa hrunið miðað við markaðsaðstæður eða offramboð.
Þetta hefur þó ekki gerst. Hvers vegna? Vegna ýmissa ólöglegra aðgerða eftir því sem best verður séð. Samráð virðist vera milli fjármálafyrirtækja um að halda þessum eignum bæði af leigumarkaði og sölumarkaði. Þetta myndi í bókum einnhverra kallast markaðsmisnotkun.
Ríkið er gegnum íbúðalánasjóð þátttakandi í þessum leik.
Tapið af hruninu er með þessum hætti fært yfir á leigjendur og þá sem eru að kaupa í fyrsta skipti eða að stækka við sig í fasteign.
18% af ráðstöfunartekjum í húsnæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2012-04-30
Það sem skiptir máli í rústabjörgun
Ég sakna þess að sjá ekki umræðu um gjaldeyrishöftin sem grundvallast á þekkingu og skilningi á aðstæðum þjóðarbúsins. Miklir hagsmunir og stórir leikarar eru á þessu sviði þjóðmála. Mikið fjármagn, sumir segja um 1000 milljarðar bíða þess að komast úr landi og sumir kalla þetta óþolinmótt fé en aðrir snjóhengju. Eigendur jöklabréfa eru stórir leikendur á þessu sviði en lífeyrissjóðirnir hafa verið notaðir til þess að skera einhverja þeirra úr snörunni. Já, blessaðir lífeyrissjóðirnir eru mikils megnugir ef undan er skilið að þjóna eigendum sínum, þ.e. launþegum.
En hverjir eiga hið óþolinmóða fjármagn? Þetta er grundvallarspurning sem varðar það hverjum megi taka mark á sem tala fyrir afnámi gjaldeyrishafta eða einhliða upptöku gjaldmiðils. Það er ekkert leyndarmál að ríkisstjórnin hefur tekið um 1000 milljarða lán í erlendum gjaldmiðli sem geymdur er á bankareikningi að hluta eða öllu leyti í Bandaríkjunum. Þessi skuld ber háa vexti og vaxtamismunur er þungur baggi á ríkissjóði og grefur undan velferðarkerfinu.
Spilað með sparifé launþega
Fyrir hrun gerðu bankarnir framvirka gjaldeyrissamninga við lífeyrissjóðina. Í gegnum lífeyrissjóðina tóku launþegar á sig gengisáhættu og héldu uppi gengi krónunnar á sama tíma og eigendur bankanna voru að færa gjaldeyri út úr hagkerfinu til erlendra fjárfestinga. Við þetta má segja að myndast hafi gengisbóla. En bólurnar sem sprungu á Íslandi haustið 2008 voru margþættar.
Ef gjaldeyrishöftin væru afnumin í dag myndu eigendur óþolinmóða fjármagnsins sækja þá fjármuni sem ríkissjóður hefur tekið að láni í erlendum gjaldmiðli og koma þeim úr landi en það félli á skattgreiðendur að greiða höfuðstólinn sem er um 1000 milljarðar auk vaxtakostnaðar. Hin fámenna valdaelíta á Íslandi hefur komist upp með um langa hríð að grafa undan íslensku efnahagslífi með ítökum í sparifé landsmanna og með því að stjórnvöld hafa tryggt henni einokunarstöðu og skattaívilnanir sem leitt hefur til þess að fjármunir hafa sótt í þröngan farveg og í vasa hinna efnameiri. Staðan er þannig í dag að genginu er haldið uppi með gjaldeyrishöftum en raungengi krónunnar er töluvert lægra en hið skráða gengi og mun ekki rétta sig af á meðan óþolinmótt fé bíður átekta eða með öðrum orðum á meðan snjóhengjan vofir yfir þjóðarbúinu. Afnám gjaldeyrishafta myndi því þýða, miðað við núverandi stöðu þjóðarbúsins, gengishrun og óðaverðbólgu.
Að komast úr skuldabaslinu
Leið Íslands upp pittinum sem gerræðislegt atferli valdaelítunnar á fyrirhrunstímanum sökkti þjóðargbúinu í felur í sér að ná upp jákvæðum viðskiptajöfnuði. Til þess að ná upp jákvæðum viðskiptajöfnuði þurfa stjórnmálamenn að spyrja réttra spurninga og þora að standa með almenningi þegar það kemur að því að taka ákvarðanir.
Innflutningur á vöru og þjónustu og vextir af erlendum lánum er helsti bagginn á þjóðarbúinu hvað varðar viðskiptajöfnuð. Útflutningsgreinarnar eru helsta von þjóðarinnar um að afla megi gjaldeyris og greiða niður skuldir eða safna gjaldeyrisvaraforða. Sú staðreynd blasir við í dag að gjaldeyrsvarasjóðurinn er jafn tómur og hann var haustið 2008. Gjaldeyrisvarasjóðurinn er eins og heimili margra Íslendinga bara þykjustunnieign sem er í raun eign lánadrottna. Eins og yfirveðsettar fasteignir draga úr lífsgæðum einstaklinga dregur hann úr lífsgæðum þjóðarinnar.
Samkvæmt því sem fram hefur komið ættu útflutningsgreinarnar að vera helsti máttarstólpi þjóðarinnar í baráttunni við að koma jafnvægi á gjaldeyrismálin. Ríkisstjórnir hafa frá hruni keypt alls konar ráðgjafa til þess að bæta ímynd sína og ekki hafa þær séð í botninn á ríkissjóði þegar flokkarnir eru að skammta sjálfum sér fé í formi styrkja til stjórnmálaflokka.
Ég spyr því hvers vegna er ekki hægt að kaupa almennilega greiningu á því hvernig helstu útflutningsatvinnuvegir skila arði til þjóðarbúsins. Nú er ég ekki að tala um hreinar útflutningstekjur eins og tölur um þær hafa birst í fjölmiðlum en túlkunin á þessum tölum lyktar af áróðri. Heldur myndi ég vilja sjá vandaða úttekt á því hvað verður eftir í ferlinu frá auðlind til útflutnings í þjóðarbúinu vegna stóriðju og sjávarútvegs. Hversu stórt hlutfall verður eftir meðal almennings og hversu stórt hlutfall leitar úr landi og í vasa eigenda stóriðju og kvóta.
Það er hægt að velja tvær leiðir til þess að slá á skuldir þjóðarbúsins en þær eru annars vegar að selja erlendum aðilum auðlindir eða hins vegar að tryggja þjóðarbúinu arð af auðlindunum. Ef fyrri leiðin er valin þá erum við að láta afkomendurna borga fyrir gerræði valdaelítunnar með því að gerast leiguliðar í eigin landi. Seinni leiðin er siðferðilega sterkari en valdaelítan berst gegn henni vegna þess að hún vill ekki skila neinu. Hún vill selja landið og skuldsetja þjóðina til þess að komast frá borði með ránsfenginn.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur
Höfundur er félagi í SAMSTÖÐU, flokks lýðræðis og velferðar
Ráðstöfunartekjur rýrnuðu um 27% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2012-04-29
Kappræða fallins embættismanns
Það fer lítið fyrir reisn í máli Geirs Haarde. Geir tók glaður við leppunum eftir Davíð Oddson þegar þeir pössuðu honum ekki lengur. Hann tók líka að sér að þrífa upp skítinn eftir áratuga stjórnarsetu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Nú situr hann uppi með skítuga tuskuna og gerir hvað hann getur að fleygja henni framan í aðra.
Þetta er hinum að kenna, hinir gerðu þetta líka, allir vondir við mig og ég á þetta ekki skilið.
Vissulega tek ég undir það að Landsdómur er fornt fyrirkomulag en eigi að síður fyrirkomulag sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft tugi ára og völd til að breyta.
Það er löngu kominn tími til þess að skoða það ófremdarástand sem ríkir í stjórnarfari og stjórnsýslu og láta hina ábyrgu svara fyrir það.
Lömuð stjórnsýsla og lágkúrulegt alþingi er sköpunarverk þeirra sem hafa verið lengst við völd. Grafið hefur verið viðstöðulaust undan velferðarkerfinu. Fjölmiðlar eru mun fremur áróðursmaskínur en fréttamiðlar eða vettvangur gagnrýninnar umræðu.
Hverju er þetta að kenna. Afleitri löggjöf og vondri landsstjórn um áratugi.
Það var reitt hátt til höggs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2012-04-28
Talað til auðtrúa almúgans
Framsóknarflokkurinn er sá flokkur sem valdið hefur þjóðinni meiri skaða en nokkur annar flokkur miðað við stærð.
Fjárglæframenn hafa sífellt lagt undir sig forystu í flokknum með skelfilegum afleiðingum.
Fréttir fóru af því eftir hrun að byggingarverktakar hefðu verið gjöfulir við stjórnmálamenn bæði hjá borg og ríki. Ráðherrar í tíð Framsóknar voru líka góðir við verktakana og hækkuðu fasteignamatið ólöglega til þess að auka veðhæfni eigna og skapa grundvöll fyrir hækkun fasteignaverðs. Þar sem fasteignamatið er álagningagrunnur í skattaútreikningum má ekki hækka það nema fyrir því sé sérstök heimild í lögum. En aukin veðhæfni fasteigna var grundvöllur fyrir fasteignabólunni.
Framsóknarmenn tóku þá stefnu eftir hrun að selja auðlindir til þess að tryggja auðmannaklíkunni að komast frá borði með ránsfeng. Óskar Bergsson var sendur inn í Borgarstjórn til þess að reita það sem eftir var að HS orku í erlenda fjárfesta. Ekki hefur heyrst eitt orð um það frá Framsóknarflokknum að tryggja það að arður af auðlindunum skili sér til þjóðarbúsins enda hentar það ekki plútókrötunum.
Það er hægt að velja tvær leiðir til þess að slá á skuldir þjóðarbúsins en þær eru annars vegar að selja erlendum aðilum auðlindir eða hins vegar að tryggja þjóðarbúinu arð af auðlindunum. Ef fyrri leiðin er valin þá erum við að láta afkomendurna borga fyrir gerræði valdaelítunnar með því að gerast leiguliðar í eigin landi. Seinni leiðin er siðferðilega sterkari en valdaelítan berst gegn henni vegna þess að hún vill ekki skila neinu. Hún vill selja landið og skuldsetja þjóðina til þess að komast frá borði með ránsfenginn.
Framsóknarflokkurinn ber mikla ábyrgð á spilltri stjórnmálamenningu. Forysta hans hefur jafnan selt velferð almennings til þess að komast að gnægtaborðinu með Sjálfstæðisflokki.
það er nánast regla að menn sem taka að sér forystu í Framsókn hafa auðgast vel, á kvótakerfi, með einkavæðingu banka, með því að selja sjálfum sér einkarétt á þjónustu við ríkið (pabbi Sigmundar Davíðs), með því að afhenda einstaklingum úr sínum röðum rétt til skattheimtu (mælagjald til Finns Ingólfssonar) og svo má lengi telja.
Það er veikt að benda sérstaklega á núverandi valdhafa og kenna þeim um sundrungu því allur fjórflokkurinn hefur beitt orðræðu sundrungar í áróðri sínum og kappi um völd.
Íslendingum allir vegir færir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.4.2012 kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)