Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2012-04-25
Neyðaróp frá Grikklandi
Til þingmanna
Við undirrituð skorum á ykkur að sýna Grikkjum samkennd og setja saman þingsályktunartillögu um að Alþingi Íslendinga lýsi yfir stuðningi við grísku þjóðina sem líður fyrir aðför fjármálaaflanna.
Það er löngu orðið tímabært að þjóðþingin í Evrópu bregðist við neyðarhrópum grísks almennings; neyð þjóðar sem stafar af aðgerðum fjármálakerfisins. Ykkur til upplýsingar viljum við vísa í tvær góðar heimildir um aðdragandann og ástandið í Grikklandi:
1) Grein tónskáldsins Mikis Theodorakis The Truth about Greece þar sem hann rekur það sem máli skiptir til að skilja stöðu Grikkja í dag.
2) Heimildamynd blaðakonunnar Alexandra Pascalidou, Vad är det för fel på grekerna? (Hvaða vandamál hrjáir Grikki?) um síversnandi aðstæður almennings sem eru tilkomnar fyrir þær aðgerðir sem gripið hefur verið til af grískum stjórnvöldum að kröfu fjármálaaflanna.
Þögn þjóðþinga Evrópu sem hafa daufheyrst við neyðarhrópum grísks almennings er skammarleg. Þess vegna viljum við höfða til samkenndar ykkar þingmanna um að bregðast við kalli hans og leggja fram og samþykkja þingsályktunartillögu þar sem Alþingi Íslendinga fordæmir aðgerðir fjármálaaflanna gegn Grikkjum.
Undirskriftir:
Anna Ólafsdóttir Björnsson, tölvunarfræðingur
Árni Þór Þorgeirsson
Ásthildur Sveinsdóttir, þýðandi
Björk Sigurgeirsdóttir, ráðgjafi
Elín Oddgeirsdóttir
Elinborg Kristín Kristjánsdóttir, háskólanemi
Fanney Kristbjarnardóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur
Guðrún Skúladóttir, sjúkraliði
Gunnar Skúli Ármannsson, læknir
Helga Garðarsdóttir, ferðamálafræðingur
Helga Þórðardóttir, kennari
Héðinn Björnsson, jarðeðlisfræðingur
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur
Jón Jósef Bjarnason, ráðgjafi
Jón Þórisson
Rakel Sigurgeirsdóttir, íslenskukennari
Valdís Steinarsdóttir, skyndihjálparleiðbeinandi
Nýtt samdráttarskeið hafið í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2012-04-24
Dómurinn ekki hvítþvottur á Össuri
Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir bera ábyrgð á verkum hrunstjórnarinnar ekki síður en aðrir hrunstjórnarmeðlimir. Afleit vinnubrögð voru á ábyrgð þeirra allra og hafa lítið skánað eftir að þau tóku við taumunum. Drulluslagurnn heldur bara áfram.
Þótt ég sér mjög gagnrýnin út í Geir Haarde gerði ég honum greiða í dag.
Annars hef ég þetta um málflutning Geirs að segja:
Það fer um mig aumingjahrollur þegar ég hlusta á útskýringar fyrrverandi forsætisráðherrans Geirs Haarde á niðurstöðum Landsdóms og þýðingu dómsins. Geir Haarde sagði gjarnan í kjölfar hrunsins að við skildum ekki persónugera vandann. Í kjölfarið fylgdu stóryrði eins og nornaveiðar úr búðum hrunverja. Geir Haarde steig fram rjóður í vöngum í kjölfar landsdóms og viðhafði ýmis gífuryrði en það er einmitt þessi orðræða og tilfinningahiti sem ég ætla að gera að umfjöllunarefni í þessum pistli.
Ég ætla ekki að persónugera orðræðuna eða hugmyndafræðina því að ég tel að hún sé menningarbundin og Geir Haarde komi eingöngu fram sem tákngervingur þessarar orðræðu. Framganga þeirra sem keyrðu þjóðarbúið í þrot hefur einkennst af hroka frá hruni bankakerfisins haustið 2012. Þetta á ekki eingöngu við um stjórnmálamenn heldur einnig hina svokölluðu útrásarvíkinga og embættismenn sem brugðust skyldum sínum. Þetta á ekki eingöngu við Sjálfstæðismenn heldur einnig fólk úr öðrum flokkum sem var þátttakendur fyrir hrun og keyra jafnvel enn eftir sömu hugmyndafræði.
Helstu rök Geirs fyrir sakleysi sínu er að hinir hafi gert þetta líka. Málflutningur hans líkist málflutningi Bjarna Benediktssonar þegar þrengt er að honum varðandi Vafningsmálið. Athyglinni er beint frá efnislegum atriðum málsins og að einhverju sem hefur í raun litla þýðingu í málinu. Svör eins og var ég ekki búin að útskýra þetta? Menn verða pirraðir og reiðir og telja að sér vegið þegar þeir þurfa að útskýra athafnir sínar.
Vissulega segir Geir satt og rétt frá þegar hann útskýrir að fyrirrennarar hans hafi ekki virt stjórnarskrána. Það þýðir þó ekki að honum hafi ekki borið að gera það. Skýringar af þessu tagi eru lítilmannlegar hvort sem þær koma frá Geir eða einhverjum öðrum. Íslandi hefur verið í áratugi haldið í viðjum fornrar menningar sem gefur ríkjandi elítu lausan tauminn á meðan ofurkröfur eru gerðar til almúgans um heiðarleik og auðmýkt. Persónulega hef ég hafnað þessari menningu og oft fengið bágt fyrir.
Orðræða valdsins er lágkúra og ætti ekki að viðgangast í nútímasamfélagi. Andstæðingar í pólitík eru kallaðir ofstækisfólk eða hatursfullir einstaklingar. Geir telur þetta vera til merkis um að menn vilji breyta stjórnmálakúltúrnum. Málflutningur hans lýsir eindæma vanþroska og sjálfsmiðun þegar hann telur það vera pólitíkinni til hagsbóta að hafa getað unnið þvert á þingflokka og þetta er það sem Geir kallar vinsamlegan kúltúr. Hann nefnir ekki hvort að stjórnmálamenn hafi getað unnið í sátt við þjóðina. En áratuga leynimakk, svik við þjóðina og kúltúr sem einkennist af því að stjórnmálamenn hafa skorið hvern annan niður úr snörunni hefur leitt til sundrungar og ófriðar meðal þjóðarinnar. Það virðist vera aukaatriði í huga ráðherrans sem leggur mikið upp úr samtryggingunni. Hann vonar að stjórnmálin á Íslandi breytist ekki. Verði áfram þægileg fyrir stjórnmálamenn.
Háværar kröfur hafa verið frá almenningi og ekki síst þeim sem hafa mikla þekkingu um fagleg vinnubrögð í stjórnsýslu og stjórnarfari. Geir telur það hins vegar sér til framdráttar að hann hafi fylgt venjum sem tíðkast hafa hér í áratugi eins og hann orðar það. Hann virðist einnig telja að foringjaræði og flokksræði dragi úr sekt hans en slíkt stjórnarfar er ekki stutt af stjórnarskrá. Stjórnarskrá Íslands er mjög gömul en ákvæði hennar gera eigi að síður ráð fyrir nútímalegri vinnubrögðum en þeim sem ráðherrar hafa viðhaft á þessari öld.
Íslenskri stjórnsýslu skortir aga og fagleg vinnubrögð. Stjórnmálamenn hafa komið sér frá því að svara fyrir verk sín með því að viðhafa vinnubrögð sem einkennast af ógagnsæi, skorti á formfestu og kæruleysi. Stjórnarskráin hefur verið dregin í svaðið af stjórnmálamönnum auk þess sem önnur lög, s.s. stjórnsýslu- og jafnréttislög eru einatt brotin. Menn sem gengt hafa æðstu embættum og einnig þeir sem gegna slíkum embættum í dag eru svo samdauna spillingunni að þeir tala um hana fyrir opnum dyrum eins og hún sé hluti af eðlilegu stjórnarfari. Ég gerði mér ljóst strax árið 2009 að litlar framfarir yrðu á sviði stjórnarfars og stjórnsýslu þegar menn og konur sem sjá ekki út úr menningarkima spilltra stjórnmála settust í ráðherrastóla.
Það er einkar dapurlegt að horfa upp á vanþroska stjórnmálamanna sem nota aðferðir ungra barna í baráttunni við að hvítþvo sjálfa sig. Þeir uppnefna andstæðinganna og gera kröfur til þeirra sem þeir eru alls ekki tilbúnir til þess að beygja sig undir sjálfir. Tilhugsunin um að menn sem virðast hafa staðnað í tilfinninga- og félagsþroska ungir að aldri skuli vera fengin völd til þess að stjórna landinu er skelfileg enda er samfélagið sviðin jörð.
Hefði átt að biðja um fundarhlé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2012-04-24
Varnir Geirs
Það fer um mig aumingjahrollur þegar ég hlusta á útskýringar fyrrverandi forsætisráðherrans Geirs Haarde á niðurstöðum Landsdóms og þýðingu dómsins. Geir Haarde sagði gjarnan í kjölfar hrunsins að við skildum ekki persónugera vandann. Í kjölfarið fylgdu stóryrði eins og nornaveiðar úr búðum hrunverja. Geir Haarde steig fram rjóður í vöngum í kjölfar landsdóms og viðhafði ýmis gífuryrði en það er einmitt þessi orðræða og tilfinningahiti sem ég ætla að gera að umfjöllunarefni í þessum pistli.
Ég ætla ekki að persónugera orðræðuna eða hugmyndafræðina því að ég tel að hún sé menningarbundin og Geir Haarde komi eingöngu fram sem tákngervingur þessarar orðræðu. Framganga þeirra sem keyrðu þjóðarbúið í þrot hefur einkennst af hroka frá hruni bankakerfisins haustið 2012. Þetta á ekki eingöngu við um stjórnmálamenn heldur einnig hina svokölluðu útrásarvíkinga og embættismenn sem brugðust skyldum sínum. Þetta á ekki eingöngu við Sjálfstæðismenn heldur einnig fólk úr öðrum flokkum sem var þátttakendur fyrir hrun og keyra jafnvel enn eftir sömu hugmyndafræði.
Helstu rök Geirs fyrir sakleysi sínu er að hinir hafi gert þetta líka. Málflutningur hans líkist málflutningi Bjarna Benediktssonar þegar þrengt er að honum varðandi Vafningsmálið. Athyglinni er beint frá efnislegum atriðum málsins og að einhverju sem hefur í raun litla þýðingu í málinu. Svör eins og var ég ekki búin að útskýra þetta? Menn verða pirraðir og reiðir og telja að sér vegið þegar þeir þurfa að útskýra athafnir sínar.
Vissulega segir Geir satt og rétt frá þegar hann útskýrir að fyrirrennarar hans hafi ekki virt stjórnarskrána. Það þýðir þó ekki að honum hafi ekki borið að gera það. Skýringar af þessu tagi eru lítilmannlegar hvort sem þær koma frá Geir eða einhverjum öðrum. Íslandi hefur verið í áratugi haldið í viðjum fornrar menningar sem gefur ríkjandi elítu lausan tauminn á meðan ofurkröfur eru gerðar til almúgans um heiðarleik og auðmýkt. Persónulega hef ég hafnað þessari menningu og oft fengið bágt fyrir.
Orðræða valdsins er lágkúra og ætti ekki að viðgangast í nútímasamfélagi. Andstæðingar í pólitík eru kallaðir ofstækisfólk eða hatursfullir einstaklingar. Geir telur þetta vera til merkis um að menn vilji breyta stjórnmálakúltúrnum. Málflutningur hans lýsir eindæma vanþroska og sjálfsmiðun þegar hann telur það vera pólitíkinni til hagsbóta að hafa getað unnið þvert á þingflokka og þetta er það sem Geir kallar vinsamlegan kúltúr. Hann nefnir ekki hvort að stjórnmálamenn hafi getað unnið í sátt við þjóðina. En áratuga leynimakk, svik við þjóðina og kúltúr sem einkennist af því að stjórnmálamenn hafa skorið hvern annan niður úr snörunni hefur leitt til sundrungar og ófriðar meðal þjóðarinnar. Það virðist vera aukaatriði í huga ráðherrans sem leggur mikið upp úr samtryggingunni. Hann vonar að stjórnmálin á Íslandi breytist ekki. Verði áfram þægileg fyrir stjórnmálamenn.
Háværar kröfur hafa verið frá almenningi og ekki síst þeim sem hafa mikla þekkingu um fagleg vinnubrögð í stjórnsýslu og stjórnarfari. Geir telur það hins vegar sér til framdráttar að hann hafi fylgt venjum sem tíðkast hafa hér í áratugi eins og hann orðar það. Hann virðist einnig telja að foringjaræði og flokksræði dragi úr sekt hans en slíkt stjórnarfar er ekki stutt af stjórnarskrá. Stjórnarskrá Íslands er mjög gömul en ákvæði hennar gera eigi að síður ráð fyrir nútímalegri vinnubrögðum en þeim sem ráðherrar hafa viðhaft á þessari öld.
Íslenskri stjórnsýslu skortir aga og fagleg vinnubrögð. Stjórnmálamenn hafa komið sér frá því að svara fyrir verk sín með því að viðhafa vinnubrögð sem einkennast af ógagnsæi, skorti á formfestu og kæruleysi. Stjórnarskráin hefur verið dregin í svaðið af stjórnmálamönnum auk þess sem önnur lög, s.s. stjórnsýslu- og jafnréttislög eru einatt brotin. Menn sem gengt hafa æðstu embættum og einnig þeir sem gegna slíkum embættum í dag eru svo samdauna spillingunni að þeir tala um hana fyrir opnum dyrum eins og hún sé hluti af eðlilegu stjórnarfari. Ég gerði mér ljóst strax árið 2009 að litlar framfarir yrðu á sviði stjórnarfars og stjórnsýslu þegar menn og konur sem sjá ekki út úr menningarkima spilltra stjórnmála settust í ráðherrastóla.
Það er einkar dapurlegt að horfa upp á vanþroska stjórnmálamanna sem nota aðferðir ungra barna í baráttunni við að hvítþvo sjálfa sig. Þeir uppnefna andstæðinganna og gera kröfur til þeirra sem þeir eru alls ekki tilbúnir til þess að beygja sig undir sjálfir. Tilhugsunin um að menn sem virðast hafa staðnað í tilfinninga- og félagsþroska ungir að aldri skuli vera fengin völd til þess að stjórna landinu er skelfileg enda er samfélagið sviðin jörð.
Það var á brattann að sækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2012-04-23
Væri ekki nær að þakka skattgreiðendum
Bein útsending frá Landsdómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2012-04-23
Klikkaðir karlar á ferð einu sinni enn
Bóluhagkerfið lætur ekki að sér hæða. Virkja hverja sprænu fyrir erlenda fjárfesta sem taka arðinn úr landi. Hinn dæmigerði Homo Sapiens á ferðinni og hyggur gott til glóðarinnar en:
Eins og Indriði Þorláksson hefur bent á:
Fræðilegu mati á efnahagslegri þýðingu stóriðju virðist ekki hafi verið gefinn mikill gaumur við hér á landi. Þótt sérfræðingar hafi lagt fram upplýsingar af þessum toga hafa þær drukknað í þeirri sannfæring að eina leiðin til að nýta orkuauðlindir landins sé að byggja upp erlenda stóriðju. Hagur af orkusölu og stóriðju væri sjálfgefinn m. a. í formi atvinnubótar. Trú á ágæti stóriðju og orkusölu til hennar virðist einnig hafi leitt til síaukinnar eftirgjafar gagnvart hinum erlendu fjárfestum bæði hvað varðar orkuverð og tekjur af iðjuverum. Hefur verið bent á með góðum rökum að arðsemi virkjana til til stóriðju sé lág og hafi farið lækkandi. Eins má gera því skóna að hagur landsins af stóriðjurekstri erlendra aðila sé lítill og hafi farið minnkandi á síðustu árum.
127 milljarða fjárfesting í kísil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það hefur verið nánast ógnvekjandi undanfarna áratugi að horfa á fólk sem fylgir villukenningum stjórna landinu. Mögum kann að finnast þessi orð hörð en afleiðingarnar eru líka grafalvarlegar. Við erum að grafa undan framtíð barna okkar með slæmri meðferð á náttúruauðlinum og það það fylgir því engin aflausn að fylgja villukenningum og verja þær út í eitt.
Ég hef enga sérstaka andúð á einum stjórnmálaflokki umfram annan. Ég tel einfaldlega að allir stjórnmálaflokkar þ.e. hinir hefðbundnu hafi brugðist. Ekki vegna þess að þar sé vont fólk á ferð heldur einfaldlega vegna þess að það getur ekki látið af trú sinni á villukenningar.
Gunnar Tómasson sagði okkur frá brestum hagfræðikenninga sem farið hefur verið eftir frá 1970. Árið 2008 var mér hleypt inn í hópinn hans gang 8 sem fjallar mikið um bresti nútímahagfræði og hef því getað fylgst með umræðunni í þeim hópi.
Ég fylgi þeirri hugmynd Michael Hudson að fjármálakerfið sé í raun að kyrkja raunhagkerfið. Viðtalið við Kristínu Völu var líka mjög áhugavert. Við eigum auðvitað fyrst og fremst að passa upp á auðlindirnar okkar fyrir þá sem hafa treyst sér til þess að búa í landinu í aldir og fyrir þá sem búa í landinu núna og í framtíðinni.
Það að hleypa erlendum fjárfestum, auðjöðrum, stóriðju og auðhringjum inn í landið til þess að arðræna það eru svik við komandi kynslóðir. Tilgangurinn virðist vera sá einn að verja neyslusamfélagið og halda uppi mælikvörðum sem segja lítið um almenn lífsgæði í landinu.
Forsetinn: Maðurinn er ekki vél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
2012-04-21
Spjallið í samfélaginu
Ég var að lesa einhverja verstu bullgrein sem birst hefur í Fréttablaðinu fram að þessu. þar segir Þórður snær júlíusson:Við höfum afskrifað meira af skuldum heimila en nokkurt annað ríki.
Þórður færir ekki nokkur rök fyrir máli sínu t.d. með því að birta tölur sem styðja þessa fullyrðingu. það er margar fleiri fullyrðingar í þessari grein sem standast alls ekki skoðun.
Plútókratarnir sem settu þjóðarbúið á hausinn vilja gjarnan að við trúum því að hér sé allt í stakasta lagi eftir hrun. Menn rugla með hugtök eins og gagnrýni og neikvæðni. En þessi hugtök hafa gjörólíka merkingu. Hinir neikvæðu setja út á allt og eru almennt til leiðinda. Hinir gagnrýnu vilja hins vegar sjá rök og vilja opna og gagnsæa umræðu um vandamál samtíðarinnar og raunsæja skoðun á sögu og arfleifð.
Þöggun hefur aldrei leitt af sér gott og þjónar fremur forheimskun en framförum. Íslensk stjórnmál og íslenskir fjölmiðlar einkennast af innrætingu á meðvirkni. Í anda tvíhyggju er fólk flokkað og merkt og att gegn hvort öðru.
Fyrir hrun leiddi einn flokkur ríkisstjórnina svo að segja sleitulaust í tuttugu ár. Þessi flokkur þróaði stjórnarfarið úr nýfrjálshyggju og yfir í hreint auðræði (plutocracy) í lok tíunda áratugarins. Öfgafull stefna, kæruleysi og trú á áróðurtæki skildi eftir sig sviðna jörð árið 2008. Forysta sjálfstæðisflokksins ræðst gjarnan á núverandi ríkisstjórn fyrir seinagang og fyrir að geta ekki leyst vandamál. Vandamálin eru þó þess eðlis að gríðarlega erfitt er að taka á þeim miðað við viðskilnað árið 2009. Gerræðislegt kapphlaup var um byggingu íbúða í bæjarfélögum. Verst var ástandið í Kópavogi. Nú standa þúsundir íbúða auðar og eru í eigu fjármálafyrirtækja. Þetta þýðir í raun að íbúðir eru fyrir þessa aðila verðlausar. Ef þær eru settar á markað þá hrynur fasteignaverð og ásýnd bókhaldsins verður öllu verri.
Það má því segja að fjármálakerfið sé í nokkurri sjálfsheldu varðandi skuldavanda heimilanna. Ég tel að þetta sé ein ástæða þess að lyklafrumvarpið hafi ekki fengist samþykkt. Lyklafrumvarpið er góð lausn fyrir þá sem vilja byrja upp á nýtt með hreint borð. Þegar eigiðhlutfall er orðið neikvætt þá er þetta í raun eina raunhæfa lausnin fyrir heimilið.
Ég hef velt því fyrir mér hvers vegna sumir menn á Íslandi eru kallaðir sjálfstæðismenn á meðan aðrir menn eru bara kallaðir menn. Ég er t.d. ein þeirra sem vil bara vera maður en ekki einhverskonar annarskonar maður. Ég tel það vera mjög íþyngjandi að fá ekki að vera bara maður því að vera sjálfstæðismaður fylgja ýmsar kvaðir. Maður má helst ekki hafa sjálfstæða skoðun en það skítur skökku við það að kalla þessa tegund manna sjálfstæðismenn. Það er mjög frelsandi að vita til þess að menn eru ekki skikkaðir með lögum til þess að vera sjálfstæðismenn. Mönnum hefur þó gjarnan verið refsað fyrir óhollustu í þeim kima stjórnmálamenningar.
Skuldamál heimila í biðstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.4.2012 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2012-04-20
FJÁRMÁLAKERFIÐ AÐ GERA ÚT AF VIÐ ALMENNING
Ákveðin atriði sem varða samfélagið og skoðanir okkar á því hvernig við viljum að samfélag okkar virki félagslega, fjárhagslega og menningarlega eru ofar í hugum fólks en önnur. Við viljum að sátt sé um sanngirni og réttlæti í samfélaginu og við viljum ekki að eymd blasi við okkur á götum borgarinnar. Kannanir sýna að íslenskur almenningur hafi djúpa réttlætiskennd og láti sig varða náungann jafnvel þótt að einstaklingshyggjan sé ríkur þáttur í menningu okkar. Um 90% landsmanna vill að tækifæri manna séu jöfn og að bilið á milli ríkra og fátæka sé hvorki breitt né djúpt.
Jafnvel þótt að vilji manna um réttlæti sé svo ríkjandi meðal almennings veita stjórnmálamenn þessum vilja litla svörum. Þau kerfi sem stjórnmálamenn, þ.e. fulltrúar almennings móta ala á óréttlæti og spillingu. Í aðdraganda kosninga og í upphafi hvers nýs kjörtímabils eru kjósendur hafðir af fíflum. Dæmi um þetta eru að loforð, um að leggja niður kúlulánabastarðinn sem menn í daglegu tali kalla verðtryggingu og færa kerfisbundið eignir frá ungum fjölskyldum inn í fjármálakerfið, eru jafnharðan svikin.
Samþjöppun valds og eignatilfærslur frá fjöldanum og til fárra hefur einkennt samfélagsþróun á Íslandi síðastliðin tuttugu ár. Sjálfstæðisflokkurinn notaði skattakerfið til þess að auka mismunun ráðstöfunartekna í valdatíð sinni. Láglauna- og millitekju fólk var skattpínt en skattakröfum aflétt af hálaunafólki, fyrirtækjum, fjármagnseigendum og erlendum fjárfestum. Sparnaður almennings var færður í hendur örfárra fyrirtækja sem töpuðu hundruðum milljarða af fjármunum sem launþegar höfðu lagt til hliðar.
Hvernig kemst valdaelítan á Íslandi upp með að haga sér svona gagnvart almenningi? Ég tel að skýringu á þessu megi m.a. finna í misnotkun á tungumálinu okkar, slægum hugtakaskilningi landsmanna og hræðslu sem er orðin samdauna menningu okkar. Ég hef undanfarið verið að skoða skilning landsmanna á hugtakinu HÆGRI/VINSTRI. Þetta hugtak er hugtak sundrungar rétt eins og hugtakið SAMEININGAETÁKN sem notuð eru til þöggunar og til þess að berja almúgann til hlýðni.
Fyrrum forsetar og núverandi forseti, fram að hruni, brugðust þeim skyldum sem mælt er fyrir í stjórnarskrá lýðveldisins þegar þeir beigðu sig undir að vera SAMEININGARTÁKN í stað þess að standa vörð um velferð þjóðarinnar. Orðið SAMEININGARTÁKN sem kemur hvergi fyrir í lögum né heldur stjórnarskrá. Í skjóli þessa orðs hefur ríkisvaldið þurrkað úr aðkomu almennings að umdeildum málum og keyrt í gegn mál sem hafa dregið úr frelsi og lífsgæðum almennings.
Styrmir Gunnarsson skrifar nýlega pistil sem var birtur í Mogganum um sundrungu á VINSTRIvæng. Kannanir hafa sýnt að kjósendur hafa lítinn samræmdan skilning á VINSTRI/HÆGRI hugtakinu. VINSTRI þýðir samkvæmt ríkjandi skilgreiningu fræðimanna að viðkomandi vilji breytingar í þágu aukins lýðræðis og félagslegra og réttarfarslegra framfara. HÆGRI er hinsvegar skilgreint þannig að menn vilji standa vörð um hefðbundin kerfi og menningargildi. Menningargildi fortíðar fela í sér vistabönd og almúga sem bugtar sig og beygir fyrir hreppstjórnanum og prestinum. Sögur úr fortíðinni segja okkur frá einokun, kúgun og fátækt.
Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa raðað sér á skalann VINSTRI/HÆGRI en allir stjórnmálaflokkar sem hafa verið við völd á Íslandi hafa í raun verið HÆGRA megin. Þetta birtist í tregðu til samfélagslegra framfara. Það má því segja að pistill Styrmis missi marks. Sundrungsframboð hafa myndast bæðir frá sjálfstæðisflokki og framsóknarflokki undanfarið en þetta eru HÆGRI GRÆN og BETRI FRAMTÍÐ Guðmunds Steingrímssonar. Sundrungin er alls ekki á VINSTRI væng stjórnmála heldur er almenn sundrung í hinum pólitíksa ranni. Í íslenskri stjórnmálamenningu er þægð við foringjanna skýlaus krafa og því ná einstaklingar engum áhrifum nema að stofna nýjan stjórnmálaflokk.
Nú mætti kannski segja að það þurfi ekki að tíunda hvers vegna sjálfstæðisflokkurinn brást en það er hins vegar svo að fólk virðist hafa takmarkaðan skilning á ábyrgð sjálfstæðismanna á skuldavanda heimilanna, atvinnuleysi og ónýtri krónu. Ég ætla því að minna á það hér. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN setti þjóðarbúið á hausinn. Þetta gerði sjálfstæðisflokkurinn með langvarandi og markvissu arðráni, með því að grafa undan lýðræðisstoðum samfélagsins og með því að lögleiða glæpi og ala á spillingu. Sjálfstæðisflokkurinn gróf markvisst undan stoðum réttarríkisins með klíkuráðningum í hæstarétt og með því að færa löggjafarvaldið til stærstu fyrirtækjanna í landinu en Viðskiptaráð hefur skýrt frá því að 90% af tilmælum þeirra til ríkisstjórnar sjálfstæðisflokksins voru samþykkt.
Völdin voru færð til fámennrar fjármálaelítu sem á stærstu fyrirtækin í landinu og tekin frá almenningi. Hvernig skýrum við þá afhroð VG og Samfylkingar í skoðanakönnunum undanfarið? Vill fólk ekki félagshyggju? Jú, jú fólkið vill félagshyggju en stjórnarflokkarnir hafa brugðist fólkinu í því að snúa ofan af gjörðum Sjálfstæðisflokksins. Kerfin sem Sjálfstæðisflokkurinn bjó til til þess að draga úr lífsgæðum almennings eru enn til staðar og ekki hefur verið tjaslað upp á kerfi sem styðja fólkið en Sjálfstæðismenn eyðilögðu.
Ný stjórnarskrá er að mörgu leiti misheppnuð. T.d. vantar í hana ákvæði um að breytingar á henni verði ekki samþykktar nema með beinni aðkomu kjósenda. Það er lítið í henni sem stemmir stigu við siðrofi og spillingu. Það er ekkert í henni sem í raun tryggir landsmönnum yfirráð yfir auðlindum og vald yfir eignum sínum, sbr. Lífeyrissparnaði. Landið er galopið fyrir innrás erlendra fjárfesta og arðráni valdaelítunar.
Almenningur skynjar þýlyndi stjórnvalda við kapítalismann og sniðgöngu við félagshyggju og stjórnarfarsumbætur og þetta veldur reiði. Notkun hugtaka eins og norræna velferðarmódelið um íslenskt stjórnarfar verður í besta falli hlægilegt í munni stjórnmálamanna. Ástandið væri þó verra í höndum sjálfstæðimanna. Mannlíf í landinu markast ekki eingöngu af mælikvörðum eins og landsframleiðslu og hagvexti. Inni í mælingum á landsframleiðslu á Íslandi eru t.d. hráefni sem er flutt til landsins og út úr því aftur en stórum hluta arðsins er skilað í formi vaxtagreiðslna til erlendra móðurfélaga. Þetta á við um stóriðjuna á Íslandi. Útstreymi fjármagns í þessu formi dregur úr verðmætum krónunnar og veldur því að stóriðjan skilar minni sköttum en ella. Stóriðjan er ekki mannfrekur iðnaður og stefna sjálfstæðisflokksins er ekki atvinnuskapandi til lengri tíma heldur fyrst og fremst bólumyndandi.
Vandamálin sem sjálfstæðisflokkurinn skapaði eru viðvarandi. Þúsundir fasteigna standa auðar og ef þær eru settar á markað hrynur fasteignaverð. Ólöglegar aðgerðir s.s. samráð um markaðsmisnotkun af hálfu markaðsráðandi fyrirtækja sum hver í eigu ríkis og almennings halda uppi fasteignaverði á íslandi. Umræða um upptöku erlends gjaldmiðils og afnám gjaldeyrishafta er í raun bara vangaveltur vegna þess að raunverulegur gjaldeyrisvaraforði er enginn heldur er ásýnd um hann sköpuð með þúsund milljarða erlendum lántökum sem kosta skattgreiðendur tugi milljarða á ári og viðheldur því raunvandamálum varðandi gjaldeyrisvaraforða. Þetta er afleiðing af verkum sjálfstæðisflokksins og vondum ákvörðunum núverandi valdhafa.
Grundvallarvandamál í Íslensku samfélagi eru sköpunarverk sjálfstæðisflokksins en núverandi ríkisstjórn hefur eigi að síður brugðist. Hún hefur hreint ekki verið það félagshyggju- og umbótaafl sem vonir stóðu til. Rotnar stoðir velferðarsamfélagsins eru enn rotnar. Jafnvel þótt umbætur hafa verið gerðar í löggjöf um klám og vændi er þeim ekki fylgt eftir af framkvæmdarvaldinu. Jafnréttislöggjöfin er jafn hunsuð og hún hefur ávallt verið. Vinnuveitendur ráðskast enn með sparifé launafólks. Fjölskyldur eru enn að sligast undan kúlulánabastarðinum sem fjölskyldum er gert að taka á sig í séreignarstefnusamfélaginu. Klíku og bitlingasamfélagið lifir góðu lífi. Fjölmiðlaumfjöllun er rotin og forheimskandi. Ég hef persónulega reynslu af ritskoðun í Stalíniskum anda.
VINSTRI/HÆGRI hugtakið er stjórntæki valdablokkanna. Það er notað sem merkimiði á fólk og gefur í skyn að eingöngu séu til tvennskonar fólk, VINSTRIfólk og HÆGRIfólk. Tvíhyggja á borð við þessa gefur til kynna tvö stríðand öfl og dregur ekki bara úr samstöðu fólks í mikilvægum málefnum heldur dregur hún einnig úr gagnrýninni hugsun og skapar hindrun í skilningi fólks á samfélaginu. Í þægð við pólunarhugtök dreifist athyglin frá mikilvægum málefnum líðandi stundar.
Mikilvægasta úrlausnarviðfangsefni að bættu samfélagi er að laga umræðuna. Afstaða til málefna sem skapa átakalínur í samfélaginu dag er ekki afgerandi. Staðan í alþjóðasamfélaginu er flókin. Fjármálakerfið er farið úr böndunum og fjölskyldur, minni og meðalstór fyrirtæki ásamt launþegum hafa beðið afhroð í þeirri menningu sem hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar hefur mótað.
Nýfrjálshyggjan hefur alls ekki skapað almennt frelsi heldur hefur hún þvert á móti með samþjöppun valds skapað ánauð og frelsisskerðingu fjöldans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan áhuga á því að skapa almennt atvinnufrelsi með því að bæta starfsumhverfi minni og meðalstórra fyrirtækja. Þvert á móti þá hefur sjálfstæðisflokkurinn mótað umhverfi sem drepur niður rétt almennings til atvinnusköpunar og stuðlar að einokun markaðsráðandi fyrirtækja.
Landamæri á milli landa hafa orðið sífellt óljósari í heimi glóbalismans en önnur landamæri hafa tekið á sig skýrari mynd. Þetta eru landamærin á milli öreiganna og arðránssamfélagsins. Þessi heimsmynd er ný útgáfa af kúgunarsamfélagi miðalda. Nornarveiðarnar fara fram í formi útskúfunar og misnotkunar. Þeir sem eru óþægir gagnvart ríkjandi viðmiðum nýfrjálshyggjunar fá á sig nornarstimpilinn sem kirkjan útdeildi forðum en fjölmiðlar sjá um að merkja fólk með í nútímasamfélaginu. Fjölmiðlar sem eru á valdi hinnar fámennu valdaelítu.
Verkefni samtímans er að koma valdinu til fólksins. Á Íslandi þýðir þetta að útrýma þarf kúlulánabastarðinum, að tryggja þarf frelsi til athafna í helstu atvinnugreinum, að tryggja yfirráð launþega yfir sparifé sínu og að búa til umhverfi sem tryggir almenna atvinnusköpun á forsendum fólksins en útrýma því að arðránssjónarmið stóriðju, LÍÚ og fjármálakerfisins stjórni hegðun stjórnmálamanna.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur
Undirrituð er félagi í SAMSTÖÐU, flokks lýðræðis og velferðar
Skuldir heimila aukast stöðugt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Styrmir tekur einn miða sem merktur er VINSTRI og hengir á alla flokka aðra en sjálfstæðisflokkin og kallar þá svo sundraða. Þetta eru ein af verri forheimskunarskrifum sem ég hef séð og karlinum til lítils sóma. Í pistlinum reynir Styrmir ekki á nokkurn hátt að útskýra hvað hann á við með VINSTRI. Hann reynir heldur ekki að útskýra hvaða forsendur hann hefur fyrir því að kalla þessa flokka til VINSTRI.
Algeng skilgreining á VINSTRI er að VINSTRIhugsjónin feli í sér vilja til breytinga. Vilji lýðræðisþróun ekki bara á sviði efnahags heldur einnig félagslegar og réttafarslegar framfarir.
HÆGRI er gjarnan skilgreint sem vilja til þess að viðhalda gömlu kerfi og menningargildum þar sem almúgurinn bugtar sig og beygir fyrir hreppstjórnanum og prestinum.
Kannanir hafa sýnt að 90% íslendinga aðhyllast jöfnuð en sjálfstæðisflokkurinn notaði skattkerfið til þess að auka ójörfnuð á valdatíð sinni. Rannsóknir Stefáns Ólafssonar hafa sýnt að aukning í svokölluðum 90/10 mismuni var 16.1% fyrir skatta en 39,4% eftir skatta. Skattkerfið var notað til þess að auka mismunun ráðstöfunartekna. Auk þess sem skattpíning á millistéttar og láglaunafólki var stefna sjálfstæðiflokksins var skerðing á atvinnufrelsi, höft og einokun ofarlega á dagskrá flokksins.
Hvernig komst sjálfstæðisflokkurinn upp með að vega svona að almenningi, ekki bara að vinstri sinnuðum almenningi heldur einnig sínum fylgjendum. Jú með því að búa til áróðurstæki á við þau sem Styrmir framleiðir í þessum pistli. Forheimskandi kjaftæði á borð við það sem Styrmir býður upp á nær hjarta hins þrælslundaða fylgjanda.
Auk sjálfstæðisflokksins eru sex flokkar. Með tilliti til VINSTRI/HÆGRI er afstaða þessara flokka mismunandi. Sjálfstæðisflokkurinn er hluti sundrungar á pólitíska sviðinu og er alls ekki eini valkosturinn við VINSTRI. Hver og einn flokkanna hefur eitthvað til að bera sem aðgreinir hann frá öðrum flokkum en það sem aðgreinir helst sjálfstæðisflokkin eru svik hans við almenning, þjónkun hans við auðræðið og atlögur hans gegn lýðræðinu.
Sjö kvíslir vinstrimanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Úr stjórnun í skattlagningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |