2009-10-27
Skilja þeir sjálfan sig?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2009-10-27
Ummæli James Galbraith um stöðu Íslands
Gunnar Tómasson sendi alþingismönnum eftirfarandi bréf:
Ágætu alþingismenn.
Í fyrradag spurði ég James Galbraith, einn virtasta hagfræðing Bandaríkjanna, um álit hans á því mati AGS (sjá IMF Survey 21. október sl.) að erlend skuldsetning Íslands að jafngildi 310% af vergri landsframleiðslu væri þjóðarbúinu ekki ofviða.
Galbraith svaraði um hæl (í minni þýðingu; enskur texti að neðan):
Það segir sig sjálft: það er fáránlegt að ímynda sér að Ísland eða eitthvað annað land geti tekið á sig gjaldeyrisskuldir sem jafngilda 300 eða 400 prósent af vergri landsframleiðslu (VLF) og forðast greiðsluþrot. Ef skuldir væru 400 prósent og vextir aðeins þrjú prósent þyrfti afgangur á viðskiptajöfnuði og hliðstæður samdráttur innlendrar neyzlu að vera 12 prósent af VLF án nokkurrar greiðslu af höfuðstól. En auðvitað myndi enginn vilja eiga lágvaxta íslenzk skuldabréf vegna áhættunnar á vanskilum.
Ef stjórnvöld reyndu að axla slíka skuldabyrði myndu vinnufærir einstaklingar flytja af landi brott. Útkoman yrði lýðfræðileg eyðilegging Íslands að viðbættu greiðsluþroti. Staðan er því ekki síður alvarleg en sú sem kom upp vegna stríðsskaðabóta í Versalasamningnum eða Morgenthau áætluninni fyrir Þýzkaland 1945. Samningurinn leiddi til óðaverðbólgu en áætlunin var ekki lögð til hliðar fyrr en ljóst varð að hún myndi leiða til brottflutnings eða útrýmingar mikils hluta þjóðarinnar sem lifði af stríðið.
Eins er það augljós skrípaleikur að leggja slíka skuldabyrði á litla þjóð, fyrst með svikum og síðan með hótunum.
Eins og málum er háttað er það siðferðileg skylda Íslands gagnvart alþjóðasamfélaginu að sækja svikahrappana til saka eftir því sem landslög leyfa. Hitt er fyrir stjórnvöld erlendra ríkja, sem brugðust skyldum sínum við bankaeftirlit, að ákveða hvernig deila skuli tapinu sem af því hlaust milli reikningshafa og skattborgara sinna.
Þér er heimilt að koma þessum skoðunum mínum á framfæri við aðra.
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur
***
To state the obvious: the idea that Iceland or any country could increase its debt in foreign currency to 300 or 400 percent of GDP and avoid default is preposterous on its face. At 400 percent, an interest rate of just three percent implies a required trade surplus of 12 percent of GDP, and a comparable reduction of domestic living standards -- even if the principal is never repaid. But of course with the default risk no one is going to hold Icelandic notes for so little.
If a policy of payment is attempted, anyone with the capacity to work will necessarily emigrate. The result can only be the demographic destruction of the country, and default anyway. The situation is, in this respect, not less grave than the reparations demanded under the Versailles Treaty or the Morgenthau Plan for Germany in 1945. The former produced hyperinflation, and the latter was stopped only when it was realized that to implement it would require the emigration or extermination of a large part of the surviving population.
Equally needless to say, the imposition, initially by fraud and later by intimidation, of a debt burden of this kind on a small country is grotesque.
Iceland's moral obligation to the international community at this stage should consist of bringing the perpetrators to justice, insofar as they can be reached by national law. The losses that will fall on foreign depositors cannot be avoided. It is therefore up to the governments of those other countries, having failed in their duties of bank supervision, to decide how to allocate those losses as between depositors and taxpayers in those places.
Please feel free to share these views at your discretion.
With my regards,
James Galbraith
![]() |
Mikil réttaróvissa í evrópsku regluverki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2009-10-27
Úlfasamfélagið
Hvert samfélag hefur tiltekið skipulag sem skapar grundvöll lífsskilyrða fyrir meðlimi þess.
Samfélag úlfa hefur tiltekna uppbyggingu sem úlfar þekkja. Í hjörð úlfa er forystuúlfur, skipulagið er valdskipt og gefur einstaklingum í hjörðinni mismunandi skyldur og mismunandi réttindi. Þeir sem eru á botninum í valdapíramídanum fá leifarnar sem verða eftir þegar að aðrir eru búnir að fá nægju sína en það getur stundum verið ekki neitt. Þeir eru samt tiltölulega sáttir við hlutskipti sitt vegna þess að þeir eru í hlutverki sem þeir þekkja og fara eftir reglum sem þeir þekkja. Ef þeir skorast undan eru þeir tuktaðir til. Í úlfahjörðinni kemur öðru hvoru upp sú staða að gamall, lúinn eða skaddaður foringi verður fyrir áhlaupi af yngra eða sterkara foringjaefni. Þá hefst barátta um forystuna.
Í íslensku samfélagi hefur þróast skipulag sem líkja má við skipulag úlfahjarðar. Vissulega er barist um forystuhlutverkið innan fjórflokksins en restin af úlfahjörðinni fylgist óróleg með að undanskildum fáeinum óróaseggjum sem vilja riðla skipulaginu en eru jafnan tuktaðir til. Það má nefnilega ekki riðla skipulaginu. Hjarðhegðuninni verður að halda við lýði vegna þess að hún tryggir fámennum hóp yfirburði og bestu bitanna.
Íslenska samfélagið skal lúta áfram lögmálum úlfahjarðar og þeir sem krefjast þess að þessu valdskipulagi sé riðlað og stefnt sé að siðmenningu eru beittir óvönduðum meðölum. Rógburður og uppnefningar eru vinsælt vopn meðal þeirra sem reyna að halda hjörðinni í skefjum á meðan foringjarnir berjast. Markmiðið er að halda þeim utan vígvallarins en hluti hans eru fjölmiðlar.
![]() |
Hafna norrænu sambandsríki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2009-10-27
Í kaffi hjá Rozwadowski
Ég hef komist að því að tengsl eru á milli mín og Vilhjálms Egilssonar. Vilhjálmur er í vinfengi við stóriðjuna og vill gjarnan að ég láni peninga til virkjunarframkvæmda í gegn um lífeyrissjóðinn minn. Ég er nú ekki hrifin af þessari hugmynd og vil gjarnan að peningarnir mínir séu notaðir í annað. Ég vil frekar að auðlindirnar fari að færa okkur sauðsvörtum almúganum rentu og bæti þannig lífskilyrði okkar.
Ég var dálítið forvitin um tilgang Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á Íslandi og skrapp því í kaffi til Rozwadowski sem tók vel á móti mér. Reyndar var hann ekkert ánægður í fyrstu þegar hann áttaði sig á því hvað ég er forvitinn en gaf síðan eftir og sagði mér heilmargt þótt hann hafi neitað að svara sumu og platað mig stundum.
Ég frétti að allir forstjórar álveranna hefðu svo farið í kaffi til Rozwadowski í dag. Ég held að þeir hafi ekki verið þar af forvitni eins og ég. Ég held frekar að þeir hafi verið að reyna að fá vin minn Rozwadowski til þess að segja ríkisstjórninni að vera ekkert að skattleggja stóriðjuna.
![]() |
Hafa ekkert nálgast niðurstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Forkálfar ASÍ og SA líta svo á að þeir standi með pálmann í höndunum. Með lúkurnar af hálfu ofan í sparifé landsmanna og aðilar að launalækkunarsáttmála ríkisstjórnarinnar nýta þeir stöðu sína til þess að ná völdum af ríkisstjórninni.
Þeir virðast ganga erinda erlendra auðhringja sem vilja ná meiri ítökum í orkuframleiðslu á Íslandi og misnota ástandið á Íslandi í sína þágu.
Óskar sem kom hér á bloggið mitt telur þetta gleðiefni og virðist helst dreyma um að Ísland verði þrælanýlenda erlendra auðhringja en hann segir: Um leið er hvetur hærra álverð, á sama tíma og íslenskt vinnuafl er afar samkeppnishæft sökum gengis krónunnar, álfyrirtæki til fjárfestingar í álverum hér á landi.
Hrun krónunnar er því gleðiefni fyrir Óskar og erlenda stóriðju. Það er full ástæða til þess að spyrja hvort að þeir sem ganga erinda erlendra auðhringja hér á landi hafi raunverulegan áhuga á því að gengi krónunnar sér styrkt. Við ættum að hugsa okkur vel um þegar við tökum afstöðu til þess hverjum við getum treyst.
Fall krónunar og launalækkunarsáttmálar þjóna erlendum auðhringnum sem tekið hafa eða vilja taka bólfestu hér á landi.
Óskar hvetur til þess að álver séu byggð hér á landi og segir: meðal annars er slík fjárfesting forsenda þess að hér fari að ára betur strax á næsta ári.
Óskari yfirsést að það eina sem álver hafa að bjóða upp á fyrir Íslenskt efnahagslíf er tímabundin bóla sem mun springa að nokkrum árum liðnum eða þegar uppbyggingu lýkur. Hvað ætlar Óskar að gera þegar búið er að sóa allri orkunni í álver sem flytja virðisaukann úr landi?