Steingrímur til Tyrklands í fríðu föruneyti karla

Steingrímur setur fram í fjárlagafrumvarpinu eitthvað sem hann kallar kynjaða hagstjórn eða fjárlög.

Er hann sjálfur búin að lesa þennan kafla frumvarpsins?


AGS kreistir lífsneistann úr samfélaginu

Hið svokallaða stöðugleikaprógramm AGS dregur samfélög niður í fátækt og opnar leiðir fyrir alþjóðafyrirtæki að arðræna samfélög með yfirtöku auðlinda og láglauna vinnuafli sem AGS skilur eftir sig í slóð sinni.

Ef AGS verður ekki rekið úr landi mun kreppan verða að eilífðarprumpi á Íslandi sem kreistir lífsneistann úr íslenskri þjóðmenningu.

Michael Hudson heldur því fram að Ísland hafi verið nokkurs konar tilraunarstöð fyrir ný-frjálshyggju síðastliðinn áratug. Tilraunin gekk út á að að kann hversu langt væri hægt að íta þjóð út í það að verða háð skuldum.

Þessi fullyrðing Hudsons er merkileg í ljósi þess að Davíð Oddsson sem nýlega hefur fengið forræði yfir miðli og tækifæri til þess að hafa áhrif á hugsun landsmanna tók þátt í ráðstefnu Mount Pelerin Society á Íslandi árið 2005. Mount Pelerin Society er sagt vera til hægri við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Is there a limit, a point at which government will draw a line against by taking on public responsibility for private debts beyond any reasonable capacity to pay without drastically slashing public spending on education, health care and other basic services? spyr Hudson

Þ.e. eru einhver takmörk fyrir því hvað stjórnvöld eru tilbúin að ganga langt í að skera niður velferðakerfi og láta skattgreiðendur taka á sig skuldir einkafyrirtækja.


mbl.is Kreppan eins og prump í eilífðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill Samfylkingin ekki endurheimta ránsfeng stóriðjunnar?

Íslendingar eiga auðlindirnar og íslenskir skattgreiðendur hafa kostað mannvirkjagerð sem beislar orku þeirra.

Með leynisamningum hefur arðinum af auðlindunum og fjárfestingum ríkisfyrirtækja verið rænt af réttbærum handhöfum hans, þ.e. íslensku þjóðinni en arðurinn færður alþjóðafyrirtækjum.

Það er ein leið til þess að endurheimta það sem rænt hefur verið af Íslendingum með leynimakki og mútugreiðum og það er að skattleggja stóriðjuna.

Samfylkingin virðist hafa meiri áhuga á velferð alþjóðafyrirtækja en velferð þjóðarinnar.

....og Katrín Júlíusdóttir ætti að fá sér annað starf ef hún getur ekki fylgst með því sem er að gerast

.....Minnir dálítið á Björgvin G.....ekki satt?


mbl.is Ráðherra ókunnugt um skatta á þungaiðnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband