AGS kreistir lífsneistann úr samfélaginu

Hið svokallaða stöðugleikaprógramm AGS dregur samfélög niður í fátækt og opnar leiðir fyrir alþjóðafyrirtæki að arðræna samfélög með yfirtöku auðlinda og láglauna vinnuafli sem AGS skilur eftir sig í slóð sinni.

Ef AGS verður ekki rekið úr landi mun kreppan verða að eilífðarprumpi á Íslandi sem kreistir lífsneistann úr íslenskri þjóðmenningu.

Michael Hudson heldur því fram að Ísland hafi verið nokkurs konar tilraunarstöð fyrir ný-frjálshyggju síðastliðinn áratug. Tilraunin gekk út á að að kann hversu langt væri hægt að íta þjóð út í það að verða háð skuldum.

Þessi fullyrðing Hudsons er merkileg í ljósi þess að Davíð Oddsson sem nýlega hefur fengið forræði yfir miðli og tækifæri til þess að hafa áhrif á hugsun landsmanna tók þátt í ráðstefnu Mount Pelerin Society á Íslandi árið 2005. Mount Pelerin Society er sagt vera til hægri við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Is there a limit, a point at which government will draw a line against by taking on public responsibility for private debts beyond any reasonable capacity to pay without drastically slashing public spending on education, health care and other basic services? spyr Hudson

Þ.e. eru einhver takmörk fyrir því hvað stjórnvöld eru tilbúin að ganga langt í að skera niður velferðakerfi og láta skattgreiðendur taka á sig skuldir einkafyrirtækja.


mbl.is Kreppan eins og prump í eilífðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Er hægt að kenna AGS um þetta ?

Dæmi um skuldir sem nýfrjálshyjjan skilur efrir sig - eftir hrunið :

Seðlabanki Íslands gjaldþrota 2008 :     350 milljarðar-gjaldfallið- erum að borga

Peningamarkaðssjóðir  greiddir upp:       200 milljarða-gjalfallið -erum að borga

ICESAVE  væntanleg greiðsla án vaxta :  300 milljarðar- í umræðu -bíður greiðslu

Þetta er okkur að kenna eða er það ekki ?

Sævar Helgason, 3.10.2009 kl. 17:08

2 Smámynd: Sævar Helgason

 Leiðréttur texti:

Er hægt að kenna AGS um þetta ?

Dæmi um skuldir sem nýfrjálshyggjan skilur efir sig - eftir hrunið :

Seðlabanki Íslands gjaldþrota 2008 :     350 milljarðar-gjaldfallið- erum að borga

Peningamarkaðssjóðir  greiddir upp:       200 milljarða-gjaldfallið -erum að borga

ICESAVE  væntanleg greiðsla án vaxta :  300 milljarðar- í umræðu -bíður greiðslu

Þetta er okkur að kenna eða er það ekki ?

Sævar Helgason, 3.10.2009 kl. 17:11

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var ráðgjafi sjálfstæðisflokksins sem hannaði þetta fjármálaumhverfi með draumum um alþjóðafjármálamiðstöð.

Nei Sævar þetta er ekki mér að ekki og ekki veit ég hver þín sök er. Þetta er afleiðing af stefnu sem rekin var í blindni af sjálfstæðisflokki, framsóknarflokki og samfylkingu. OG ER ENN REKIN UNDIR HATTI AGS.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.10.2009 kl. 17:22

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var ráðgjafi sjálfstæðisflokksins sem hannaði þetta fjármálaumhverfi með draumum um alþjóðafjármálamiðstöð.

Nei Sævar þetta er ekki mér að kenna og ekki veit ég hver þín sök er. Þetta er afleiðing af stefnu sem rekin var í blindni af sjálfstæðisflokki, framsóknarflokki og samfylkingu. OG ER ENN REKIN UNDIR HATTI AGS.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.10.2009 kl. 17:23

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ps Icesave skuldbindingin er 1.000 milljarðar með vöxtum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.10.2009 kl. 17:24

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ps. eingönu vextirnir af Icesave eru 350 milljarðar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.10.2009 kl. 17:25

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sævar.

Þér er ennþá fyrirmunað að skilja hvað er að gerast í kringum þig.  Hvenær hefur sá pistlahöfundur sem þú spyrð þinnar barnaspurningar í lok þíns innslags, dregið fjöður yfir þá staðreynd að það voru íslensk stjórnvöld sem komu okkur í þá aðstöðu sem við erum í dag?  Hvenær hefur hún haldið því fram að slíkt sé Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að kenna????

En þú þarft að vera alvarlega veruleikafirrtur til að átta þig ekki á hvað ráð þessa blessaða sjóðs eru að gera þjóðinni.  Þú ert einn af þeim mönnum svo ég noti líkingu, telur að ef þú kemur að slysstað þar sem ungur maður liggur alvarlega slasaður, þá skuli hann sendast til skottulæknis sem sýgur úr honum blóð eftir viðurkenndum fræðum frá 1650, vegna þess að ungi maðurinn lenti í þessu slysi vegna gáleysisaksturs.  Alvöru nútímalæknisþjónusta sé aðeins fyrir þá sem aðgát höfðu sýnt í sínum akstri.

Vissulega hafa þær þjóðir, sem nú þurfa að leita á náðir sjóðsins, sýnt af sér gáleysi, líklega mest það gáleysi að hafa trúað um of á hinn óhefta markað, en það afsakar ekki efnahagsstefnu sjóðsins gagnvart þeim.

Hækkun skatta, blóðugur niðurskurður ríkisútgjalda, ásamt því að hækka vexti upp úr öllu valdi, eru ráð sem hafa hvergi hjálpað þjóðum í kreppum, og þetta er margrannsakað, og kemur engri pólitík neitt við.

Sævar, það þarf gífurlega mikla flokkstryggð til að horfa upp á þjóð sína þjást að óþörfu, bara svo að það sé hægt að klína glæpnum á þann flokk sem þér er illa við.  Mundu að á bak við atvinnuleysistölurnar er fólk, og á bak við tölur um sjúklinga sem fá ekki nauðsynlega þjónustu, er fólk.  Og fólkið, sem er á vanskilaskrá vegna þess að IFM meinar stjórnvöldum að  stokka upp kerfið, það á börn.  Yfir 10.000 börn eiga foreldra á vanskilaskrá.  

Það er stórkostlegt félagslegt slys í uppsiglingu, og þið Samfylkingarfólk flögrið um Netheima og muldrið um Davíð þetta og Sjálfstæðisflokkurinn hitt.

Halló, þessir menn stjórna ekki lengur.

Hvenær ætlið þið að ná því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2009 kl. 17:29

8 Smámynd: Sævar Helgason

 Ómar !

AGS kreistir lífsneistann úr samfélaginu

Ég var bara að benda á misræmi sem  kom fram í fyrirsögninni. 

Við eru sjálf að kreista úr okkur lífsneistann- þ.e þau okkar (af þjóðinni) sem mesta ábyrgðina bera á stöðu mála- þeir sem hruninu ollu.

Sem frjáls (ennþá) þegn í þessu þjóðfélagi  hef ég heimild til að tjá skoðanir mínar . Þessi pistill er opinber

Sævar Helgason, 3.10.2009 kl. 18:12

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sævar, í guðanna bænum tjáðu þig eins og þú vilt.

En þetta er ómerkilegur útúrsnúningur af ódýrustu gerð.

Pistill Jakobínu fjallar um hvað er að gerast NÚNA, og hvernig stjórnvöld eru að bregðast við NÚNA.

Það sem er verið að gera NÚNA, það er það sem ákveður framtíð okkar.  Og það sem er að gera NÚNA er það rangt, að það er hvergi gert hér á jarðríki nema þar sem þjóðum í neyð er þvingað til þess.

Þér er frjálst að vera uppklappari þessarar stefnu, en þér er ekki frjálst að snúa út úr, án þess að þér sé bent á það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2009 kl. 18:28

10 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Sit herna i Stockholmi og horfi a thetta ur fjarska.  Hvilikt og annad eins.  Landid gjaldthrota og bestu radherrar a förum. Samviska Ögmundar beid ekki hnekki og heidarleiki hans og ofjötradur.  Bravo. 

Eg vil helst bidja einhvern ad skoda hverjar afleidingar inngripa AGS hafa verid i löndum S Ameriku og Afriku.  SKELFILEGAR!   Sargraetilegt ad horfa til Islands og sja ad enginn vill sja hvada möguleikar eru fyrir Island adrir en ESB och AGS!   ANNAD ER TIL!   LEITID OG THER MUNUD FINNA!

Baldur Gautur Baldursson, 5.10.2009 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband