Björgólfur Thor verndaður?

Hverjum verður fórnað til þess að uppfylla kröfur almennings um réttlæti?
mbl.is Stórlaxarnir munu ekki allir sleppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álfyrirtækin óhress með að þurfa að taka þátt í kostnaði við innviði samfélagsins

Alþjóðafyrirtæki eru búin að leggja mikið á sig til þess að koma ár sinni þannig fyrir borð að einungis þau geti grætt á íslenskum auðlindum en alls ekki íslenska þjóðin. Álverin greiða helmingi lægra gjald fyrir orku á Íslandi en þau gera í Kanada og Bandaríkunum.

Samningarnir sem álverin gera við Ísland eru svo vondir það þeir þurfa að vera leynilegir. Mútugreiðslur eru þekktar leiðir álfyrirtækja til þess að hagnast á auðlindum landa sem eiga sér spillta embættismenn.

Alþjóðafyrirtæki á Íslandi nýta skattaundankomuleiðir og komast upp með það. Það er um að gera að skattleggja þau til þess að koma í veg fyrir að þau líti á Ísland sem aula sem þau geta endalaust hlunnfarið.

Hvers vegna eiga íslenskir skattgreiðendur að fjármagna samneysluna fyrir erlenda auðjöfra?


mbl.is Telur útilokað að leggja nýja skatta á álverin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband