Vissu menn ekki af aðkomu FL Group....Ha
Vissu menn ekki af aðkomu Bjarna Ámannssonar?
Vissu menn ekki af aðkomu Glitnis?
Vissu menn ekki að ættingjar stjórnmálamanna voru gerðir að "lykilstarfsmönnum" skömmu fyrir fyrirhugaða einkavæðingu?
Vissu menn ekki að umræddir lykilstarfsmenn höfðu ekki hundsvit á orkumálum?
Skrítið þegar stjórnmálamenn hafa ekki hundsvit á því sem er að gerast í kringum þá en taka samt við svimandi háum styrkjum frá innvígðum. Já ég hef greinilega ekki hundsvit á því hvernig það er að vera stjórnmálamaður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-04-15
Mútur er það heillin
Nú keppast sjálfstæðismenn við að sverja af sér spillinguna. Ef ríkisskattstjóri hefði ekki upplýst um þessar mútur hvað hefði sjálfstæðismenn gert þá? jú þagað um ódæðið.
Laumuspil flokkanna á öllum sviðum er óverjandi
Leynimakk um sölu jarðvarmaauðlinda
Leynimakk um styrki
Leynimakk um prófkjörsstyrki
Leynimakk um orkusamninga við stóriðjuna
Leynimakk um eigarhald stjórnmálamanna í viðskiptalífinu
Leynimakk um hagsmunatengsl
![]() |
Allt of háir styrkir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-04-15
Eftir á að hyggja....
....eina ferðina enn.
Hvað er það kallað? Skortur á fyrirhyggju. Ekki góður eiginleiki hjá stjórnmálamönnum.
Það er verst að ég er komin í framboð því það veldur því að ég kann ekki almennilega við það að henda skítabombum í frambjóðendur annarra flokka en ég get þó ekki stillt mig um að spyrja hvort það sé eitthvað vit í því að kjósa yfir sig stjórnmálaflokka sem gangast við því að taka heimskulegar ákvaðanir.
![]() |
Ingibjörg: Styrkir til flokksins óeðlilegir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmálamenn í sjálfstæðisflokki, samfylkingu og framsókn hafa þegið mútur hver um annan þveran. Rei málið byggir á þverpólitískri spillingu og svo virðist sem þjóðin ætli að kalla þessi öfl yfir sig eina ferðina enn.
Það er kannski ekki að furða þegar þetta lið á alla fjölmiðla í landinu en þeir hunsa jú stjórnmálaflokka að mestu sem ekki hafa verið flæktir inn þessa vafasömu atburði. Ég er að velta fyrir mér hvort ég þurfi ekki að fara að gera eitthvað af mér til þess að vera tekin gild í fjölmiðlum. T.d. stela hálfum milljarði frá kaupþingi með því að taka lán og setja skuldina í einkahlutafélag með engum veðum. Setja svo bara einkahlutafélagið í gjaldþrot. Þá væri ég jú að stela frá almenningi en ég kann nú ekki almennilega við að gera það. Ég þarf heldur ekkert að vera að gambla með hálfan milljarð eins og sumum stjórnmálamönnum hefur þótt viðeigandi.
Ótrúleg bíræfni og spilafíkn stjórnmálamanna hefur leitt þjóðina í meiri vandræði en margir geta séð fyrir sér. Þeir sem tóku þúsundir heimskulegra ákvarðana í þessu voðaferli undirbúa sig nú til þess að ná aftur völdum.
Aðilar sem hafa tekið margar heimskulegar ákvarðanir eru líklegir til þess að halda því áfram.
Ég segi bara Guð blessi þjóðina
![]() |
Aldrei heyrt alvarlegri ásakanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |