Fækka og styrkja

Það hefur svo sannarlega sýnt sig að gagngerrar tiltektar er þörf í stjórnaráðinu. Eftir áralangar klíkuráðningar er mikið um að undirmálsfólk sé í störfum innan stjórnarráðsins.

Ráðuneytin hafa líka verið allt of mörg vegna hrossakaupa stjórnmálamanna í stjórnarmyndunarviðræðum. Stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina beitt ráðuneytunum eins og kosningaskrifstofum og eiginlegt hlutverk þeirra að vera í þjónustu við almenning horfið inn í móðuna.

Nú mun það sýna sig hvort þessi ríkisstjórn ætlar í raun að taka á spillingunni og þjóna almenningi.


mbl.is Ræða breytingar á stjórnarráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græðgisvæðing í Borgarahreyfingu

Gott dæmi um mann sem spillist á fyrstu mínútum stjórnmálaferils síns.

Meðan fjölskyldur í landinu eiga ekki fyrir mat ætlar Þráin Bertelsson að vera á launum á tveimur stöðum.

Væri ekki nær að hann hleypti næsta manni upp fyrir sig svo hann gæti unnið fyrir listamannalaununum sem hann þiggur af skattgreiðendum ellegar að afþakka þau og láta þau ganga í ríkissjóð sem er jú á hvínandi kúpunni.

Framganga Þráins sýnir svo ekki verður um villst að hann er enn framsóknarmaður og hefur ekki kynnt sér stefnu borgarahreyfingarinnar.


Það þarf að fara að taka til heima fyrir

í stað þess að liggja yfir málum sem hafa engin áhrif á ástandið á Íslandi næstu árin.

Það þarf lausnir sem byrja að virka strax!


mbl.is Enn ósætti um ESB-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Bloggfærslur 28. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband