Fækka og styrkja

Það hefur svo sannarlega sýnt sig að gagngerrar tiltektar er þörf í stjórnaráðinu. Eftir áralangar klíkuráðningar er mikið um að undirmálsfólk sé í störfum innan stjórnarráðsins.

Ráðuneytin hafa líka verið allt of mörg vegna hrossakaupa stjórnmálamanna í stjórnarmyndunarviðræðum. Stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina beitt ráðuneytunum eins og kosningaskrifstofum og eiginlegt hlutverk þeirra að vera í þjónustu við almenning horfið inn í móðuna.

Nú mun það sýna sig hvort þessi ríkisstjórn ætlar í raun að taka á spillingunni og þjóna almenningi.


mbl.is Ræða breytingar á stjórnarráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það hafa verið sett alls konar lög til þess að verja valdamúr sjálfstæðisflokks og yfirgangs hans yfir þjóðina. Vonandi þorir ríkisstjórnin að taka á þessu máli.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.4.2009 kl. 13:21

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þrymur þú virðist vera með skrítnar hugmyndir um sjálfstæðismenn. Það eru margir sjálfstæðismenn ágætlega menntaðir og skila sínum störfum með sóma. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að forysta sjálfstæðisflokks, framsóknar og jafnvel samfylkingar líka hafa ráðið til starfa fólk sem er engan veginn störfum sínum vaxið. Þessu þarf að taka á því við eigum skilið að stofnanir okkar virki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.4.2009 kl. 13:39

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þrymur, sjálfstæðisflokkur setti þjóðarbúið á hausinn ef það hefur kannski farið framhjá þér. Ég vildi fá sjálfstæðisflokkinn í frí. Margir góðir vinir mínir og ættingjar hafa kosið sjálfstæðisflokkin og eru sómafólk engu síður.

Forysta sjálfstæðisflokks, framsóknar og samfylkingar sviku kjósendur sína með því að taka við mútum og vinna gegn hagsmunum almennings.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.4.2009 kl. 13:56

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

nei

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.4.2009 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband