Græðgisvæðing í Borgarahreyfingu

Gott dæmi um mann sem spillist á fyrstu mínútum stjórnmálaferils síns.

Meðan fjölskyldur í landinu eiga ekki fyrir mat ætlar Þráin Bertelsson að vera á launum á tveimur stöðum.

Væri ekki nær að hann hleypti næsta manni upp fyrir sig svo hann gæti unnið fyrir listamannalaununum sem hann þiggur af skattgreiðendum ellegar að afþakka þau og láta þau ganga í ríkissjóð sem er jú á hvínandi kúpunni.

Framganga Þráins sýnir svo ekki verður um villst að hann er enn framsóknarmaður og hefur ekki kynnt sér stefnu borgarahreyfingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tæknilega séð ganga tuttugu þúsund manns atvinnulausir. Tæknilega séð á Þráinn því bara að fara heim og njóta heiðursverðlaunanna og hleypa að fólki sem hefur ekki laun frá ríkinu fyrir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.4.2009 kl. 13:11

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er nóg af góðu fólki á lista borgarhreifingar. Þráinn verður að velja á milli þess að vera gamall maður og hafa aðvinnu af því að vera heima og njóta heiðurs af liðinni tíð eða að vera hress og á þingi fyrir þjóðina.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.4.2009 kl. 13:19

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þrymur það er einfaldlega í hrópandi andstöðu við tilgang borgarahreifingarinnar að fara inn á þing á tvöföldum launum. Maðurinn kemst ekkert fram hjá því dilemma nema að ganga aftur í framsóknarflokkinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.4.2009 kl. 13:30

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er einmitt málið. Hann gefur skít í tilgang  borgarahreifingarinnar enda er hann framsóknarmaður.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.4.2009 kl. 17:23

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Þetta hefði ekki verið vandamál ef þú hefðir gefið kost á þér í fyrsta sæti listans.  Þá væri bæði Alþingi og Borgarahreyfingin í betri málum.

Auðvitað eiga flokkssystkini Þráins að krefjast afsagnar hans ef hann heldur sig við þessa aðstöðu sína.

Annars grýta þau úr glerhúsi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.4.2009 kl. 20:56

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Ómar það voru engin fyrstu sæti í Borgarahreifingunni á höfuðborgarsvæðinu til þess að gefa kost á sér í. Lýðræðissinnarnir Þór Saari og Birgitta Jónsdóttir settur sjálfa sig í framkvæmdanefnd sem virkaði sem einhverskonar uppstillingarnefnd og röðuðu sjálfum sér í efstu sætin og buðu mér þriðja sætið.

Þetta er lýðræðisástin á þeim bæ og ég forðaði mér frá þessu falsframboði hið hraðasta eftir að málin voru komin í þennan farveg. Nennti ekki að standa í slagsmálum við þessa falspostula.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.4.2009 kl. 22:21

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þ.e.a.s. lýðræðinu er fórnað vel og rækilega þegar eigin hagsmunir eru í húfi. Það má þó segja um þá stjórnmálamenn sem eru fyrir á þingi að þeir taka áhættu í prófkjörum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.4.2009 kl. 22:24

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Jakobína.  Mér þótti það mjög miður hvernig málin þróuðust.  Stend við orð mín um fátæktina sem afleiðingu þeirrar þróunar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.4.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband