Er ég vondur hagfræðingur?

Nú eru snatar Samfylkingar og ESB-sinna mættir til leiks á blogginu. Einkenni svona snata er að þeir hefja gjarnan komment sín á niðrandi orðum um höfund færslunnar. Fékk einn slíkan inn hjá mér í dag sem segir:

...ég fer nú eins og aðrir að draga hagfræðiþekkingu þína í efa ...

Athyglisvert þetta með "eins og aðrir" en það gefur til kynna að vanþekking mín á flækjustígum hagfræðinnar sé orðið eitt helsta umræðuefni á kaffistofum bæjarins.

Það er auðvitað ekki gott þegar að hálfvitar eins og ég eru að tjá sig um málefni sem þeir hafa ekkert vit á og auðvitað á að eftirláta slíkt sérfræðingum samfylkingarinnar sem hafa sannað yfirburði sína með þátttöku í efnahagsstjórn landsins síðastliðinn tvö ár.

Höfundi kommentsins hugnast þó ekki að tilgreina frekar hverjir þessir aðrir eru en ég gef mér því að hér sé hún að vísa til einhverra félaga sína í samfylkingunni. Verð þó að segja að málflutningur af þessu tagi bendir ekki til þess að viðkomandi hafi mikla rökhæfni eða hafi lært grundvallaratriði gagnrýninnar umræðu.


mbl.is Um 12 þúsund án atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hypjið ykkur úr fílabeinsturninum og reynið að skilja ástandið

Fólkið sem streymdi út á göturnar í vetur voru að mestu ungir andófsinnar með potta og pönnur.

Hvað skeður í haust?

Hverjir streyma þá út á göturnar?

Feður sem hafa misst allt og jafnvel fjölskyldur sínar líka. Forsmáðar mæður sem geta ekki uppfyllt grundvallarþarfir barna sinna.

Hryllingurinn sem blasir við þjóðinni er flestu fólki óskiljanlegur. Gjaldþrot bankanna eru gjaldþrot á heimsmælikvarða og þessi gjaldþrot voru í boði Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar.

Ingibjörg Sólrún valdi sinn lepp sem nú situr í sæti forsætisráðherra og framfylgir vilja Ingibjargar Sólrúnar sem er að:

Smyrja áróðursmaskínuna og forheimska lýðinn þangað hann fer að þjóna auðvaldinu

Beigja sig undir vilja alþjóðafyrirtækja og efla stóriðju í landinu

Halda áfram arðráni sem viðgengist hefur í áratugi

Framselja vald á Íslandi til þeirra sem hafa fjármálakerfi og alþjóðafyrirtæki í fyrirrúmi

Festa í sessi veru handrukkara auðvaldsins (AGS)


mbl.is Það versta mögulega afstaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spádómsgáfa valdhafanna

Ekkert hefur breyst, í stjórnmálastefnunni, frá því í haust þegar bankarnir hrundu.

Þegar litið er til stjórnarsáttmálans mætti allt ein ætla að sjálfstæðisflokkurinn og framsókn hefðu skrifað hann. Viljayfirlýsingar í spádómsstaðhæfingum bera keim af áróðursmaskínu alþjóðafyrirtækja og krumlu AGS á efnahagsstjórn landsins.


mbl.is Eilítið minna atvinnuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrunni spáð hruni

Evrunni er spáð hruni af Danske bank. Evran rétt eins og krónan endurspeglar athafnir og hegðun manna en hefur ekkert sjálfstætt gildi.

Það ber vott um ráðaleysi valdhafanna þegar þeir vilja skipta úr mælitækinu (krónunni) fyrir annað mælitæki (evruna) þegar niðurstaða mælinganna afhjúpar vanhæfni þeirra.

Ef við tökum upp evruna fáum við niðurstöðu mælinga sem mælir ekki eingöngu framferði íslenskra stjórnmálamanna og viðskiptamanna heldur einnig erlendra viðskipta- og stjórnmálamanna.

Með því að taka upp evrunna myndu því íslenskir valdhafar útþynna heimsku sína í mælingunum með gáfulegri athöfnum meðal annarra þjóðfélaga. Ekki er þó víst að þetta myndi reynast íslenska þjóðarbúinu hagstætt vegna sérstöðu íslensks efnahagslífs.

Það má að lokum benda eftirfarandi:

Ef marka má nýja þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins mun það taka Íslendinga 30 ár (þ.e. árið 2039) að uppfylla skilyrði um heildarskuldir ríkissjóðs sem Evrópusambandið setur ríkjum sínum fyrir upptöku evru. Heildarskuldirnar mega ekki nema meiru en 60% af landsframleiðslu.

Eðlilega má spyrja sig að því hvort evrusvæðið og Evrópusambandið verði yfir höfuð til þá?


mbl.is Hugsanlegt hrun evrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara plat

Spá hagvexti ef það verða byggð álver. Hvað þýðir það? Jú skammtímalausn andskotans.

Álverin fá orkuna fyrir slikk og starfsemi þeirra skila litlu öðru en mengun og vandræðum í þjóðarbúið.

Fréttin hljómar eins og að ekki sé hægt að gera neitt annað en að byggja álver. Hvað með aðra valkosti?

Fábreytni og þjónkun við erlent auðvald ræður hér ferðinni.

Hvað sagði Steingrímur: það verði ekki gripið til lausna sem fela í sér að vandinn verður færður yfir a börn okkar.

Bygging álvera er þægileg lausn fyrir stjórnmálamenn. Atvinnulausir fá vinnu við uppbyggingu þess og samtímin tekur á sig ásýnd velmengunar en hvað svo þegar uppbyggingunni er lokið? þá þarf að finna ný verkefni fyrir fólkið sem hefur unnið í uppbyggunni. Verður þá bara byggt enn eitt álver til þess að friða stjórnmálamennina.

Þessi lausn einkennist af heigulshætti stjórnmálamanna og kæruleysi þeirra gagnvart börnum okkar.


mbl.is Spá hagvexti á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um glæpastarfsemi á Íslandi í erlendum fjölmiðlum

"Iceland banking inquiry finds murky geysers runs deep" segir í Telegraph

Many of them are now the target of popular outrage. Jon Asgeir Johannesson, the boss of Baugur, has even been subject of a satirical video on YouTube, set to the theme tune of the film The Godfather.

Mr Johannesson is now rarely seen in his former homeland. Nevertheless last month he claimed: “I’ll be back.” The next day, several cartoons on Iceland’s internet news websites warned the public to take cover should Hurricane Jon Asgeir return to the island at three billion krona per second.

Others including Lydur Gudmundsson and Agust Gudmundsson, the brothers behind Kaupthing and, Bjorgolfur Thor Bjorgolfsson and Bjorgolfur Gudmundsson, the father-and-son team who owned Landsbanki, have all but vanished from the streets of Reykjavik.

An investigation into “suspicions of criminal actions” has been launched, with institutions that attracted billions of pounds in deposits from thousands of UK citizens, businesses, local authorities and charities at its centre.


Um ónýta evru

Ágæt grein um evruna

Írski hagfræðingurinn David McWilliams: Förum íslensku leiðina. Hendum evrunni

Og önnur ágæt grein hér


Heimilin eru ekki botnlaus sjálftökusjóður fjármálafyrirtækja og slæmrar efnahagsstjórnunar.

Þessi orð komu fram hjá stjórnarmanni Hagsmunasamtaka heimilanna á stjórnarfundi í kvöld.  

Nú verðum við að hata Berlusconi líka

Berlusconi er nú kominn í lið með herra Brown sem viðfang hatur Íslendinga í fjármálakreppunni. Berlusconi finnst kirkjan okkar á Þingvöllum hallærisleg. Bölvaður ósómi það.

Bloggfærslur 12. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband