2009-06-19
Það skiptir máli hvað er skattlagt
Ég heyri oft hagfræðinga og stjórnmálamenn tala í trúarbragðatón um afleiðingar skattahækkanna. Talað er um að skattahækkanir hægi á tannhjólum viðskiptalífsins og ekki ætla ég að véfengja það.
Það skiptir hins vegar miklu máli hverju er hægt á og hverju er ekki hægt á.
Hækkun tryggingargjalds er dæmi um vonda skattahækkun vegna þess að það vegur beint að atvinnustigi í landinu. Hækkun tryggingagjalds er líkleg til það skila sér í hækkun atvinnuleysistalna.
Hátekjuskattur hefur annarskonar áhrif. Hann dregur úr neyslu hátekjufólks og þá líklega fyrst og fremst á innfluttum lúxusvarningi eða eyðslu erlendis. Hátekjuskattur er því líklegur til að spara gjaldeyri en hefur líklega einnig áhrif á atvinnustig til hins verra.
Leikur með fasteignamat þar sem það er hækkað og lækkað eftir atvikum eins og nú hefur verið gert leiðir til skattheimtu sem hvorki tekur tillit til tekna né neyslu. Leiðir til jaðaráhrifa sem getur lent með mjög ósanngjörnum hætti á lágtekjufólki.
![]() |
130 þúsund á fjölskyldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-06-19
Lenda þau í tukthúsinu eins og Heiða?
Heiða settist niður fyrir framan alþingi og truflaði með borgaralegri óhlýðni.
Nú hefur Gunnar Birgisson gert sig beran af því ásamt kollegum sínum að brjóta lög. Mun óhlýðni þeirra varða veginn í tukthúsið?
Gunnar Birgisson
Flosi Eiríksson
Sigrún Guðmundsdóttir
Jón Júlíusson
og Ómar Stefánsson.
![]() |
Stjórn LSK kærð til lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-06-19
það er ekki hægt að googla þennan pistil
Þennan hér.
Búin að margreyna en tekst ekki að fá upp beinan link á hann á Google.
Kannski linka þeir ekki á hallærislega pistla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-06-19
Spádómsgáfa valdhafanna
Fjárlög sem samin voru í lok 2008 undir forystu samfylkingar gerðu ráð fyrir 150 milljarða ríkishalla. Fjárlögin voru í dæmigerðum afneitunarstíl og horfði framhjá augljósum staðreyndum í efnahagslífi þjóðarbúsins.
Ekki var gert ráð fyrir tekjufalli sem mátti vera ljóst þegar tekið er mið af því hvernig áætlun AGS hefur miðað að því að drepa niður verðmætasköpun og atvinnulíf í landinu með háum stýrivöxtum. (vek athygli á að mér (einfaldri almúgakonu) skeikaði um -3,5% en fjárlaganefnd (með alla sína sérfræðinga) um +22%).
Ríkisstjórnin vinnur eftir leiðum sem stefnir þjóðarbúinu í algjört hrun en virðist ekki "fatta" afleiðingarnar sem eru t.d. tekjufall til ríkissjóðs. Unnið er að því að tæma sjóði almennings t.d. með því að setja fjármuni lífeyrissjóðanna í byggingaframkvæmdir sem gera ekkert til þess að auka verðmætasköpun í landinu.
Nú stendur Ríkisstjórnin frammi fyrir því sem var fyrirséð í janúar þ.e. að fjárlagahallinn stefni í 193 milljarða í stað 153 milljarða. Feiluðu sig um 40 milljarða vegna þess að þeir hafa ekki yfirsýn yfir virkni kerfisins og orsakasamhengi í því.
Þessir sömu spekingar hafa nú talið sig til þess bæra að spá ríkistekjum fimm ár fram í tímann. Fjárhagskreppan á eftir að harðna um heim allan. Þrátt fyrir það telja spekingar fjárlaganefndar að tekjur ríkissjóðs muni aukast um 180 milljarða næstu fjögur ár.
Þessu spá þeir þrátt fyrir það að Ríkisstjórnin er að gera nákvæmlega EKKI NEITT til þess að auka verðmætasköpun, auka sjálfbærni og draga úr fjármagnskostnaði.
Þessi tafla er í nýju frumvarpi sem verið er að kynna:
.
2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | |
Heildartekjur | 472,8 | 397,7 | 433,6 | 481,7 | 532,0 | 571,8 |
Heildargjöld | 483,2 | 575,3 | 545,1 | 534,1 | 537,1 | 521,6 |
Tekjujöfnuður | -10,4 | -177,6 | -111,5 | -52,5 | -5,1 | 50,1 |
Fjármagnstekjur | 40,2 | 22,6 | 20,4 | 17,3 | 16,0 | 17,0 |
Fjármagnsgjöld | 39,4 | 83,5 | 90,0 | 97,3 | 104,8 | 90,1 |
Fjármagnsjöfnuður | 0,8 | -60,9 | -69,6 | -80,0 | -88,8 | -73,1 |
Frumtekjur | 432,5 | 375,2 | 413,2 | 464,3 | 515,9 | 554,8 |
Frumgjöld | 443,8 | 491,8 | 455,1 | 436,8 | 432,3 | 431,5 |
Frumjöfnuður | -11,3 | -116,7 | -41,9 | 27,5 | 83,7 | 123,3 |
Ég hef orðið verulega vantrú á því að menn í æðstu embættum kunni að reikna. Það má t.d. benda á að vöruskiptajöfnuður fyrstu þrjá mánuði ársins er 15 milljarðar. Kostnaður vegna vaxta af erlendum lánum er sennilega hátt í 200 milljarðar fyrir þjóðarbúið en upp í það eru eingöngu til 60 milljarðar í erlendum gjaldeyri.
Ef eitthvað vit væri í þessari Ríkisstjórn myndi hún einfaldlega segja, "við getum ekki tekið meiri lán vegna þess að við erum ekki borgunarmenn fyrir þeim" Þeir myndu segja við verðum að fara að auka verðmætasköpun og afla gjaldeyris til þess að greiða skuldir okkar.
Þannig ávinnur Ísland sér trausts og virðingar en ekki með því að stefna þjóðarbúinu í þrot.
![]() |
Hallinn stefndi í 193 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-06-19
Niðurskurður og skattheimta
Svona lítur áætlun Ríkisstjórnarinnar út:
2009 | 2010 | |
Þörf fyrir styrkingu á afkomu | 20.000 | 56.000 |
Aukin tekjuöflun, allt að | 13.000 | 28.000 |
Rekstur | 1.800 | 14.250 |
Almennt aðhald (10% stjórnsýsla, 7% menntam., 5% velferðarþjón.) | 1.800 | 14.250 |
Þ.m.t. sameiningar stofnana og skipulagsbreytingar | ||
Tilfærslur | 3.135 | 11.113 |
Sjúkratryggingar | 440 | 2.600 |
Barnabætur | 0 | 1.000 |
Fæðingarorlof | 70 | 350 |
Elli- og örorkulífeyrir | 1.830 | 3.650 |
Önnur sértæk tilfærsluframlög | 435 | 1.825 |
Almennt aðhald í tilfærslustyrkjum ráðuneyta | 360 | 1.688 |
Viðhald og stofnkostnaður | 4.425 | 10.000 |
Vegaframkvæmdir | 3.500 | 8.250 |
Aðrar framkvæmdir | 925 | 1.750 |
Samtals | 9.360 | 35.363 |
Bætt afkoma | 22.360 | 63.363 |
Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfir-völd þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun.