2009-07-11
Eru hagfræðingar að verða vankaðir?
Nú birta þeir áróðurgrein í snepli útrásarvíkinganna og vilja að almenningur greiði skuldir Björgólf Thors.
Án náinna samskipta við nágrannaþjóðir okkar og við alþjóðastofnanir mun endurreisnin ekki takast. Það má vissulega nokkru til kosta af okkar hálfu til þess að heilbrigt samstarf geti haldist," segja þeir Gylfi Zoega og hinn aldurhnigni Jónas Haralz.
Hvað telja þeir Gylfi og Jónas að séu náin samskipti við nágrannaþjóðir. Eru það náin samskipti að gefa Bretum og Hollendingum óskiptan aðgang að eignum og auðlindum Íslendinga?
Eru það náin samskipti að afsala sér fullveldi í samningi við Breta og Hollendinga.
Já það er góð spurning: hverju má kosta til?
Hvað þýðir 200 milljarða niðurskurður í velferðakerfinu fyrir lífsgæði íslendinga?
Ég get sagt hvað það þýðir. Það kostar mannslíf, það hefur í för með sér verri heilsu og lífsgæði og það dregur úr menntunarmöguleikum. það eykur misskiptingu, ójöfnuð og fátækt.
Þegar stjórnvöld tala um hvernig að standa við skuldbindingar vegna Icesave gera þau ráð fyrir 25% hagvaxtaraukningu frá því sem staða þjóðarbúsins hefur verið sem allra best.
Hvaðan í ósköpunum koma forsendurnar fyrir slíkri hagvaxtaraukningu. Færustu kreppuhagfræðingar spá því að minnst 50 þúsund manns muni flýja landið á komandi árum.
Hvernig í ósköpunum ætlar ríkisstjórnin að standa undir 120 til 150 milljarða greiðslum til erlendra lánadrottna þegar vöruskiptajöfnuðurinn er ekki meiri en 60 milljarðar. Hvar ætlar ríkisstjórnin að fá gjaldeyri.
Þessi draumsýn Gylfa og Jónasar er ekki sæmandi og ekki raunhæf.
Má ég heldur biðja um Kúbu Norðursins en Zimbabwe Norðursins.
Og ég hef rætt við erlenda aðila um aðför Breta og Hollendinga að íslenskum almenningi og viðbrögðin eru:
But this is extortion...
Ja men detta är ju utpressning.....
það er nefnilega svo að almenningi í öðrum þjóðfélögum ofbýður þegar útskýrt er fyrir þeim hvað er á seiði hér á landi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.7.2009 kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég man eftir því í haust þegar Jón Ásgeir horfði beint í augu sjónvarpsáhorfenda og sagði: "nei ég hef aldrei heyrt um eyjuna Tortola."
Ég man eftir því þegar Steingrímur Joð horfði framan í þjóðina og sagði: "nei við borgum ekki Icesave."
Ég man eftir því að fyrir skömmu síðan skrifaði Jón Kaldal pistil og hélt því fram að Eva Joly hefði brugðist.
Þegar ég í dag rekst á pistil eftir þennan penna útrásarfjölmiðlanna þar sem hann dásamar Steigrím Joð sem hefur svikið öll sín kosningaloforð vakna spurningar hjá mér hvers vegna þeir sem mútuðu samfylkingunni vilja nú kynna Steingrím Joð sem hinn næsta mikla spámann.
Jón Kaldal segir engan tíma fyrir biðleiki. þessi orð hans benda til þess að hann hafi lítinn skilning eða lítinn áhuga á þeirri varhugaverðu stöðu sem þjóðin er í því nú er ekki rétti tíminn fyrir óðagot. Nú er ekki rétti tíminn fyrir hugsunarleysi, fljótfærni og grunnhyggni.
Ég er orðin þreitt á að horfa upp á strengjabrúður útrásatvíkinganna rústa samfélaginu úr ráðherrastólum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Glæpamafían sem hefur stjórnað landinu rústaði fjárhag þess og eyðilagði framtíð barna okkar. Svo einfalt er það.
Það er ekki hægt að tala um að eitthvað hafi skollið á íslandi, að hér hafi orðið náttúruhamfarir. Nei það var bara þannig að á einum degi í haust urðu afleiðingar græðgi, spillingar og þjófnaðar ljósar.
Samfylkingin ber nú áfram kyndil sjálfstæðisflokks og ætlar að sjá til þess að landið verið gjörsamlega efnahagslega óbyggilegt fyrir afkomendur okkar.
![]() |
Framtíðin utan Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-07-11
Gilda ekki sömu lögmál á Íslandi?
Obama sagði við Afríkubúa að ekkert ríki getað skapað sér auð ef leiðtogar þess misnota sér stöðu sína á kostnað efnahagslífsins.
Saga Íslenskra stjórnmálamanna er saga arðráns.
Frægasta dæmið um þjófnað ráðamanna er þegar þeir stálu fiskimiðunum og færðu blómlegan fiskiðnað úr landi til að tryggja sér sem mestan arð.
Leynisamningar um orkuverð til stóriðjunnar er annað dæmi um spillingu stjórnmála- og embættismanna á Íslandi. Íslendingar sem nota 20% raforkunnar sem framleidd er á Íslandi greiða 16 sinnum hærra verð fyrir orkuna en alþjóðafyrirtækin sem stjórnmálamenn hafa lofað sömu samningum og þeir myndu fá í þriðja heims ríkjum. En stjórnvöld dreifðu bæklingum til stóriðjunnar þar sem henni var lofað ódýrri orku og ódýru vinnuafli.
Íslenskir stjórnmálamenn hafa tryggt sjálfum sér og sínum vinum og ættmennum einokunaraðstöðu í ýmsum atvinnugreinum.
Síðustu tuttugu árin hafa stjórnmálamenn selt sjálfum sér og vinum sínum um 50 ríkisfyrirtæki sem almenningur hefur byggt upp.
Síðustu árin hafa stjórnmála- og embættismenn gengið lengra en nokkru sinni fyrr í viðleitni sinni við að auka lífsgæði sín á kostnað heilsu almennings.
Í stað þess að þróa blómlegan iðnað og útflutningsgreinar á forsendum Íslendinga hafa stjórnmálamenn verið að selja erlendum aðilum réttinn til að nýta auðlindir á Íslandi. Dæmi um þetta eru vatnsréttindi á Snæfellsnesi (seld kanadískum fjárglæframanni með leynisamningi), vatnsréttindi í Hafnafirði seld Aröbum og nú tilburðir til þess að nánast gefa jarðhitasvæðin á suðvesturhorninu kanadísku fyrirtæki.
Í erlenri frétt segir:
Það er hollenskt fyrirtæki, Dalphin, með aðsetur í bænum Winterswijk í austurhluta Hollands, sem stendur fyrir vatnsflutningi frá Íslandi til Miðausturlanda. Hlaut það samning þar að lútandi frá bandarískum aðilum,ef marka má frétt hollensku fréttastofunnar Algemenn Nederlands Persbureau.
Trúlega hefur Kanadamaðurinn/Ameríska fyrirtækið sem Ásbjörn Óttarsson þingmaður sjálfstæðisflokks undirritaði leynisamning við í viðurvist forseta Íslands gert góðan díl við eða leppað Hollendinga um afnot af íslenska jöklavatninu.
Hvers vegna gera Jóhanna og Steingrímur ekkert til þess að stemma stigu við því að þjóðin sé sífellt arðrænd á þennan hátt?
![]() |
Framtíðin í höndum Afríkumanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.4.2010 kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ríksisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skautar fram hjá því hverjir eru hinir raunverulegu sökudólgar í Landsbanka og Icesavemálum. Gott að Spánverjar fatti að þeir eiga í baráttu við glæpasamtökin Landsbankann en ekki við þjóðina Íslendinga.
Ríkisstjórnin vill borga skuldir Björgólfs með blóðugum niðurskurði í velferðarkerfinu.
Reynsa frá öðrum löndum sýnir að heiftarlegur niðurskurður á borð við þann sem fyrirhugaður er á Íslandi í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kostar mannslíf. Gríðarlegar fórnir fylgja því þegar hundruðir milljarða eru teknar út úr velferðarkerfinu.
Ríkisstjórnin hefur valkosti og ríkisstjórnin ber ábyrgð.
Ríkisstjórnin hefur tekið þá afstöðu að þjónkun við heimsvaldasinna hafi forgang fyrir íslenskum mannslífum og lífsgæðum
![]() |
Bankinn fær ekki eignirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.4.2010 kl. 04:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2009-07-11
Mannvitsbrekkur í embættum
Ekki kom annað til greina en að losa sig við Davíð Oddson úr Seðlabankanum eftir að hann hafði stungið 520 milljörðum (í erlendum gjaldeyri) að Kaupþingi. Vissulega hefur hann glatt Ólaf Ólafson en landsmenn sátu eftir hnípnir með þá fáu aura sem eftir sátu í gjaldeyrisgeymslunni.
Jóhanna þurfti að semja ný lög til þess að losa sig við Davíð og í leiðinni voru sett inn ákvæði sem áttu að tryggja vandaðri vinnubrögð við val á seðlabankastjóra. Skipuð var nefnd til þess að meta hæfi umsækjanda um stöðu seðlabankastjóra. Nítíu og tveggja ára ellilífeyrisþegi var settur í forsvar fyrir nefndina. já mér er alvara.
Metin var hæfastur umsækjenda Már Guðmundsson. Ég hugsaði með mér að maðurinn hlyti að vera algjör mannvitsbrekka og með hreinan skjöld eins og hvítvoðungur. Þekki manninn ekki neitt en taldi það bara hljóta að vera að hann hefði staðist ýmsar prófraunir í flóknum rökfræðilegum viðfangsefnum og sýnt mannkosti í hvívetna.
Mér krossbrá þess vegna þegar ég las eftirfarandi ummæli höfð eftir Má þessum:
Ég veit hins vegar ekki hvernig fólki dettur í hug að peningastefnan hafi skipt sköpum um hvernig fór fyrir íslenska bankakerfinu, segir Már og bendir á að ef það væri meginástæðan þá væru bankakerfin í Brasilíu, Chile, Ástralíu, Noregi, Nýja-Sjálandi og ótal fleiri löndum einnig hrunin.
Ég spyr nú bara voru aðstæður á Íslandi eitthvað líkar því sem þær voru í Brasilíu, Chile, Ástralíu, Noregi og Nýja-Sjálandi. Eða skipta aðstæður engu máli við mótun peningastefnu. Samanburðurinn sem Már gerir þarna bendir til vanþekkingar á grundvallaratriðum í mótun peningastefnu sem og hverrar annarrar stefnu, þ.e. að taka þurfi tillit til aðstæðna við mótun stefnu.
Ég hugsaði auðvitað með mér að það gæti varla verið að stjórnvöld hafi verið að ráða annan vitleysing í stöðu seðlabankastjóra svo ég fór að skoða hvað fjölmiðlar hafa sagt um þessa ráðningu. En persónulega er ég búin að fá nóg af vitleysingum í embættum sem skipta máli fyrir þjóðina.
Ég fann þetta á Pressunni
Hann er einn af höfundum þeirrar peningastefnu, sem leiddi til þess að Seðlabanki Íslands hækkaði vexti upp úr öllu valdi í baráttu við ímyndaða verðbólgu, sem aftur leiddi til þess að íslenska krónan hækkaði upp í hæstu hæðir og varð skotmark spákaupmanna. Þessi sterka króna studdi vel við útrásina í árdaga en stuðlaði að gríðarlegu ójafnvægi í viðskiptajöfnuði þjóðarinnar auk þess sem gjaldeyrisskiptasamningar blómstruðu og ýktu enn styrkleika krónunnar á meðan allt var í lukkunnar velstandi. (...)
og
Það vekur ugg að Már Guðmundsson, sem hlýtur að hafa fylgst með atburðarásinni á Íslandi úr fjarlægð hið minnsta, skuli í samtali við Fréttablaðið í morgun lýsa því yfir að hann telji peningastefnuna ekki hafa skipt sköpum í bankahruninu. Vissulega er ekki rétt að setja alla sök á peningastefnu Seðlabankans en það er fráleitt að annað en að setja mikla ábyrgð á þá stefnu og framkvæmd hennar.
Að undanförnu hefur verið mikið um það talað að nýir vendir sópi best og mikilvægt sé að reyna ekki að breiða yfir mistök, sem gerð hafa verið.
Það er skelfilegt til þess að hugsa að nú er Jóhanna Sigurðardóttir e.t.v. búin að ráða í stöðu seðlabankastjóra mann, sem hefur það efst á sinni verkefnaskrá að hvítþvo fyrri verk sín og samverkamanna sinna í Seðlabankanum.
Við þurfum ekki á slíku að halda, og megum raunar ekki við því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.4.2010 kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)