Sérkennileg heimska í þingheimum

Árni Páll Árnason sat í bankaráði Búnaðarbankans þegar bankinn lánaði Björgólfunum 6 milljarða. Hálft andvirði kaupa þeirra í Landsbankanum. Og Árni Páll tók ekki eftir því að 6 milljarðar voru færðir af reikningum Búnaðarbankans til ríkisins í nafni Björgólfsfeðga.

Hvað var Árni Páll að gera í bankaráði?

Merkilegt að þegar þingmenn eru spurðir út í spillingu þá bera þeir alltaf fyrir sig heimsku.

 


mbl.is Klækjabrögð eða nauðsyn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fórna mannslífum fyrri ESB

Gera má ráð fyrir að það kosti um 2 milljarða að ganga til aðildarviðræðna við ESB.

Það kostar 600 til 800 milljónir að bólusetja alla þjóðina við svínaflensu. Um þriðjung af því sem aðildarviðræður kosta.

Stjórnvöld ætla að spara og kaupa bara bóluefni fyrir hálfa þjóðina. Ætla þeir að láta bólusetja sjálfa sig, fjölskyldur sínar og vini sína?

Hvernig fer skömmtunin fram? Ætlar ríkistjórnin að verðleggja bóluefnið þannig að aðeins ríkir fái aðgang að því. Eða þarf fólk að sýna flokkskírteinið? Hvaða mælikvarða ætla stjórnvöld að nota?

Það er nokkuð víst að þetta mun kosta mannslíf á Íslandi. Nýlega bárust fréttir af því að sex ára barn lést úr flensunni í Bretlandi.

Bretar og Norðmenn ætla að bólusetja alla.

En samfylkingin telur mikilvægara að fá að taka þátt í kokteilboðum í Brussel en að verja mannslíf á Íslandi.


Gaspur samfylkingarinnar

Ég var að hlusta á þingmenn í Kastljósi og fannst nýjasti frasi samfylkingar frekar hallærislegur.

Helgi Hjörvar sagði "eigum við halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu"?

Skammast þingmenn sín aldrei fyrir að láta út úr sér bull á borð við þetta?

Skammast þingmenn sín aldrei fyrir tilburði til þess að forheimska þjóðina?

Tvöföld atkvæðagreiðsla þýðir að þjóðin fær að taka afstöðu til þess hvort sækja eigi um aðild að ESB. Ef þjóðin segir nei í atkvæðagreiðslu ætlar samfylkingin þá samt sem áður að sækja um aðild? Ég sé ekki betur en að túlka megi orð Helga þannig.

Samfylkingin ásamt sjálfstæðisflokki setti þjóðarbúið í þrot. Nú er samfylkingin að nýta sér ringulreiðina sem hún sjálf hefur skapað til þess að keyra þjóðina inn í ESB.

Samfylkingin hefur vanrækt um uppbyggingu eftir hrunið enda er hún með ESB á heilanum.

Það eru skelfilega erfið ár framundan hjá þjóðinni og engin umræða fer fram í fjölmiðlum eða meðal stjórnmálamanna um það hvernig leiða megi þjóðina í gegn um þetta.

Þingmenn samfylkingarinnar hugsa nú eingöngu um r$%"%# á sjálfum sér.

 


mbl.is Efnahagsleg óvissa verri en skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viljayfirlýsing stíluð á Alþjóðagjaldeyrisstjóðinn

Einn rökstuðningur Ríkisstjórnarinnar fyrir því að undirrita samning um Icesave er að hún sé bundinn af viljayfirlýsingu fyrri Ríkisstjórnar frá því í nóvember á síðasta ári.

Ég fann þessa yfirlýsingu á netinu.

Og viti menn viljayfirlýsingin er stíluð á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hún er stíluð á Dominique Strauss-Kahn.

Hvernig í ósköpunum getur yfirlýsing stíluð á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verið bindandi í samningum við Breta og Hollendinga?


Árið 2016: 400 milljarðar + Icesave

Eftirfarandi útskýring á barnaláni Ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens er að finna á Wikipedia:  

Barnalánið svokallaða var hluti af efnahagsráðstöfunum sem ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens greip til í efnahagsþrengingum snemma á 9. áratugnum. Barnalánið var kúlulán sem ríkisstjórnin tók hjá Hambros-bankanum í London uppá 35 milljónir punda. Lánið sem bar 13% vexti hafði gjalddaga árið 2016 og fékk því nafngiftina „Barnalánið", því það myndu verða börn þeirra sem tóku lánið sem loksins greiddu það.

Ég skellti þessu inn í Excel og gaf mér að pundið væri 200 krónur, og að lánið hefði verið tekið 1982 (kemur ekki fram nákvæmlega hvenær það er tekið) og vextir 13%.

Niðurstaða mín er að umrætt lán er rúmlega 400 milljarðar árið 2016. Þá fellur allt lánið í gjalddaga.

Ef lánið hefði verið á gjalddaga árið 2000 hefði það staðið í 56 milljörðum. Lánið hækkar með stjarnfræðilegum hraða síðustu árin. Þetta er það sem kallað er compounding effect á útlensku.

Með því að skrifa undir Icesave eins og samfylkinguna og Steingrím dreymir um er ríkisstjórnin að ábyrgjast lán sem stendur í 1.000 milljörðum árið 2016. Á sama ári falla svo þessir 400 milljarðar í gjalddaga.

Já feðurnir/mæðurnar eiga það til að vera ábyrgðarlaus. Afætur á börnum sínum myndi ég kalla þetta.


Bloggfærslur 13. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband