2009-07-20
Er hægt að vera heimskari?
Vinstri-ríkisstjórnin hefur fundið nýja kjölfestufjárfesta. Þeir eiga að eignast mestan hluta bankanna og geta síðan leikið sér að þeim eins og þeir vilja.
Erlendir lánadrottnar eignast íslenska verðtryggða skuldara
Er hægt að gera betri díl?
Íslenska verðtryggingin er skattheimntutæki sem nú fer í hendur útlendinga
Íslenskir skattgreiðendur eiga að fjármagna bankanna til þess að erlendir lánadrottnar (nýju kjölfestufjárfestarnir) taki við góðu búi.
Er hægt að vera heimskari?
LÁTA SKATTGREIÐENDUR FJÁRMAGNA BANKANNA OG LÁTA ÞÁ SVO Í HENDURNAR Á ERLENDUM LÁNADROTTNUM.
Hvernig verður þetta síðan fjármagnað? Því geta börn, aldraðir, faltlaðir og sjúkið svarað eftir eitt til tvö ár.
Og hverjir geta verið rólegir núna. Jú, innistæðueigendurnir, þessir sem áttu yfir þrjár milljónir fyrir hrun því innistæður annara voru tryggðar. Vonandi eru þeir glaðir.
Þetta hefur verið að gerast í leyni. Lítið verið fjallar um þetta í fjölmiðlum.
Ætli Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mæli ekki með þessu.
Hinir nýju kjölfestar eru sumir hinir sömu og veðjuðu gegn krónunni sem leiddi síðan til efnahagshruns.
Nóbelsverðlaunahafinn og hagfræðingurinn Paul Krugman segir frá því hvernig um 30 stjórnendur frá alþjóðlegum vogunarsjóðum hittust á barnum á hótel 101. Þeir voru allir hér í þeim erindum að veðja á móti krónunni. Krugmann skrifar um þetta í apríl 2008. Gróðavon á Íslandi var lýst af þessum fulltrúum vogunarsjóðanna eins og "the second coming of Christ."
Ólafur Ólafsson var meðal þeirra sem veðjuðu gegn krónunni.
Lífeyrisjóðirnir veðjuðu hins vegar á krónuna.
Kannski hafa vogunarsjóðirnir séð fyrir sér að þeir gætu hirt bankanna.
Ættu Íslendingar ekki að kæra ESB fyrir lélegt regluverk
![]() |
Endurfjármögnun eigi síðar en 14. ágúst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.4.2010 kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það á ekki að hætta að ganga fram af almenningi.
Landsvirkjun er stórskuldug og virðist lítið hagnast á orkusölu.
80% framleiddrar orku á Íslandi fer til álveranna en Íslendingar greiða margfalt meira fyrir orkuna en stóriðjan.
Nú er Landsvirkjun að verða gjaldþrota vegna gjafmildis sem tengist orkusamningum við alþjóðafyrirtæki.
En það er hægt að leysa það. Það má jú taka ellilífeyrinn af landsmönnum til að styrkja alþjóðafyrirtækin þar sem Landsvirkjun sleppir burði til.
En hvers vegna var ég ekki spurð þegar samið var um orkuverð til þessara alþjóðafyrirtækja hvort ég vildi fórna ellilífeyri mínum fyrir þau? Ég hefði kannski sagt NEI.
![]() |
Flensan lengir kreppuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)