Er hægt að vera heimskari?

Vinstri-ríkisstjórnin hefur fundið nýja kjölfestufjárfesta. Þeir eiga að eignast mestan hluta bankanna og geta síðan leikið sér að þeim eins og þeir vilja.

Erlendir lánadrottnar eignast íslenska verðtryggða skuldara

Er hægt að gera betri díl?

Íslenska verðtryggingin er skattheimntutæki sem nú fer í hendur útlendinga

Íslenskir skattgreiðendur eiga að fjármagna bankanna til þess að erlendir lánadrottnar (nýju kjölfestufjárfestarnir) taki við góðu búi.

Er hægt að vera heimskari? 

LÁTA SKATTGREIÐENDUR FJÁRMAGNA BANKANNA OG LÁTA ÞÁ SVO Í HENDURNAR Á ERLENDUM LÁNADROTTNUM.

Hvernig verður þetta síðan fjármagnað? Því geta börn, aldraðir, faltlaðir og sjúkið svarað eftir eitt til tvö ár.

Og hverjir geta verið rólegir núna. Jú, innistæðueigendurnir, þessir sem áttu yfir þrjár milljónir fyrir hrun því innistæður annara voru tryggðar. Vonandi eru þeir glaðir.

Þetta hefur verið að gerast í leyni. Lítið verið fjallar um þetta í fjölmiðlum.

Ætli Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mæli ekki með þessu.

Hinir nýju kjölfestar eru sumir hinir sömu og veðjuðu gegn krónunni sem leiddi síðan til efnahagshruns.

Nóbelsverðlaunahafinn og hagfræðingurinn Paul Krugman segir frá því hvernig um 30 stjórnendur frá alþjóðlegum vogunarsjóðum hittust á barnum á hótel 101. Þeir voru allir hér í þeim erindum að veðja á móti krónunni. Krugmann skrifar um þetta í apríl 2008. Gróðavon á Íslandi var lýst af þessum fulltrúum vogunarsjóðanna eins og "the second coming of Christ."

Ólafur Ólafsson var meðal þeirra sem veðjuðu gegn krónunni.

Lífeyrisjóðirnir veðjuðu hins vegar á krónuna.

Kannski hafa vogunarsjóðirnir séð fyrir sér að þeir gætu hirt bankanna.

Ættu Íslendingar ekki að kæra ESB fyrir lélegt regluverk

Steingrímur talar útlensku


mbl.is Endurfjármögnun eigi síðar en 14. ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætli það sé ekki líklegt að Samfylkingin reisi mál gegn EvrópusmabandinU? Stjórnsýsla okkar sjálfra er svo gerspillt að enda þótt við blasi að stofnanir og einstaklingar innan hennar eru svo augljóslega brotleg við landslög og stjórnsýslulög að dómar yrðu fremur formsatriði en lagaþrætur þá er enginn maður ákærður.

Fyrsta verk Alþingis eftir hrunið hefði átt að vera fjölskipaður stjórnsýsludómstóll. Enginn pólitíkus hefur orðað þetta, enda jafngilti það ákvörðun um pólitískt sjálfsmorð af skiljanlegum ástæðum.

Hvað líður ákærum á stjórnendur Giftar, Sjóvár, Exista, Fjármálaeftirlitið og hin og þessi Group sem augljóslega eru grímulausir glæpamenn.

Árni Gunnarsson, 20.7.2009 kl. 11:55

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég tek undir þetta méð þér Árni. Ég hef enga trú á dómskerfinu og engar trú á stjórnsýslunni. Það er búið að gjöreyðileggja þetta með klíkuráðningum og valdamúrum.

Algjörlega gagnslaust fyrir þjóðina.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.7.2009 kl. 21:39

3 Smámynd: Arnar Guðmundsson

ALGEG DÆMIGERT7

Arnar Guðmundsson, 20.7.2009 kl. 22:47

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta var þá aðferðafræðin við að koma okkur í útlenda eigu. Þar með eignast þessir erlendu aðilar sem við nb. vitum enn ekki hverjir eru nánast allt hér innanlands. Þetta var þá planið og eflaust ákveðið fyrir löngu síðan. En maður spyr sig - af hverju???

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 20.7.2009 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband