2009-07-23
1000 milljarða aðgöngumiði að ENGU
Hvað innihalda hinar 27 leynilegu síður Icesave samningsins? Bæði Gordon Brown og utanríkisráðherra Hollendinga hafa gloprað því út úr sér að tengsl séu á milli Icesave, ESB og í tilfelli Browns einnig AGS.
Economist skefur ekkert af því sem íslenskir stjórnmálamenn vilja alls ekki horfast í augu við, þ.e.:
-ólíklegt er að Íslendingar fái undanþágu frá sjávarútvegsstefnu
-að óreiða í efnahagsmálum þjóðarinnar sé slík að t.d. þjóðverjar og Hollendingar hafi gefið í skyn að Íslendingar fái ekki inngöngu fyrir en þeir hafa komið málum sínum í lag. (þýðing: Íslendingar fá ekki inngöngu nema þeir beygi sig undir vöndinn skrifi undir afarkosti Icesave og afhendi útlendingur eignir og auðlindir á brunaútsölu)
-að Íslendingar séu mótfallnir aðild. Ég tek undir þetta því ég verð vör við síaukna andstöðu við ESB-aðild og vantraust gagnvart stjórnvöldum.
Ég var á fundi í dag og þar var danskur blaðamaður staddur sem gaf okkur ýmsa bæklinga um ESB.
Ég rakst á þessa klausu í bæklingnum:
Det siges at "Norge har olie og Schweiz har sine banker, men Danmark vil ikke kunne klare sig udenfor EU".´
og síðan þetta:
Island, dere ikke er med i EU, har gennem EFTA opnået et forhold til EU, som sikrer landet gode handelsbetingelser.
I Danmark er det ökonomiske samarbejde me Island f.eks. synligt gennem islandske opköb af Magasin du Nord, Sterling og Mærsk Air. Island er dermend et levende eksempel på at også et lille land kan handle med EU uden at være medlem af unionen.
![]() |
Economist: Líklegt að farið verði að dæmi Norðmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2009-07-23
Slóð Jóns Sigurðssonar
Bankastjóri Norræna fjárfestingabankans
Í stjórn Seðlabanka Íslands
Stjórnarformaður fjármálaeftirlitsins
Efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar
Sigurður Þórðarson sem er í stjórn Norræna fjárfestingabankans segir að ef Ísland samþykki Icesave-samninginn gæti það breytt afstöðu sjóðsins.
Hvað þýðir þetta sem hann er að segja á mannamáli. Jú að ef Íslendingar skrifa upp á víxil upp á 1.000 milljarða þá gæti það breytt afstöðu sjóðsins.
Er ekki nokkuð mikill áróður fyrir því sem gæti gerst ef skrifað er upp á Icesave eða ef samningnum er hafnað?
Það hvað gæti gerst eru engin vísindi og ég lýsi eftir vitrænni umræðu um málið.
![]() |
Hættir að lána Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Dyrberg sagði að ákvæðu Íslendingar að láta reyna á málið fyrir dómstólum, hlyti það að þýða að þeir hefðu séð eitthvað sem öllum hinum 27 þjóðum ESB hefði yfirsést."
Það má byrja á því að spyrja hvort að 27 þjóðum ESB yfirsjáist eitthvað eða hvort einhverjar þessara þjóða hafi hagsmuni af því að sópa staðreyndum málsins undir teppið.
Það má einnig skoða þá skýringu að Gordon Brown gekk fram með offorsi eftir bankahrunið og laug upp á íslensku þjóðina. Ferðaðist um alla álfuna í þeim tilgangi einum.
Hvernig væri að skoða þá skýringu að þáverandi utanríkisráðherra (í afleysingum) Össur Skarphéðinsson gerði nákvæmlega EKKI NEITT til þess að leiðrétta þennan áróður. Hann ásamt klíkuráðnum kerfiskörlum í sendiráðum erlendis sýndu algjöra vanburði til þess að takast á við það áróðursstríð sem þá hófst.
Icesave málið hefur frá upphafi verið áróðursstríð. Sífellt eru tínd til rök í málinu sem eru langt utan við kjarna málsins. Íslensku ráðherrarnir hafa látir Breta og Hollendinga ráðskast með sig og leyft þeim að skilgreina þann "sannleika" sem þeim hefur hentað.
Samkvæmt tilskipun ESB er ríkissjóðum aðildarlandanna ekki heimilt að veita tryggingarsjóðum innistæðna, í viðkomandi löndum ríkisábyrgð. Sjá hér. Þetta ákvæði hefur trúlega verið sett til þess að tryggja jafna samkeppnisstöðu aðildarlandanna. Textinn á ensku segir: "The system must not consist of a guarantee granted to a credit institution by a Member State itself or by any of its local or regional authorities." Sjá nánar
Þetta þýðir að samkvæmt tilskipun ESB mega hvorki Íslendingar né aðildarlönd ESB veita tryggingarsjóðum ríkisábyrgð. Það er í hrópandi andstöðu við tilskipun ESB að krefjast þess að ríkið ábyrgist innistæður banka í einkaeigu. Það er alveg sama hvaða rökum er beitt. Þetta er grundvöllur reglna ESB og við það situr.
Íslendingum var skylt að stofna tryggingarsjóð innistæðna og það gerðu þeir og uppfylltu því að fullu kröfur ESB svæðisins.
Tilburðir ríkisstjórnarinnar til þess að viðhalda leynd yfir Icesave samningnum og gögnum hans virðast skýrast af því að eftir því sem meira kemur upp á yfirborðið því ljósara er að þessi nauðungarsamningur er stórhættulegur fyrir allan almenning. Það er í þágu Hollendinga og Breta sem þessari leynd er viðhaldið
Hann þjónar því fyrst og fremst að koma á hér á landi "2007" þar sem útrásar- og innrásarvíkingar geta valsað í einkabanka í eigu áhættufjárfesta eftir lánum og keypt hér upp rústirnar sem þeir skildu við.
Mörg ákvæði samningsins eru árás á velferð íslensks almennings, brot á allri hefð í alþjóðasamskiptum og brot á ákvæðum íslenskrar stjórnarskrár.
Íslensku ráðherrarnir skilja einfaldlega ekki það sálfræðilega áróðursstríð sem er í gangi og í stað þess að bregðast við því þjóna þau því.
Það má benda á að í 77. gr. íslensku stjórnarskrárinnar stendur það skýrum orðum: "Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu."
Þessi Icesave eftirásamningur getur því aldrei orðið grundvöllur að ríkisábyrgð nema ríkisstjórnin skýri hvernig hún ætlar að afla tekna til þess að standa skil á honum.
Með því að hunsa tilskipanir ESB, íslensku stjórnarskránna og íslensk landslög er verið með fordæmi að skapa réttarfarslegan glundroða.
Hvernig ætlast íslensk, bresk eða hollensk yfirvöld að borin sé virðing fyrir regluverki þegar þessir aðilar gera allt til þess að hunsa það og gefa fáránlegum þvættingi úr eigin munni forgang yfir innihaldi laga.
![]() |
Borga tvo milljarða fyrir Breta? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.4.2010 kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samkvæmt tilskipun ESB er ríkissjóðum aðildarlandanna ekki heimilt að veita tryggingarsjóðum innistæðna, í viðkomandi löndum ríkisábyrgð. Sjá hér. Þetta ákvæði hefur trúlega verið sett til þess að tryggja jafna samkeppnisstöðu aðildarlandanna. Textinn á ensku segir: "The system must not consist of a guarantee granted to a credit institution by a Member State itself or by any of its local or regional authorities."
Þetta þýðir að samkvæmt tilskipun ESB mega hvorki Íslendingar né aðildarlönd ESB veita tryggingarsjóðum ríkisábyrgð. Það er í hrópandi andstöðu við tilskipun ESB að krefjast þess að ríkið ábyrgist innistæður banka í einkaeigu. Það er alveg sama hvaða rökum er beitt. Þetta er grundvöllur reglna ESB og við það situr.
Íslendingum var skylt að stofna tryggingarsjóð innistæðna og það gerðu þeir og uppfylltu því að fullu kröfur ESB svæðisins.
En þetta er bara byrjunin.
Samkvæmt tilskipun ESB eru tryggingarsjóðirnir (ekki viðkomandi aðildarlönd, þ.á.m. Ísland) ábyrgir fyrir fjárhæðum upp að 20.877evrum.
Það mætti því ætla að krafa Breta lúti að því að tryggingarsjóðurinn standi við þessa lögbundnu skuldbindingu. Það mætti einnig ætla að Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingrími Joð og Svavari Gestssyni þætti því hámark að gera skuldbindingar sem nema þeirri fjárhæð.
Nei Jóhönnu, Steingrími og Svavari finnst að Íslendingar eigi að gera betur. Þau hafa gert samning og undirritað samning við Breta og Hollendinga sem skammta þeim meira en 20.877 evrur á hvern innistæðueiganda.
Ég ætla ekki að reyna að skilja fyrir hverju þetta fólk gengur eða fyrir hverja það vinnur. Ég veit bara að þau ætla að gefa Bretum og Hollendingum 300 milljarða aukalega því ég trúi því sem Ragnar Hall og Eiríkur Tómasson skrifa um það. Ég geri hreinlega ekki ráð fyrir því að þeir séu að ljúga.
Innistæður eru forgangskröfur og samkvæmt samningnum eiga Bretar og Hollendingar forgangskröfu til helmings eigna Landsbankans á móti Íslendingum. Þessar heimtur teljast því ekki sem eign Íslendinga á móti kröfum Breta og Hollendinga. Ekki einu sinni Tryggvi Þór gæti fengið fram þá niðurstöðu í sínum reikningskúnstum.
Síðustu tölur um Icsave voru um 730 milljarðar. Ef eignir Landsbankans eru 300 milljarðar þá fá Íslendingar 150 milljarða upp í kröfur Breta og Hollendinga, Bretar og Hollendingar fá þá aðrar 150 milljarða en íslenskir skattgreiðendur þurfa að borga 580 milljarða (þrátt fyrir að tilskipun ESB heimili það í raun ekki) auk vaxta sem verða um 300 milljarðar eftir sjö ár. Miðað við þetta dæmi hafa Bretar og Hollendingar þá fengið um 1.200 milljarða eftir sjö ár. Það er 1.200.000.000.000 og það í gjaldeyri. Hvar ætlar Jóhanna að finna svona mikinn gjaldeyri?
Bretar græða svo um 100 milljarða bara á vaxtamun því þeir fá mun hagstæðari vaxtakjör en Íslendingar.
Það má því segja að samningurinn sem Svavar Gestsson gerði við Breta og Hollendinga sé nokkuð hagstæður fyrir Breta og Hollendinga. Þeir fá fulla tryggingu sem tryggingasjóður innistæðna átti að standa fyrir auk þess sem þeir fá helming þess sem reitist til af eignum landsbankans og græða svo 100 milljarða á vöxtum sem þeir setja á kröfurnar.
Það er augljóst að versti kosturinn fyrir Íslendinga er að skrifa undir þennan samning. Svo einfalt er það. Það má ekki einu sinni skrifa undir hann með fyrirvara því með því að gera það er verið að samþykkja ólögmæta ríkisábyrgð. Um leið og alþingi samþykkir ríkisábyrgð þá er úti um samningsstöðu Íslendinga.
Samningurinn gengur í meginatriðum gegn tilskipunum ESB.
Það sýnir vel hversu morkið þetta valdabákn ESB er að Bretar og Hollendingar skuli beita fyrir sig ESB til þess að þvinga annað ríki til þess að ganga að skilmálum sem eru í hrópandi andstöðu við tilskipun bandalagsins.
Það hefur komið skýrt fram að það er hugmynd yfirvalda bæði í Bretlandi og Hollandi að þráhyggja samfylkingarinnar um inngöngu í ESB er vopn í höndum þeirra til þess að þvinga ríkisstjórnina til þess að skrifa undir samninginn. Óréttmætan samning sem kemur tapi af viðskiptum í útlöndum yfir á íslenskan almenning sem vissi ekki einu sinni um þessi viðskipti.
Það er alveg ljóst að þegar hreinni rökfræði og skynsamlegri túlkun er beitt þá er málstaður Breta og Hollendinga mjög vafasamur. Ég skil hvers vegna Bretar og Hollendingar þvæla út í eitt í stað þess að halda sig við staðreyndir. Þeir vilja einfaldlega græða og sjá sér leik á borði.
Það sem ég skil hins vegar ekki er hvers vegna ríkisstjórnin þvælir út í eitt í stað þess að halda sig við staðreyndir. Hvað ætla þau að græða annað en það að komast á blað í Íslandssögunni fyrir versta klúður frá gamla sáttmála.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.4.2010 kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)