2009-08-01
Grímulaus spilling
Nú er þess krafist grímulaust að fjölmiðlar verndi útrásarvíkinga.
Ef lánabækur allra bankanna líta út með svipuðu móti og hjá Kaupþingi hafa lán til eignarhaldsfélaga verið yfir 4.000 milljarða. Stærsta bomban er líklegast í Landsbankanum og myndi afhjúpa útrásarvíkinga sem hafa ekki verið mikið í umræðunni.
Merkilegt að Björn Bjarnason skuli tjá að bankaleynd sé óviðeigandi. Enginn hefur lagt sig eins mikið fram um að sópa skítnum undir teppið að mínu mati og Björn. Hann réði feður bankaræningjanna til þess að rannsaka hvort grunur lægi fyrir um brot. Menn á hans vegum töfðu rannsóknir.
Dóms og lögregluvald á Íslandi er í raun bara skrípaleikur eftir setu sjálfstæðismanna í tuttugu ár. Valdastofnanir sem verja útrásarvíkinganna eru sköpunarverk sjálfstæðisflokksins.
![]() |
Hendur fjölmiðla bundnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-08-01
Innistæðulausir frasar
Bankaleynd
Trúnaðarmál
Traust (en meina vel heppnuð blekking)
Einangrast frá alþjóðasamfélaginu
Kúba norðursins (en almenningur á Kúbu stendur sennilega mun betur að vígi en almenningur á Íslandi)
Vinaþjóðir (notað um kúgara)
Að VIÐ stöndum við skuldbindingar okkar
Björgunaraðgerðir (látið hljóma eins og greiði við almenning en er í raun banka "bail out")
Axla okkar siðferðislegu ábyrgð
Hlaupast ekki undan merkjum
Við tókum við vondu búi
Í tíð fyrir ríkisstjórnar
Verður lagt í dóm kjósenda
Of flókið til að skýra frá því
Skjaldborg heimilanna
Öflugt velferðakerfi
Vernda þá sem minnst mega sín
Styrkir krónuna (en það gerist aldrei, hún bara veikist)
Verndum þá tekjulægri
Gæta að hagsmunum
Neikvæð eiginfjárstaða (=skuldir)
Lönd sem við viljum bera okkur saman við (ekki nefnt hvaða og hvers vegna)
Rétta af þjóðarskútunna
Taka þátt í alþjóðasamfélaginu
Velferðarstjórn (um stjórn sem hefur tekið að sér að rústa sjálfviljug velferðakerfinu)
Þessi kemur frá Þórði: göngum óbundnir til kosninga
Verðum dæmd af verkum okkar....
Þessi kemur frá Magnúsi:Verðum að ganga í ESB (endurtekið í síbylju)
Þessi kemur frá Tryggva: Förum alla leið ( til helvítis)
Hilmar á þessa tvo: Allt uppi á borðum og
ÞETTA ER EKKI TÆKT Í ÞJÓÐARAATKVÆÐAGREIÐSLU
En SR segir: gríman fallin og skilaboðin standa eftir í tærri-snilld: Haltu-kjafti-borgaðu.
![]() |
Lögbanni mögulega hnekkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.8.2009 kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2009-08-01
Hvað á erindi til almennings?
Það er algjör hneisa að reyna af öllu afli að troða Icesave samningnum, sem fjöldi virtra og sérfróðra einstaklinga hafa bent á að MJÖG vondir samningar, en gera síðan
EKKERT til þess að hreinsa til í spilltri stjórnsýslu, skilanefndum, bönkum og stjórnmálum.
Hvað segir það um vilja ríkisstjórnarinnar til þess að afla trausts?
Eða hvað segir Finnur Sveinbjörnsson sem situr í boði núveraðndi ríkissjórnar: að upplýsingar um viðskiptavini Kaupþings eigi ekki erindi til almennings.
Hvað á erindi til almennings? Greiðsluseðlarnir?
Er það þess vegna sem við kjósum stjórnvöld?
Til þess að þau geti látið senda okkur greiðsluseðla fyrir skuldum útrásarvíkinganna?
![]() |
Kaupþing fékk lögbann á RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
2009-08-01
Erlendir lánadrottnar græða á kreppunni
WSWS fjallar um það hvernig stærstu bankarnir raka upp gróða í kreppunni.
Nýleg grein í Der Spiegel undir titlinum "Græðgin snýr aftur -bankarnir enduropna alheimsspilavítið" veitir nokkra innsýn í orsakir uppgangs fjármálakerfisins. Virtur fjármálasérfræðingur segir, fyrir nokkrum árum urðu bankarnir ríkir á innistæðum viðskiptavina, síðan urðu þeir ríkir á peningum hluthafa en nú hafa bankarnir náð tökum á stærstu uppsprettu fjármagns, fjármagni skattgreiðenda.
Bankamenn eru glaðhlakkalegir og segja: skattgreiðendur eru að greiða fyrir spilapeninganna. Það getur ekki orðið betra.
Skattheimta sem er sett í fjármálakerfið á rætur sínar í Bandaríkjunum. Árið 2008 settu Bandaríkjamenn 23.7 trilljónir bandaríkjadala í bankakerfið. Það er 1.7 sinnum verg landframleiðsla Bandaríkjamanna.
Peningar sem eru settir í fjármálakerfi eru teknir úr velferðakerfinu. Sátt hefur ríkt um það lengi vel að skattheimta þjóni innri gerð samfélagsins, tryggi samgöngur, veitur, heilbrigðiskerfi og menntun.
Sífellt er að vera að einkavæða þessa þætti samfélagsþjónustu en á sama tíma hækka skattar. Almenningur þarf að greiða skatta auk þjónustugjalda sem áður voru innifalin í sköttum. Stjórnmálamenn sem fjármálakerfin hafa náð að spilla vinna að því að ræna velferðarkerfinu frá almenningi og færa það fjármálakerfinu.
Fjárhæð sem svarar 30% af vergri framleiðslu í heiminum hefur verið sett í fjármálakerfin. Þetta framlag ríkisstjórna gera fjármálakerfinu kleift að halda uppteknum hætti við spákaupmennsku og spilavítishegðun.
Ríkissjóðir eru hins vegar ofurskuldsettir og skilja eftir skuldir fyrir komandi kynslóðir að takast á við en fjármálakerfið græðir á viðskiptum með ríkisskuldabréf.
Bankarnir forðast hinsvegar að lána til atvinnuveganna, telja það of áhættusamt. Þessi staða neyðir fyrirtæki til þess að selja skuldabréf með mjög háum vöxtum og enn græða bankarnir.
Fyrirtækin tapa hins vegar. Þau dragast inn í spíral vegna hárra vaxta og verða ofurskuldsett. Fyrirtæki skulda á fyrstu sex mánuðum þessa árs (vegna útgáfu skuldabréfa) 50% meira en meðaltal síðustu þriggja ára.
Og einstaklingar í bankakerfinu græða. Laun bankastarfsmanna hafa rokið upp eða um 20 til 30% á þessu ári.
Þetta vandamál sem rakið er hér að ofan bitnar á öllum almenningi í öllum löndum en hvergi eins og á Íslandi. Fjármálakerfið á stjórnmálamenn eins og athafnir þeirra bera greinilega með sér. Stjórnmálamenn kengbeygja sig undir fjármálakerfið um leið og þeir komast til valda. Afleiðingarnar eru: veikburða atvinnulíf, veikburða velferðakerfi og aukin mismunun.
Jafnvel í löndum sem hafa haft orð á sér fyrir þróað velferðakerfi eins og t.d. Svíþjóð, er fólk farið að éta úr ruslatunnum. Á Íslandi hefur hin frjálsa markaðshyggja, sem sjálfstæðisflokkurinn hefur ásamt samfylkingu og framsókn hafa inleitt, leitt til aukinnar mismununar, lakari tannvernd barna, aukna ásókn almennings í hjálparstofnanir, aukið atvinnuleysi o.s.frv.
Þetta sumar er hvíldarsumar Íslendinga því ef Icesave verður samþykkt og ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður framfylgt mun hryllingurinn blasa við Íslendingum þegar líða fer á veturinn.
![]() |
Ísland – það sem læra má af efnahagshruninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-08-01
Þakka þér fyrir Eva Joly
Eva Joly er óspillt. Hún tekur skildur sínar alvarlega. Hún skilur græðgina sem stýrir þeim sem komist hafa til mikilla valda. Hún skilur að forsendur í fjármálakerfinu brustu og hún skilur að menn þráast við að draga af því lærdóm.
Það er í raun óraunverulegt hversu fátæk stjórnmálastéttin á Íslandi er af heilsteyptum einstaklingum sem geta tekið yfirvegaða afstöðu með velferð þjóðarinnar í huga.
Hvers vegna er ríkisstjórnin tilbúin til þess að þræða leið sem mun gera þessa þjóð að einni þeirri fátækustu í heimi?
Hvers vegna hafnar ríkisstjórnin algjörlega rökun og trúir blint á stofnun sem hefur skilið efir sig blóði drifna slóð hvar sem hún hefur haft viðkomu í heiminum.
Ef Icesave samningurinn verður samþykktur þá mun það festa þjóðarbúið í spíral sem mun leiða til þess að landið verður eitt það fátækasta í heimi. Kynslóðin sem er vaxtarsproti samfélagsins mun flýja. Alþjóðafyrirtæki halda áfram að fara ránshöndum um þjóðarbúið.
Hvað vakir fyrir samfylkingunni. Ætlar hún að ríkja hér yfir flaki þess sem einu sinni var samfélag í boði ESB?
![]() |
Stöndum ekki undir skuldabyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2009-08-01
Eva Joly enn til hjálpar
Ef farið verður að kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Breta og Hollendinga mun það gera Ísland að einni af fátækustu þjóðum í heimi segir Eva Joly.
Hún gagnrýnir Norðurlöndin og ESB harðlega fyrir fylgni þeirra við kröfur Breta sem eiga sér pólitískar rætur.
Grein Evu Joly hefur verið birt í fjórum erlendum fjölmiðlum.
2009-08-01
Dómsdagsprédikun prófessorsins
Ég leit á fréttirnar á stöð 2 í kvöld og dauðbrá þegar ég hlutstaði á dómsdagsprédikun Þórólfs Mattíassonar. Maðurinn virðist vera haldinn einhverri ógnartaugaveiklun og sjá dauða og djöful í kjölfar þess að Icesave samningurinn verður felldur.
Ég hef séð Þórólf úttala sig í fjölmiðlum undir titlinum prófessor um málefni sem eru ekki á hans sérsviði, t.d. lögfræðileg málefni. Það dregur úr trúverðugleika hans sem prófessors þegar hann fer að tala um málefni sem hann, með fullri virðingu, hefur ekki sérfræðiþekkingu til þess að tjá sig um undir þeim titli.
Nú myndi ég ætla að Þórólfur hefði eitthvað vit á því hvað orðið ekonomísk renta þýðir. Ég myndi einnig ætla að hann skyldi hvað það þýðir þegar alþjóðafyrirtæki og kvótafurstar flytja stöðugt hagfræðilega rentu af verðmætasköpun í landinu til annarra þjóða.
Alþjóðafjármálakerfið og alþjóðafyrirtæki ná ítökum í þjóðfélögum með því að skuldsetja þau. Þetta ætti Þórólfur að vita. Þegar þjóðfélög eru orðin ofurskuldsett eru þau ekki lengur í stöðu til þess að rísa upp gegn erlendu valdi. Þetta ætti Þórólfur að vita.
Ef samningurinn um Icesave verður samþykktur er það upphafið á löngu niðurlægingarferli þjóðarinnar. Ef samningurinn verður ekki samþykktur þá er það upphafið af miklum erfiðleikum sem þjóðin mun rísa upp úr með reisn. Hún mun gera það á tiltölulega skömmum tíma.
Grunnur samfélagsins er sterkur ef menn bera sig rétt að við endurreisn þess. Viðskiptajöfnuður er nú þegar jákvæður. Þeir sem þurfa á þeim verðmætum að halda sem eru sköpuð á Íslandi munu kaupa þau.
Þeir sem munu fælast Ísland eru aðilar sem skila engum verðmætum í þjóðarbúið heldur þvert á móti arðræna það með því að flytja hagfræðilega rentu úr landi. Reynsla okkar af stóriðjunni sem skilar þjóðarbúinu tapi og er að setja Landsvirkjun á hausinn ætti að kenna okkur það.
Ef ég ætti að geta mér til myndi ég giska á að hræðsluáróður Þórólfs sé runnin undan rifjum samfylkingarinnar og offorsi þeirra við að notfæra sér ringulreiðina sem samfylkingin hefur átt þátt í að skapa til þess að troða þjóðinni með góðu eða illu inn í ESB.
Ég get þó allavega sagt í fullri hreinskilni að ég varð hneyksluð þegar ég hlustaði á málflutning Þórólfs. Svona kjaftæði og hræðsluáróður ætti ekki að koma úr ranni Háskóla Íslands.
Ég er mun hræddari við þá sviðsmynd sem samþykki Icesave samningsins birtir heldur en þá sem höfnun hans birtir.
Auðlindaræningjar hafa verið eitt helsta vandamál þjóðarinnar um langa hríð en vandamálið var falið í skjóli fjármálabólunnar. Auðlindaræningjum má skipta í þrjá hópa þótt margir einstaklingar skipa fleiri en einn þessara hópa. Þetta eru kvótabraskarar, fjármálabraskarar og erlend stóriðja. Þeir sem hafa gert þessum aðilum kleift að fara um ránshendi eru stjórnmálamenn, embættismenn, fjölmiðlamenn og prófessorar við Háskóla Íslands sem aðhyllast einhverra hluta vegna arðrán.
Hugtakið traust hefur verið mikið í umræðunni. Ríkisstjórnin beinir sífellt kastljósinu að trausti fjármálakerfisins á Íslensku þjóðarbúi. Ríkistjórnin virðist telja að það sé hlutverk íslensks almennings, skattgreiðenda að endurvinna það traust sem stjórnmálamenn, embættismenn og þeir sem mútuðu þeim, hafa rústað.
Þetta er algjör ranghugsun. Verði þessi leið farin munu þeir einir sem vilja arðræðna þjóðarbúið treysta ríkisstjórninni til þess að leifa þeim það. Heiðarleg fyrirtæki munu ekki leita til Íslands. Hvers vegna? Vegna þess að hér fara spillingaröflin enn með hið raunverulega vald.
Þetta er augljóst þegar skoðað er hverjir eru enn að störfum og við völd í bönkum, í ráðuneytum, í löggæslunni og í dómskerfinu. Sviksemi ríkisstjórnarinnar við almenning er algjör.
Það er algjör hneisa að reyna af öllu afli að troða Icesave samningnum, sem fjöldi virtra og sérfróðra einstaklinga hafa bent á að MJÖG vondir samningar, en gera síðan EKKERT til þess að hreinsa til í spilltri stjórnsýslu, skilanefndum, bönkum og stjórnmálum. Hver trúir því að slík ríkisstjórn hafi áhuga á raunverulegu trausti?
Eða hvað segir Finnur Sveinbjörnsson sem situr í boði núveraðndi ríkissjórnar: að upplýsingar um viðskiptavini Kaupþings eigi ekki erindi til almennings.
Hvað á erindi til almennings?
Greiðsluseðlarnir?
Er það þess vegna sem við kjósum stjórnvöld?
Til þess að þau geti látið senda okkur greiðsluseðla fyrir skuldum útrásarvíkinganna?
![]() |
Samkomulag um greiðslu frá AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-08-01
Var ekki búið að spá að hann yrði kl. 23.45?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)