Ég er að velta því fyrir mér hvort ég sé reið

Fáránleiki þeirrar tilveru sem við Íslendingar erum að upplifa nær út fyrir þann tilfinningaskala sem við höfum þróað með okkur. Ég hef hitt fjölda fólks og hver og einn lýsir tilfinningum sínum á mismunandi máta.

Tilfinningar má greina í:

Baráttuanda

Uppgjöf

Reiði

Sárindi

og svo eitthvað sem ég kann alls ekki að skilgreina.

Fáránleiki tilverunnar er slíkur að nánast órgerlegt er að koma honum fyrir í því tilfinningakerfi sem við höfum þróað í umhverfi sem við héldum að væri siðmenntað.

Hvers vegna ekki að afskrifa skuld kvótagreifans?

Hann keypti jú Toyota og hefur kannski veðsett kvóta sem hann sennilega hefur fengið gefins (bara mín ályktun).

Nennti ekki að lesa þessa frétt vegna þess að það er ekki pláss fyrir hana í mínu tilfinningakerfi.

Ég stóð á Austurvelli þann 17. janúrar síðastliðinn og öskraði yfir tíu þúsund manns....

Við erum komin hérna saman vegna þess

að okkur er misboðið

Mér er enn misboðið


Ríkisstjórninni ekki treystandi?

Blaðamaðurinn Ola Storeng veltir því fyrir sér hvort Norðmenn eigi að styðja Breta og Hollendinga í áhlaupi þeirra á Ísland.

En Storeng segir einnig:

Tillitssvikten til landets politikere er fundamental

....eða vantraust til íslenskra stjórnmálamanna er grundvallarvandamál.

Já traust landsmanna til stjórnmálamanna er grundvallaratriði.

Skilningur Ríkisstjórnarinnar á þessu grundvallaratriði hefur algjörlega brugðist.

Gömlu stjórnmálabrellurnar voru dregnar upp úr skúffunum.

 Leynimakk, blekkingar og gamli klíkuskapurinn.

Hún hefur verið svo upptekin af því að þóknast "alþjóðasamfélaginu" að þjóðin hefur verið gróflega vanrækt.

Virðingarleysið sem ríkisstjórnin hefur sýnt þjóðinni hefur verið átakanlegt. Orð Ingibjargar Sólrúnar eftir hrunið "þið eru ekki þjóðin" virðist hafa gefið tóninn hvað samfylkinguna varðar og fjármálaráðherrann hefur verið samstíga samfylkingunni.

Skilningur ríkisstjórnarinnar á því að þjóðin er í sárum, eftir meðferð samfylkingar og sjálfstæðisflokks sem þjónuðu kvótaspillingaröflunum og útrásarliðinu af trúmennsku, virðist vera af skornum skammti.

Mikill órói er í samfélaginu þrátt fyrir að aðgerðirnar gegn þjóðinni eru á byrjunarstigi.

Hvernig ætla þessir stjórnmálamenn að komast í gegn um þetta kjörtímabil með þjóðina á móti sér?

Ekki varð eingöngu siðrof heldur einnig trúnaðarrof á milli stjórnvalda og þjóðarinnar

Ríkisstjórninni væri vorkunn að vaða í þeim skít sem sjálfstæðisflokkur hefur skilið eftir sig ef hún héldi ekki áfram að maka honum yfir þjóðina.


mbl.is Íslendingar hætta í NASCO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Bloggfærslur 19. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband