Ég er að velta því fyrir mér hvort ég sé reið

Fáránleiki þeirrar tilveru sem við Íslendingar erum að upplifa nær út fyrir þann tilfinningaskala sem við höfum þróað með okkur. Ég hef hitt fjölda fólks og hver og einn lýsir tilfinningum sínum á mismunandi máta.

Tilfinningar má greina í:

Baráttuanda

Uppgjöf

Reiði

Sárindi

og svo eitthvað sem ég kann alls ekki að skilgreina.

Fáránleiki tilverunnar er slíkur að nánast órgerlegt er að koma honum fyrir í því tilfinningakerfi sem við höfum þróað í umhverfi sem við héldum að væri siðmenntað.

Hvers vegna ekki að afskrifa skuld kvótagreifans?

Hann keypti jú Toyota og hefur kannski veðsett kvóta sem hann sennilega hefur fengið gefins (bara mín ályktun).

Nennti ekki að lesa þessa frétt vegna þess að það er ekki pláss fyrir hana í mínu tilfinningakerfi.

Ég stóð á Austurvelli þann 17. janúrar síðastliðinn og öskraði yfir tíu þúsund manns....

Við erum komin hérna saman vegna þess

að okkur er misboðið

Mér er enn misboðið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Var ekki verið að segja að hann væri nýbúinn að fjárfesta í nýrri flugvél.

Kannski bara til að koma sér fyrr í burtu ? Maður spyr sig.

Lilja Skaftadóttir, 19.8.2009 kl. 17:15

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er algjörlega forhert lið og lítur á sjálfa sig sem rétthafa alls þess sem landið hefur gefið af sér. Klúðruðu málunum þegar þeir fóru að seilast eftir fjármunum annarra þjóða.

OG ríkisstjórnin er ekki að vinna gegn þessu liði.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.8.2009 kl. 17:58

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég brast í skellihlátur þegar ég las fréttina. Maður fer eiginlega að hætta að reiðast og blogga frá sér allt vit. Ástandið er svo klikkað og súrealískt að ég er farin að hafa gaman af svo undarlegt sem það er. Hvaða klikkun kemur næst spyr maður sig og bíður spenntur. Verst er að sama hvað við hneykslumst það breytir fáu ef þá nokkru í raun. Byltingin fæddist andvana og er að éta börnin sín sbr. lætin og fáránleikan í Borgararhreyfingunni. Það mun ekkert breytast nema við hreinni og klárri byltingu fólksins sem tekur völdin og hreinsar til í kerfinu.

Kv, ari

Arinbjörn Kúld, 19.8.2009 kl. 22:33

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ég held að það þurfi að henda þessu liði út í hafsauga.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.8.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband