Millistéttin skotspónn spillts stjórnarfars

Afleiðingin af stefnu stjórnvalda er að hlutfall fátækra á Íslandi mun stækka og millistéttin mun skreppa saman.

Bilið á milli fátækra og ríkra eykst hratt.

Fjórflokkurinn hefur tekið að sér að verja lénsherraskipulagið á Íslandi.

Michael Hudson segir að hann trúi því ekki að stjórnvöld muni komast upp með að viðhalda þessari stefnu. Stefnu sem gerir meirihluta þjóðarinnar að leiguliðum.

Michael Hudson segir að skilaboð stjórnvalda séu "þið verðið að beygja ykkur undir lénsveldið vegna þess að það er leiðin inn í framtíðina" en hvað sagði Jóhanna "Íslendingar eru reiðir en þeir skulu færa fórnir" í Financial Times. Já það sagði hún.

Þetta er brjálæði bætir Hudson síðan við

Viðmælandi hans spáir reiði Íslendinga. Ég spái því að reiðin eigi eftir að koma upp á yfirborðið þegar að ójafnvægið eykst.

Yfirlýsingar félagsmálaráðherra um afskriftir til handa sérvöldum einstaklingum munu valda því að það sýður upp úr.

Þeir sem hafa hagað sér óskynsamlega munu samkvæmt þessari fyrirætlun njóta niðurgreiðslna á kostnað skattgreiðenda sem þurfa að fullu að greiða sínar skuldir.


Michael Hudson skefur ekki af því

Hann segir að Íslendingar trúi því að "the way to get rich is to get raped."

Hann ráðleggur eindregið að þeirri leið skuldasöfnunar sem stjórnvöld eru að velja sé hafnað. Telur að það taki 100 ár fyrir Ísland að rísa úr feninu sem verið er að kom því í.

Hann aftekur að það muni auka lánstraust Íslendinga að safna meiri skuldum.

Hann segir að samningarnir við stóriðjuna séu svo arfalélegir að það verði ekki skýrt með öðru en spillingu íslenskra embættismanna.

Hudson var spurður hvort Íslendingar myndu láta undan hótunum. Hann sagði að það kæmi í ljós eftir kosningar. Hvað finnst ykkur?

Ég fyrir mitt leyti tel að ríkisstjórnin sé að haga sér eins og bleyður.

Hudson líkir stjórnarfari á Íslandi við Stalínískt kleptókrati!

Hann nefnir kvótakerfið sem dæmi um þetta.

Íslendingar eiga skilyrðislausan rétt á því að njóta arðseminnar af auðlindunum en það er hægt að tryggja með auðlindaskatti.

Ríkisstjórnin hefur ekki sýnt því nokkurn áhuga að leiðrétta þennan ófögnuð og virðist helst ganga erinda alþjóðafyrirtækja í stefnu sinni.

Ég spáði því strax í haust að stjórnmálamenn myndu selja Ísland í stað þess að takast á við þann vanda sem við blasir.

Í kjölfar hrun kommúnismans í Rússlandi jókst dánartíðni um 30%.


mbl.is Reiknað auðlindagjald 72 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sekt mín

Ég fæ þau skilaboð nánast á hverjum degi að ég hafi framið glæp. Börnin mín fá líka skilaboð um sína ábyrgð á hruni bankanna.

Mér er tjáð að með meðferð atkvæði míns og sofandaháttar í aðdraganda bankahrunsins hafi ég gerst meðsek í glæpnum. Mér er tjáð að ég hafi gefið yfirvöldum umboð til þess að samtvinnast glæpamafíunni með atkvæði mínu og sofandahætti.

Ég hef auðvitað lært á mistökum mínum og ákveðið að fremja ekki fleiri glæpi. Í síðustu kosningum kaus ég sjálfa mig í þeirri vissu að ég hef aldrei blandað geði við útrásarvíkinga og þegið af þeim mútur.

Ég hef líka hrist af mér slenið og skipt mér af því sem stjórnmálamenn eru að gera til þess að firra mig meðsekt í glæp þeirra. Viðbrögð þeirra eru misjöfn. thumbs__MG_2740

Sumir stjórnmálamenn vilja alls ekki að ég sé að skipta mér af störfum þeirra heldu eingöngu að ég borgi launin þeirra.

En svörin sem ég hef fengi frá þingmönnum eru misjöfn:

...Jakobína viltu vera svo væn að taka mig af þessum póstlista

...Ég bið þig bara um að hlífa mér við skriflegar hugrenningar

...Gott að fá þetta meitlað svona í stein

og svo...

Það er rétt sem þú segir eitt stærsta spin Íslandssögunnar var sett í gang vegna Icesave .....

 

stjornlandsbanka2007

 


mbl.is Höfða einkamál gegn hrunfólkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefa þau skít í Ísland?

Það hefur verið athyglisvert að horfa upp á hvernig fólk sem komið er yfir sextugt, fékk fasteignir sínar nánast gefins og er almennt búið að koma sér fyrir í lífinu við kjöraðstæður vill fórna ungviði þessarar þjóðar til þess að leysa úr klúðri sem það hefur komið þjóðarbúinu í með gengdarlausri sjálfhverfni sinni.

Stjórnarfar á Íslandi hefur þróast út í það sem kallað er kleptokrati og jaðrar við fasisma. Valdhafarnir hafa gert sjálfa sig af forréttindastétt sem ekki þurfa að fara að lögum eða virða stjórnarskrá. Mannréttindabrot eru viðurkennd sem hið viðtekna ef það þjónar valdhafanum.

Nú er komið að því að samfylkingin berji það í gegn að komandi kynslóðir taki á sig syndir feðranna.

Samfylkingin hafði umsjá með bankamálunum í aðdraganda bankahrunsins og ber við heimsku þegar hún er rukkuð um skýringar á vanburðum sínum við að takmarka skaðann af þeirri samtvinnun embættisfærslna og glæpastarfsemi sem átti sér stað í umsjá samfylkingar.

Nú á að koma glæpnum yfir á börnin

Fjármálaráðherrann fullyrðir að hann beri ábyrgð á samningum við Breta og Hollendinga.

Fjármálaráðherrann lofar glæsilegri niðurstöðu í Icesave-samningnum

Nú þegar ljóst er orðið þvílíka hörmung Svavar Gestsson snéri með heim í farteskinu ætlar þá fjármálaráðherrann að axla ábyrgð?


mbl.is Icesave afgreitt úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangur blekkinganna

Ég sendi þingmönnum eftirfarandi bréf og vona að því verði vel tekið:

Ég er farin að velta því fyrir mér í fullri alvöru hvort

"valdhafar"

njóti aðstoðar sérfræðinga við að slæva dómgreind þingmanna og almennings.

Ég kem ekki alveg að tómum kofanum í þessum vangaveltum þar sem ég byggi doktorsverkefni mitt að hluta á kenningum um hvernig skilningur þróast sem félagslegt fyrirbæri.

Ég var að horfa á myndbönd með gömlum fréttum. Steingrímur talar um að Icesave muni kosta Íslendinga nokkra milljarða.  Ein úrklippan sýnir Jóhönnu þar sem hún fullyrðir að eignasafn Landsbankans standi undir 95% skuldbindinga. Hún minnist ekki á að Bretar og Hollendingar hafi fengið forræði yfir helmingi eignasafns. Síðan er gömul frétt á stöð 2 sem segir að Icesave samningurinn muni kosta Íslendinga 30 til 180 milljarða.

Ein úrklippa með Steingrími þar sem hann fullyrðir að hann treysti Svavari Gestssyni. (Steingrímur talar um glæsilegar samningsniðurstöður!)

 

Þannig gengur þetta koll af kolli. Smáskammtar hér og þar og myndin verður smám saman skýrari. Ég hef orðið mjög ríka trú að því að þetta sé skipulagður blekkingarleikur hannaður af sérfræðingum.

Mannshugurinn hefur takmarkaða getu til þess að taka inn nýjar upplýsingar. Eftir því sem upplýsingarnar eru fjær þeim veruleika sem er þekktur í viðkomandi reynsluheimi því lengur tekur að vinna úr þeim, máta við gildi og gefa þeim merkingu.

Blekkingarleikurinn er hannaður til þess að slæva dómgreind þingmanna. Upphaflega var markmiðið að leyna þingmenn innihaldi Icesave en þegar það brást hófst ferli sem miðaði að því að fá þingmenn til þess að breyta gegn hagsmunum þjóðarinnar (þetta er mín ágiskun)

Það er ekkert undarlegt við það þótt ég reyni að koma þessari atburðarrás í eitthvert það form sem ég tel mig skilja því umræðan undanfarna mánuði hefur verið absúrd.

Þingmenn eru búnir að láta telja sér trú um að það geti verið til verri sviðsmynd en sú sem kemur til með að mæta uppvaxandi kynslóð ef ríkisábyrgð á þessum samningi verður samþykkt. 

Það er búið að draga athygli þingmanna frá óréttmæti þessa samnings, óheyrilegu ofmati á skaða Breta og Hollendinga og hrikalegum skilyrðum í samningnum. Athygli þingmanna hefur verið beint að því hvort fyrirvarar haldi.

Auðvitað halda fyrirvararnir ekki. Ekki vegna þess að það sé ekki hægt að færa rök fyrir því að þeim verði ekki hnekkt heldur vegna þess að í þessu máli hefur röklegt samhengi verið hunsað frá upphafi og svo verður áfram.

Rökleysan verður áfram skömmtuð ofan í fólk þangað til það fer að líta á hana sem eðlilega og fer svo bara að hugsa um eitthvað annað.

En Ísland verður aldrei samt.


Það er svo gleðilegt að geta treyst valdhöfum

Getur það verið að Icesave klúðrið sé ávöxtur sérlegrar heimsku ráðamanna

eða voru blekkingarnar hannaðar frá upphafi til þess að slæva dómgreind almennings.

Ég sem tek áhættuna....segir Steingrímur....Er það ekki öll þjóðn sem þarfa að taka afleiðingunum.

Hvar er áhætta þín Steingrímur?


Er Svavar Góður samningamaður


Hvernig hugsa þingmenn til Svavars Gestssonar núna?

Hvernig hugsar Svavar Gestsson til Svavars Gestssonar húna?

Þeir sem vilja láta í ljós skoðun sína á samningsbrögðum Svavars Gestssonar geta gert það hér með þáttöku í skoðanakönnun.


mbl.is Funda um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband