Millistéttin skotspónn spillts stjórnarfars

Afleiðingin af stefnu stjórnvalda er að hlutfall fátækra á Íslandi mun stækka og millistéttin mun skreppa saman.

Bilið á milli fátækra og ríkra eykst hratt.

Fjórflokkurinn hefur tekið að sér að verja lénsherraskipulagið á Íslandi.

Michael Hudson segir að hann trúi því ekki að stjórnvöld muni komast upp með að viðhalda þessari stefnu. Stefnu sem gerir meirihluta þjóðarinnar að leiguliðum.

Michael Hudson segir að skilaboð stjórnvalda séu "þið verðið að beygja ykkur undir lénsveldið vegna þess að það er leiðin inn í framtíðina" en hvað sagði Jóhanna "Íslendingar eru reiðir en þeir skulu færa fórnir" í Financial Times. Já það sagði hún.

Þetta er brjálæði bætir Hudson síðan við

Viðmælandi hans spáir reiði Íslendinga. Ég spái því að reiðin eigi eftir að koma upp á yfirborðið þegar að ójafnvægið eykst.

Yfirlýsingar félagsmálaráðherra um afskriftir til handa sérvöldum einstaklingum munu valda því að það sýður upp úr.

Þeir sem hafa hagað sér óskynsamlega munu samkvæmt þessari fyrirætlun njóta niðurgreiðslna á kostnað skattgreiðenda sem þurfa að fullu að greiða sínar skuldir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég verð bara að nota tækifærið og dást að ofurkrafti þínum. Það er sannarlega huggun að vita af þvílíkri baráttukonu sem þér á þessum voða tímum!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.8.2009 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband