Michael Hudson skefur ekki af því

Hann segir að Íslendingar trúi því að "the way to get rich is to get raped."

Hann ráðleggur eindregið að þeirri leið skuldasöfnunar sem stjórnvöld eru að velja sé hafnað. Telur að það taki 100 ár fyrir Ísland að rísa úr feninu sem verið er að kom því í.

Hann aftekur að það muni auka lánstraust Íslendinga að safna meiri skuldum.

Hann segir að samningarnir við stóriðjuna séu svo arfalélegir að það verði ekki skýrt með öðru en spillingu íslenskra embættismanna.

Hudson var spurður hvort Íslendingar myndu láta undan hótunum. Hann sagði að það kæmi í ljós eftir kosningar. Hvað finnst ykkur?

Ég fyrir mitt leyti tel að ríkisstjórnin sé að haga sér eins og bleyður.

Hudson líkir stjórnarfari á Íslandi við Stalínískt kleptókrati!

Hann nefnir kvótakerfið sem dæmi um þetta.

Íslendingar eiga skilyrðislausan rétt á því að njóta arðseminnar af auðlindunum en það er hægt að tryggja með auðlindaskatti.

Ríkisstjórnin hefur ekki sýnt því nokkurn áhuga að leiðrétta þennan ófögnuð og virðist helst ganga erinda alþjóðafyrirtækja í stefnu sinni.

Ég spáði því strax í haust að stjórnmálamenn myndu selja Ísland í stað þess að takast á við þann vanda sem við blasir.

Í kjölfar hrun kommúnismans í Rússlandi jókst dánartíðni um 30%.


mbl.is Reiknað auðlindagjald 72 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kleptokratí er þjófaveldi. Fyrst létum við bankana og útrásarvíkingana ræna okkur, síðan tvö aflóga nýlenduveldi, Bretland og Holland. Og fjórhöfða Icesave-flokkurinn bugtar sig og beygir.

Jón Valur Jensson, 25.8.2009 kl. 20:40

2 Smámynd: Jens Guðmundur Jensson

Það þarf fyrst að afnema lýðræðið í núverandi mynd til að geta endurreist það. Þetta gerist best með að núverandi ríkisstjórn falli og mynduð verði stjórn XD,XS og XB. Þá fáum við þá skálmöld sem er nauðsynleg til að hreinsa til. Stjórn landsins síðustu 10 til 15 árin hefur innleitt hugar og réttarfar sem ekki þjónar réttlætinu, né verndar almenning í landinu. Réttarfar sem ekki er nothæft til að fullnægja réttlæti eins og réttlæti skal fullnægt. Enda verða engir dæmdir ef ekki verður kollsteypa. Réttlætið verður að ná yfir lög. Ef það gerir það ekki, eru lögin ekki í þágu réttlætisins. Þetta er sú staðreynd sem við horfum fram á á Íslandi í dag. Lög okkar og reglur eru svo teygjanleg að þau duga ekki til að sakfella þá ódæðismenn sem hafa steypt landinu í glötun og ógnað sjálfstæði þjóðarinnar.

Leitum í Íslendingasögurnar eftir lausnum.

Jens Guðmundur Jensson, 25.8.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband