Ég var að lesa bloggfærslu hjá konu sem leyfir ekki athugasemdir við bloggið hjá sér. Engin hefur sagt mér að þessi kona sé í samfylkingunni en ég hef samt myndað mér þá skoðun út frá hegðun hennar að hún hljóti að vera í samfylkingunni.
Það er ekki vinsælt að hafa sjálfstæðar skoðanir í samfylkingunni og nánast bannað að viðra þær. Víst skapast ró með því að banna sjálfstæða hugsun og skoðanaskipti en á hinn bóginn leiðir það líka til stöðnunar og kúgunar.
Í skrifum konunnar sem heitir Þórdís Bára Hannesdóttir endurspeglast vel forræðishyggja og virðingarleysi gagnvart venjulegu fólki en titill færslu hennar er "er Steingrímur J. búin að missa tökin á eigin flokki"? Minn skilningur á lýðræðislegum stjórnmálum er að menn séu skipaðir í forystu til þess að koma fram vilja flokksfélaga og kjósenda. Þórdís virðist hins vegar líta á flokkinn sem eign forystunnar og félagsmenn sem eitthvað sem forystan eigi að hafa tök á.
Sérlega virðist Þórdísi vera í nöp við að að dómgreind, sjálfstæð hugsun og heiðarleiki eigi sér bólfestu í hugum nokkurra þingmanna Vinstri grænna.
Skrif Þórdísar eru dæmigert sýnishorn af hegðun þeirra sem líta svo á að öllu skuli fórna fyrir völd en hún segir:
Nú er því miður að koma í ljós að mjög erfitt eða ómögulegt er að vinna með VG í ríkisstjórn.
Að ób[r]eyttu neyðist Jóhanna Sigurðardóttir til þess að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga því svona uppákomur geta ekki staðið nema í mög stuttan tíma.
Orð Þórdísar bera með sér að ekkert sé ásættanlegt í samvinnu við samfylkinguna annað en algjört einræði samfylkingarinnar.
Þórdís segir að lokum:
Þannig virðast reynslulitlir þingmenn VG hafa látið stjórnarandstöðuna plata sig til þess að fella ríkistjórn félagshyggjuaflanna sem átti að standa um langa framtíð samkvæmt óskhyggju Steingríms.
Við þessu vil ég segja við Þórdísi:
Samfylkingin starfar alls ekki sem félagshyggjuflokkur þó hún kjósi að kalla sig það. Samfylkingin og Steingrímur J. hafa starfað í einu og öllu á forsendum fjármálakerfisins og hugmyndafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem þau lúta.
Þingmenn sem hún kýs að kalla reynslulitla (sennilega er Ögmundur í þeim hópi) eru þingmenn sem hafa látið dómgreindina ráða fremur en valdagræðgi og þýlindi við fjármálavaldið.
Framganga samfylkingarinnar kemur ekki á óvart þegar tekið er tillit til að ekkert var gert til þess að hreinsa til í flokknum eftir að flokkurinn keyrið þjóðarbúið í þrot. Krosstengdir stjórnmálamenn sem hafa þegið mútur eru þar enn við völd.
![]() |
Skoðanir enn skiptar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Birgitta Jónsdóttir, Þór Saari og Margrét hafa staðið sig vel sem málsvarar borgara inni á þingi. Þau hafa lagt sig fram um að verja málstað afkomenda okkar. Þráinn Bertelsson hefur fyrir vikið viljað láta reka þau af þingi ef marka má málflutning hans í fjölmiðlum.
Borgarahreyfingin er ungt afl sem er í mótun og kjósendur borgarahreyfingarinnar er fólk sem er búið að fá nóg af sérhagsmunapoti og spillingu fjórflokksins.
Þráinn kann ekki við það að þingmenn borgarahreyfingarinnar hafa tekið afstöðu með þessum kjósendum sínum og valið að fylgja valdaklíkunni sem er búin að eyðileggja friðsældina, réttaröryggið, lýðræði og efnahag á Íslandi svo eftir hefur verið tekið um heim allan.
![]() |
Fyrr frýs í víti en ég skipti um flokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-08-09
Aulahrollur
Þarna sitja þeir og ræða fyrirvara á óformlegum vinnufundi.
Stjórnmálamenn henda fram óræðum hugtökum sem þeir skilgreina nánast aldrei og ég er farin að stórefast um að þeir skilji sjálfir.
Hugtök eins og endurreisn efnahagslífsins. Ríkisstjórnin situr við fótskör landshöfðingjans Rozwadowski og hlýðir á kenningar hans. Kyngir hugtökunum án þess að leita frekari skýringa.
Þetta er hættulegt fólk sem vegna vangetu og hagsmunapots mun leiða samfélagið á vonarvöl ef ekki verður gripið inn í þetta ferli.
Hvað er að gerast í samfélaginu akkúrat í dag?
Tugir þúsunda ganga atvinnulausir
Skjaldborgin hefur gufað upp
Taka á lán sem má ekki nota og allir vita að má ekki nota. Til hvers?
Svavar Gestsson skrifaði undir samning sem afsalaði Íslendinga réttindum án þess að nokkuð kæmi í staðinn.
Skilanefndirnar leika sér að almannafé
Spilltir embættis menn sitja við kjötkatlanna
Ekkert hefur verið gert til þess að umbreyta morknu stjórnafari
Bönkunum er stjórnað af útrásarvíkingum
Útrásarvíkingar eru að hirða verðmæti almennings í skjóli vinstri stjórnar (Hitaveita Suðurnesja)
Einkavæðing í fullu blússi, almenningur byggir upp verðmæti sem síðan eru færð í hendur fárra
Fjórflokkurinn ver spillinguna sem aldrei fyrr.
Útsendarar fjórflokksins (t.d. Þráinn) gera nú allt til þess að splundra Borgarahreyfingunni rétt eins og þeir réðust inn í frjálslynda flokkinn á sínum tíma til þess að verja kvótakerfið.
Hvað segir fjórflokkurinn: skítt með almenning, skýtt með lýðræðið.
![]() |
Ræða breytingar á Icesave í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-08-09
Lýðheilsa og forréttindi
Samfélag getur verið vont og samfélag getur verið gott. Í góðu samfélagi er einstaklingum umbunað fyrir hæfni og dugnað. Í góðu samfélagi umgöngumst við þá sem ekki getað bjargað sér af virðingu.
Gott samfélag verður ekki til fyrir tilviljun heldur vegna kröfu þeirra sem byggja það upp. Kröfu um að byggðar séu upp græðgisvarnir sem miða að því að hindra einstaklinga sem hafa lítinn áhuga á velferð annarra og skemma samfélagið til þess að mata eigin krók.
Heilbrigðiskerfið er dýrasti hluti velferðarþjónustunnar. Undanfarna áratugi hefur átt sér stað þróun sem dregur úr jöfnu aðgengi að heilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að það eigi að vera tryggt í lögum.
Sjúkratryggingar með beinum iðgjöldum voru lagðar niður fyrir um tuttugu árum og heilbrigðiskerfið þess í stað sett á fjárlög þar sem það keppir við önnur útgjöld hins opinbera. Æ stærri hluti þjónustunnar hefur verið færður úr samneyslunni yfir í einkaneysluna með innleiðingu og hækkun þjónustugjalda.
Á sama tíma hefur mismunun aukist gríðarlega í samfélaginu og það aðallega vegna þess að þeim sem hefur verið treyst hafa misnotað traustið þeim tilgangi að mata krók sinn fyrir sig og sín slektmenni.
Hópur þeirra sem teljast fátækir fer vaxandi. Hópur þeirra sem ekki hafa efni á heilbrigðisþjónustu og lyfjum fer stækkandi.
Með því að taka heilbrigðisþjónustuna úr höndum ríkisrekstrar og samneyslu í of miklu mæli fá þeir sem hvergi sést fyrir forgang að heilbrigðisþjónustunni. Andlitslyftingar hinna betur efnuðu fara að ganga fyrir meðferð eftir slys. Hinum gráðugu finnst það nefnilega allt í lagi.
Ég man eftir atviki í haust sem mér fannst vera dæmigert fyrir þessa þróun. 60 MS- sjúklingar eru á biðlista eftir lyfi sem þeim er neitað um en lyfið kemur í veg fyrir heilaskemmdir, blindu, lömun og skemmdir á líffærum. Þorgerður Katrín hafði samt sem áður geð í sér til þess að gefa strákunum í handboltanum 50 milljónir (af sjóðum almennings) til þess að leika sér með.
Þegar ég borga skatta vil ég fremur að þeir séu notaðir til þess að tryggja ungu fólki heilsu og kraft til þess að sinna fjölskyldum sínum og atvinnu en að þeir fari í að gefa þeim sem eiga nógan pening færi á að leika sér fyrir almannafé.
![]() |
Danskur einkarekstur á ríkisspena? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2009-08-09
Vonandi heiðarlegri en fjármálaráðherra
Mér líst vel á Sigríði sem Jónas Fr. Jónson reyndi að láta reka úr nefndinni. Páll Hreinsson er náinn samstarfsmaður og góðvinur Björns Bjarnasonar.
það er hins vegar alveg ljóst að ef nefndin reynir að hylma yfir glæpi og ódug stjórnmála- og embættismanna þá verður allt vitlaust.
Ég ætla að vona að Páll Hreinsson skilji ábyrgð sína (en innvígðir og innmúraðir hafa ekki verið þekktir af slíku) og að hann skilji að það hefur gríðarleg áhrif á upprisu þessarar þjóðar að gengið sé heiðarlega að verki við uppgjör hrunsins.
Fjármálaráðherran hefur algerlega brugðist og hefur sannað sig sem óheiðvirður maður í framgöngu sinni í Icesave málinu.
Ég vitna hér í Helgu en hún segir við fjármálaráðherrann í kjölfar Kastsljóss:
Steingrímur!
"Hættu að valta með frekju yfir réttlætiskennd samlanda þinna.
Leggðu á borðið með fullyrðingum þínum, hverjir skrifðu "lögfræðilegu álitin" sem þú vitnar í. Hverjir eru "reyndustu og helstu skiptastjórarnir" sem þú velur frekar að hlusta á en Ragnar H. Hall og aðra ofannefnda lögmenn? Í hvaða evrópsku lögfræðinga ertu að vitna? Hver er hollenski prófessorinn? Hver er lögfræðingurinn í Brussel?
_______________________
Til Kastljóss!
Fáið Steingrím til að takast á um málið við einn eða fleiri lögmannanna Ragnar H. Hall, Hörð Felix Harðarson, Eirík Tómasson, Lárus Blöndal eða Stefán Má Stefánsson. Leyfið áhorfendum að sjá og heyra þá skiptast á skoðunum og meta hver er trúverðugastur og virðist vita best um hvað hann er að tala!"
Nú er ekki tími leynimakks, undanbragða og blekkinga.
![]() |
Verri fréttir en nokkur nefnd hefur þurft að færa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)