Fjölmiðlar sem ofbeldistæki

Viðtal í DV: Í viðtalinu lýsir Ingvar Jóel nær eingöngu samskiptum sínum við ónafngreinda gifta konu og hefur uppi alvarlegar ásakanir í hennar garð um svik, lygar, lögbrot og framhjáhald.  

Sorpblaðamennska að verstu gerð.

Sé ekki að umfjöllunin hafi annan tilgang en að meiða konuna.

Ef tilgangur Ingvars Jóels með viðtalinu hefur verið að hnekkja "meintum" orðrómi um að hann hafi hótað sonum konunnar hefur honum mistekist hrapalega.

Viðtalið sjálft er dæmi um ofbeldi gagnvart hinni ónafngreindu konu og sýnir að sá sem fjallað er um í fréttinni er fullkomlega fær um að beita ofbeldi.

Þátttaka blaðamannsins í þessari aðför gegn persónu er einnig skammarleg, óábyrg og ber vott um lítinn skilning á faglegri ábyrgð.

Ég hef ekki lesið þetta viðtal en að draga einkalíf einstaklinga á þennan hátt í fjölmiðlanna er mikið óhæfuverk


mbl.is Alvarlegt brot DV gegn siðareglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði....eða hvað....?

Ég var að lesa góða færslu Dúu á hennar bloggi þar sem hún fjallar um lýðræði. Hún tekur fyrir hugtök sem tengjast lýðveldi og gerir það geri ég ráð fyrir út frá sjónarmiði lögfræðingsins en líka af góðri dómgreind. Þó að mín niðurstaða sé ólík hennar stafar það fremur af ólíkri nálgun en ég ætla að tala aðeins um þetta fyrirbæri útfrá félagslegu sjónarmiði.

Að mínu mati getur eitthvað verið formlega rétt þótt að sé ekki í reynd virkt á þann hátt sem hugmyndafræðin ætlar því (verið róleg ég ætla ekki að vera svona flókin í framhaldinu).

Það eru margir þættir sem ráða því hvort lýðræði virki reynd fyrir hinn almenna borgara annað en að skipulag kallað er lýðræði af þeim sem vilja ekki að almenningur skynji áhrifaleysi sitt (þ.e valdahópur í klíkusamfélaginu).

Þættir sem ráða því hvort að virkt lýðræði ráði eru m.a. eftirfarandi:

Gagnsæi (andstæða leynimakks og blekkinga)

Þátttaka (andstæða skipulags sem útilokar einstaklinga frá kjarna ákvarðanatöku)

Skilvirkni (kerfi sem er lipurt og góður farvegur fyrir vilja almennings)

Orðræða (málfar og hugtakanotkun sem skilar raunverulegum skilningi til almennings þannig að hann geti staðið með sjálfum sér þegar hann beitir atkvæðisrétti sínum)

Í raun ríkir flokksræði á Íslandi því samtrygging fjórflokksins og valdamúrar sem hann hefur reist eru slíkir að almenningur hefur í raun ekkert val. Það er alveg sama hvað almenningur kýs hann fær alltaf yfir sig svikara sem hafa það að höfuðstefnu að viðhalda mismunun og vinna að hagsmunum fámenns hóps.

Þarf að hlaupa... en prjóna þessa færslu kannski áfram seinna.


Forræðishyggja SJÁLFSTÆÐISMANNA

Nú ráða verslanirnar hvað við étum og troða í okkur alls konar óþverra. Samþjöppun í verslunarrekstri og matvælavinnslu á undanförnum áratug undir forræði sjálfstæðismanna veldur því að almenningur hefur lítið val um það hvað hann lætur ofan í sig.

Gróðahyggja aðila sem búa nánast við einokunaraðstöðu gerir þeim kleift að bjóða almenningi upp á alls konar óþverra sem þeir kalla mat.

Samþjöppun á öllum sviðum íslensks atvinnulífs takmarkar valkosti almennings sem býr þar af leiðandi við skert frelsi.

Hugmynd sjálfstæðismann um frelsi virðist vera frelsi fáeinna aðila til þess að leggja undir sig markaði með óeðlilegum viðskiptaháttum og einkavinavæðingu sem skilur allan þorra almennings eftir með gallaða vöru og verðlagningu sem jaðrar við kúgun.

Þetta er samfélagið sem sjálfstæðismenn vilja móta fyrir komandi kynslóðir.


mbl.is Hrein og ómenguð nautasteik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að þvinga Ísland í eigu "erlendra fjárfesta" fyrir spott prís?

....vegna þess að lánalínur eru lokaðar verða Íslendingar að teysta á erlent áhættufjármagn....

....að virkja ekki hverja sprænu á Íslandi er skortur á framtíðarsýn...

....að selja ekki orkuna á gjafverði til erlendrar stóriðju er skortur á framtíðarsýn....

Þannig hljómar áróðurinn sem borinn er uppi af málaliðum "erlendra fjárfesta"

Bankarnir eru fullir af peningum bæði íslenskum og útlenskum en stefna yfirvalda veldur því að íslenskir aðilar geta ekki fjármagnað atvinnuuppbyggingu.

....orkusala til íslenskra aðila er margfalt dýrari en orka til erlendra aðila.

Er það góð framtíðarsýn að koma allri arðsemi af auðlindunum úr landi í stað þess að nýta þessa arðsemi til þess að styrkja inniviði samfélagsins og auka farsæld Íslendinga. Almennings í landinu.

Ætti ekki að stuðla að því að auðlindirnar séu nýttar á þann veg að það auki farsæld fólksins sem greiðir hér skatta og heldur uppi þeim innviðum sem eru til staðar.

Þessi sníkjudýramenning sem innleidd var undir forystu sjálfstæðisflokksins og heldur áfram á forræði vinstristjórnar er bein atlaga að íslenskri menningu og íslensku samfélagi.

Það hefur aldrei sést nein almennileg úttekt á því hverju stóriðjan skilar í raun til samfélagsins. Hverju er verið að leyna þar.


mbl.is Hefja á sókn í orkumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandamál bankanna taka á sig nýja mynd

Niðurstaða þessa máls hefur gríðalega þýðingu fyrir framtíð Íslands.

Niðurstaðan hefur einnig mikla þýðingu fyrir þróun menningar á Íslandi og sjálfsmynd þjóðarinnar.

Spurningin er: Er það lögmætt afferli að beita fyrir sig stofnunum til þess að hafa fé af fólki? Aðstöðumunur stofnanna sem höfðu á sínu valdi upplýsingar og áhrif á gengisþróun til þess að gera tap óumflýjanlegt fyrir viðskiptavinina sem uggðu ekki að sér. Upplýsingaskortur og áhrifaleysi viðskiptavinanna varð þeim að falli.

Bankarnir gerðu þennan aðstöðumun að tekjulind sem nú hefur haft í för með sér eignatilfærslur í áður óþekkri mynd.

Ef Björn Þorri vinnur þetta mál hefur það mikla þýðingu fyrir framtíð fjármálakerfis á Íslandi.

Skuldugir Íslendingar sem í raun hafa ekki fengið í hendur nema hluta þeirra fjármuna í hendurnar sem þeir skulda eru gullnáma fyrir erlenda fjárfesta sem vilja eignast bankanna.

Snillingarnir í bönkunum og ríkisstjórnin sem innleiddi möglunarlaus lög sem hönnuð voru af viðskiptaráði sköpuðu kjöraðstæður fyrir eignatilfærslur í þágu fjármálakerfisins


mbl.is Kaupþing kært fyrir stórfelld fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverra verður hið nýja Ísland?

Þegar stjórnmálamenn fara að tala um eftirfarandi hugtök og gefa í skyn að merking þeirra sé marktæk fyrir velferð þjóðarinnar skulu þið vera á varðbergi:

Endurreisn efnahagskerfis

Hagvöxtur

Aukin verg landsframleiðsla

Aðkoma erlendra fjárfesta

Þessi hugtök sem ég nefni hér að ofan eru gefa í raun engar upplýsingar um afdrif almennings í landinu.

Þeir sem andæfa mest yfirvöldum eru oft þeir sem sjá í gegnum orðaskrúð þeirra sem ætlað er að villa um fyrir almenningi.

Við skulum athuga hvað er að gerast á vakt núverandi ríkisstjórnar og fyrir tilstilli sjálfstæðis- og framsóknarmanna sem enn fara með mikil völd í bæjarfélögum landsins.

Það sem einkennir atburði undanfarna mánuði er sú hætta sem þeir eru að setja komandi kynslóðir í.

Sala auðlinda: Flytur arðinn af auðlindunum úr landi og skapar hættu á að komandi kynslóðir þurfi að greiða okurverð fyrir rafmagn, húshitun eða vatn.

Afhending bankanna til erlendra fjárfesta: Gerir íslenska skuldara að gullnámu þeirra sem eiga bankanna og gefur jafnframt erlendum fjárfestum ítök í íslensku atvinnulífi.

Skuldsetning þjóðarbúsins með veði í Íslandi: Alvarlegustu mistök þessarar ríkisstjórnar sem er að stefna sjálfstæði landsins í mikla hættu með mikilli og illa ígrundaðri skuldsetningu og fórnar velferð komandi kynslóða fyrir skammtímareddingar.

Þau atriði sem ég tel upp hér að ofan koma í kjölfar gríðarlegra mistaka og spillingar sjálfstæðisflokks sem höfðu meðkokka úr framsóknarflokki og samfylkingu.

Kvótaframsal

Einkavinavæðing ríkisstofnana

Einkavinavæðing bankanna

Spilling og leynimakk í orkusölu

Sala á auðlindum til útlendinga (Snæfellsnes og Hafnafjörður)

Ofangrein hegðun stjórnmála-, embættismanna og viðskiptalífs er að gera komandi kynslóðir að leiguliðum og vinnuþýi "erlendra fjárfesta."

Samfélagið stefnir á hraðbyr inn í það að verða kjörlendi fyrir "erlenda fjárfesta".

Hvað vilja "erlendir fjárfestar"?

Láglaunasvæði

Ítök í fjármálakerfi

Þegnar sem vegna skuldaánauðar eru í veikri samningsstöðu

Þæga stjórnmálamenn

Ódýra orku

Lélegt velferðarkerfi sem dregur úr orku almennings til þess að standa upp í hárinu á "erlendum fjárfestum"

Fátækan almenning sem hefur lítil áhrif á mótun samfélagsins

Þegar áhrif Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi eru skoðuð má sjá að hann stuðlar að því að koma á ofangreindu ástandi á Íslandi. Hann hefur þæga stjórnmálamenn sem lúta vilja hans og vinna að markmiðum hans.

"Erlendir fjárfestar" hafa setið um Ísland um langa hríð og kerfi á Íslandi hafa þegar verið löguð að vilja þeirra að nokkru leyti, t.d. skattkerfi og mútukerfi af hálfu orkuiðjunnar.

Hegðun valdamikilla stjórnmálamanna í dag getur aðeins þýtt tvennt:

Þeir hafa tekið sér stöðu með "erlendum fjárfestum" til að tryggja eigin hag....

....eða þeir skilja ekki samhengið í "eigin" aðgerðum og áhrif þeirra á komandi kynslóðir. 


Kreppuvæddir lifnaðarhættir

Ég fór í berjamó og týndi kynstrin öll af krækiberjum. Þegar ég vara að alast upp var búin til saft úr krækiberjum enda maukast þau ekki við suðu. En nú í heimilistækjavæðingunni er hægt að búa til krækiberjasultu. Ég síð bara berin með sykri (1/3 á móti berjunum í þyngd) í dálitla stund, kæli og set síðan í mixara til þess að mauka berin. Set síðan aftur í pottinn og síð í dálitla stund. Kæli örlítið og set þetta í krukkur og lokin á.

Flest stig þessa framleiðsluferlis eru skemmtileg að undanskildu því að hreinsa mosa og lyng úr berjunum þegar heim er komið úr berjamó.

Krækiberjasulta er bragðsterk en ljúffeng með heimabökuðu kreppu-hafrakexi eða ofan á hjónabandssælu. Einnig er hún ágæt með kjöti, t.d. gúllasi.


Bloggfærslur 10. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband