Verndar ríkisstjórnin Landsbankann

Mikið var hvískrað um peningaþvætti og mafíustafsemi sem tengdist Landsbankanum eftir bankahrunið. Muldrað var í hræðslutón um rússa sem settust um tíma að á hóteli 101.

Sagt var frá því að Landsbankinn hefði verið skafaður að innan og ekkert væri eftir nema grindin.

Í Sandkorni DV er fjallað um Ásmund Stefánsson

Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans, er sá einstaklingur sem best hefur dafnað í rústum Íslands. Hann var skipaður formaður bankaráðs Landsbankans og lét ráða sjálfan sig sem bankastjóra.

Ásmundur gerði betur en þetta því hann skipaði sjálfan sig sem stjórnarformann Vestia, eignarhaldsfélags Landsbankans, sem fer með forræði fjölda stórfyrirtækja. Óhætt er að segja að hann kunni að ota sínum tota.

Í Sandkorni DV er einnig fjallað um Landsbankann

Þögnin sem ríkir um spillingu Landsbankans er sláandi. Þetta er sá banki sem kom Icesave á laggirnar með gríðarlegum efnahagslegum afleiðingum. Fjöldi manns sem átti þátt í spillingunni er enn við störf í ríkisbankanum eða í fyrirtækjum hans.

Þeirra á meðal er Steindór Baldursson sem var nánasti aðstoðarmaður Sigurjóns „Icesave“ Árnasonar. Steindór var verðlaunaður af bankanum með því að hann var gerður forstjóri Vestia og hefur þannig gríðarleg völd í viðskiptalífinu.


mbl.is Deutsche stærsti kröfuhafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Business í fjármálaráðuneyti?

Eftirfarandi grein birtist í Smugunni í dag:

Það hefur borið á því að íslenskir valdhafar hafi lítinn skilning á tilgangi stjórnmálanna og hlutverki stjórnsýslunnar. Stjórnmálamenn hafa skrúfað sig upp í gegn um flokksmaskínurnar með klíkutengslum við aðra stjórnmálamenn og þjónkun við fjármálaöfl. Á leiðinni selja þeir sál sína og fara að þjóna vilja fámennra hagsmunahópa.

Nú spyr kannski einhver hvað sé til ráða. Hvernig er hægt að lækna sjúkt kerfi? Forsenda breytinga í samfélaginu er breytt hugarfar. Eins og Eva Joly bendir á í nýlegu viðtali hafa Íslendingar treyst í blindni á valdhafanna og að lýðræðisaga skorti á Íslandi. Íslenskir stjórnmálamenn og forkólfar flokka og samtaka hafa komist upp með að fleygja fram fullyrðingum og ekki þurft að færa rök fyrir máli sínu eða útskýra hlutina. Þetta kallast umræða á lágu plani og er bein atlaga að lýðræðinu. Lýðræði þrífst á vönduðum samskiptum og opinni umræðu. Vönduð samskipti eru ekki samskipti sem felast í því að fólk þori ekki að tjá hug sinn eða gagnrýna valdhafanna.

Umræðan á að vera markviss, gagnrýnin og þolinmóð. Hún á að vera forvitin, þreifandi og kalla á svör. Efla þarf skilning almennings á samfélaginu og hvað hugtök eins og lýðræði, frelsi og réttlæti þýða. Hvað eru mannréttindi? Mannréttindi fela í sér að jafnræði í aðgangi að gæðum sem landið gefur af sér og að grundvöllur að þátttöku í atvinnulífi og samfélagi sé almennt tryggður.

Hrun íslensk þjóðarbús er afleiðing af áratuga spillingu sem viðgengist hefur við litlar mótbárur. Við þessi kynslóð sem byggjum samfélagið í þeim samtíma sem fær hrunið og afleiðingar spillingar yfir sig verðum vakna upp og huga að framtíð Íslands.

Það er skylda okkar að takast á við það óþægilega verkefni að breyta okkur sjálfum. Það er óþægilegt að láta af trausti við valdhafanna og spyrja gagnrýninna spurninga. Í því felst áhætta. En það er áhætta sem við verðum að taka ef við viljum betra samfélag
.

 


mbl.is Ráðuneyti með 2,5 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það mun gleðja Sigurð að fá smá aura

Ýmsir telja samtímann vera gósentíð.

Ég minni á fleyg orð Þorgerðar Katrínar frá því skömmu eftir bankahrun:u11344985.jpg

Skemmtilegir tímar framundan hjá sjálfstæðisflokknum


mbl.is Sigurður gerir launakröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurt að horfa upp á þetta

Íslendingar hafa dottið í þann pytt að treysta stjórnmálamönnum um of. Traustið hefur verið blint og stjórnmálamenn hafa ekki vílað fyrir sér að misnota traust almennings. Eva Joly hefur vakið athygli á slæmri blöndu af blindu trausti og skorti á lýðræðisaga.

Ég hlustaði á sjónvarpsfréttir í kvöld og það var ömurlegt að heyra af atburðum í samfélaginu. Bróðir Björns Vals þingmanns náði sér í fasteign með 100 milljóna afslætti. Tortryggilegt, nema hvað. Ef tilhlýðilegur lýðræðisagi ríkti á Íslandi myndi Björn Valur segja af sér.

Ungmenni eiga yfir höfði sér langa refsivist vegna þess að vanhæfur sjálfstæðismaður, Valtýr Sigurðsson, saksóknari hefur ákveðið að lyfta refsivendinum. Valdnýðsla á Íslandi er fyrir löngu komin út yfir velsæmismörk.


mbl.is Segist hafa keypt hús á yfirverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband