Business í fjármálaráðuneyti?

Eftirfarandi grein birtist í Smugunni í dag:

Það hefur borið á því að íslenskir valdhafar hafi lítinn skilning á tilgangi stjórnmálanna og hlutverki stjórnsýslunnar. Stjórnmálamenn hafa skrúfað sig upp í gegn um flokksmaskínurnar með klíkutengslum við aðra stjórnmálamenn og þjónkun við fjármálaöfl. Á leiðinni selja þeir sál sína og fara að þjóna vilja fámennra hagsmunahópa.

Nú spyr kannski einhver hvað sé til ráða. Hvernig er hægt að lækna sjúkt kerfi? Forsenda breytinga í samfélaginu er breytt hugarfar. Eins og Eva Joly bendir á í nýlegu viðtali hafa Íslendingar treyst í blindni á valdhafanna og að lýðræðisaga skorti á Íslandi. Íslenskir stjórnmálamenn og forkólfar flokka og samtaka hafa komist upp með að fleygja fram fullyrðingum og ekki þurft að færa rök fyrir máli sínu eða útskýra hlutina. Þetta kallast umræða á lágu plani og er bein atlaga að lýðræðinu. Lýðræði þrífst á vönduðum samskiptum og opinni umræðu. Vönduð samskipti eru ekki samskipti sem felast í því að fólk þori ekki að tjá hug sinn eða gagnrýna valdhafanna.

Umræðan á að vera markviss, gagnrýnin og þolinmóð. Hún á að vera forvitin, þreifandi og kalla á svör. Efla þarf skilning almennings á samfélaginu og hvað hugtök eins og lýðræði, frelsi og réttlæti þýða. Hvað eru mannréttindi? Mannréttindi fela í sér að jafnræði í aðgangi að gæðum sem landið gefur af sér og að grundvöllur að þátttöku í atvinnulífi og samfélagi sé almennt tryggður.

Hrun íslensk þjóðarbús er afleiðing af áratuga spillingu sem viðgengist hefur við litlar mótbárur. Við þessi kynslóð sem byggjum samfélagið í þeim samtíma sem fær hrunið og afleiðingar spillingar yfir sig verðum vakna upp og huga að framtíð Íslands.

Það er skylda okkar að takast á við það óþægilega verkefni að breyta okkur sjálfum. Það er óþægilegt að láta af trausti við valdhafanna og spyrja gagnrýninna spurninga. Í því felst áhætta. En það er áhætta sem við verðum að taka ef við viljum betra samfélag
.

 


mbl.is Ráðuneyti með 2,5 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið væri það gleðilegt og farsælt, ef allir alþingismenn, ráðherrar og embættismenn ríkisins skrifuðu eitthvað í líkingu við það sem Jakobína skrifar hér og meintu það -af fullri alvöru- eins og hún gerir. 

Virkilega hnitmiðuð grein og sýnir mikinn skilning á vanda umræðunnar hér á landi og jafnframt hvað okkur skortir mjög hina díalektísku hugsun og framkvæmd í verki.  Tesa og antitesa og áfram veginn í frjórri hugsun og þróun.
Eða þurfum við enn um sinn að lifa við froðu og froðu og lamandi stöðnun og sérhygli valdaklíkna 4-flokksins?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 14:35

2 identicon

 Tímabær hugleiðing 

"Á leiðinni selja þeir sál sína og fara að þjóna vilja fámennra hagsmunahópa"...

Þetta er mjög athyglivert í ljósi þess að viðkomandi þiggja atkvæði tugþúsunda í kosningum almennings sem treystir á að viðkomandi standi við þau kosningaloforð sem hann gefur.   Hvað gengur þessum kosnu fulltrúum til  - gangi viðkomandi bak orða sinna ?  

Hvers virði í raun eru mútugreiðslurnar fyrir viðkomandi t.d. þegar upp er staðið ?(ath.:  mútur sem eru mjög algengar hér, en fáir þora að kalla réttu nafni í umræðunni - kallast "styrkir"  )

Er ekki sjálfsvirðingin og heilindin meira virði í lok dagsins ?

Mikið væri nú gaman að fá ráðgjafasálfræðinga til að tjá sig meira í umræðunni og útskýra hvað er á gangi hér í þjóðfélaginu, en ég veit að fagmenntaðir sálfræðingar með mikla starfsreynslu sjá í gegnum margt sem er illskiljanlegt venjulegu fólki.  

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 15:04

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Pétur og ég þakka þér fyrir vinsamleg orð

Sæll Hákon

Þessi spurning sem þú veltir upp er athyglisverð. Margir þeir sem hafa látið beygja sig vegna mútugreiðslna sem eru í raun skiptimynt fyrir þá sem múta virðast glata sýn á hið stóra samhengi. 

Skaðinn sem þeir valda er gríðarlegur miðað við þessa skiptimynt/mútugreiðslurnar sem þeir taka á móti. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.1.2010 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband