Betri siði hjá borginni

Ég er hlynnt því að þeir sem bjóða sig fram til þjónustu við almenning með þátttöku á framboðslistum í borgarstjórn svari spurningum sem skipta máli fyrir næstkomandi kjörtímabil. Jóhannes Laxdal Baldvinsson setti fram nokkrar spurningar á bloggið hjá mér sem mér finnst verðar svara.

1.      Hvaða skoðun hefur þú á núverandi rekstrarformi OR?

Núverandi ástand og form orkuveitunnar er að miklu leiti afsprengi hugmynda framsóknarflokks og sjálfstæðisflokks um fyrirkomulag í stjórnsýslu. Veitustofnanir Reykjavíkur tilheyrðu stofnunum borgarinnar hér áður fyrr og voru fyrst og fremst var hugsaðar sem þjónusta við almenning og var ætlað að auka lífsgæði í borginni. XD og XB sáu í þessum stofnunum tækifæri til þess að skapa business fyrir áhangendur sína. Árið 2001 voru skuldir Orkuveitunnar um 50 milljarðar en eru í dag um 250 milljarðar. Ekki verður þetta skýrt með því að orku og vatnsreikningur borgarbúa hafi lækkað. Vissulega hljómar það fallega þegar að forkólfarnir tala um að flytja út íslenska þekkingu. En hvað er íslensk þekking? Það hefur verið stefna sjálfstæðiflokksins að gera menntun að verslunarvöru og að fólk fjármagni sjálft sína menntun. Menntað fólk ber síðan þekkingu inn í fyrirtækin og þróar lausnir. Það var því merkilegt framtak hjá sjálfstæðis- og framsóknarmönnum að ætla að fara að gera þekkingu starfsmanna Orkuveitunnar að féþúfu fyrir útrásarvíkinganna. Ég tel því að rekstrarform orkuveitunnar eigi að vera þannig að það dragi úr hættu á því að businessmenn séu að gera þetta fyrirtæki sem borgarbúar hafa byggt upp að gróðrarbralli og að það sé skuldsett upp í rjáfur í ævintýramennsku.

2.      Finnst þér það forsvaranlegt að borgarfulltrúar séu að vasast í stjórnum fyrirtækja borgarinnar?

Þessari spurningu svara ég á svipaðan hátt og þeirri fyrri. Stjórnsýslan á að vera fagleg. Mannaráðningar og fyrirkomulag hefur verið gríðarlega litað af pólitísku bitlinga og klíkustarfi. Fjöldi stjórnmálamanna borgarinnar hafa misnotað aðstöðu sína en það kemur einatt niður á gæðum og hæfni í þjónustunni. Það er augljóst að uppbygging kerfisins hefur ekki spornað við þessu sem skyldi en einhvernveginn hef ég þó grun um að hugarfar eigi þarna ríkan þátt. Kjósendur eru ekki nægilega duglegir við að íta mönnum/konum út sem hafa ekki staðið sig við að gæta hagsmuna borgarbúa sbr. prófkjör sjálfstæðisflokksins.

3.      Hvernig getur borgin komið böndum á lóðabrask  og skipulagshryðjuverk lóðaeigenda og verktaka?

Með því að afnema styrki í prófkjörum til einstaklinga og til flokka. Verktakar og braskarar hafa verið sérlega iðnir við að "styrkja" stjórnmálamenn og flokka. Viðkomandi stjórnmálamenn og flokkar hafa síðan reynst styrktaraðilum sérlega vingjarnlegir. Þetta hefur leitt til algjörrar ringulreiðar í skipulagsmálum. Í þessum málum hjá borginni þarf verulega tiltekt en til þess að það megi verða þarf að komast fólk til valda sem er óháð mútusjóðum tiltekinna fyrirtækja og er tilbúið til þess að takast á við þessi vandamál.

Undirrituð hefur ekki þegið eina krónu í styrk, ekki þegið bitling frá stjórnmálaflokki og ekki hlotið starf í gegnum klíku.

Meiri þekkingu í borgina?

Stjórnmálin eru okkar eign en ekki eign pólitíkusa.

mynd_1_crop_minni.jpg

 Borgin er okkur nálæg sem búum í Reykjavík. Við notum strætó, börning okkar og barnabörn ganga í grunnskólann eða verja deginum í leikskóla. Við notum vatn, orku og hita sem fyrirtæki borgarinnar skaffa. Göturnar, gangstéttarnar, lýsingin í skammdeginu, allt er þetta í boði borgarinnar sem við skattgreiðendur fjármögnum. 

Sumir þurfa meiri stuðning en aðrir og gæta þarf að því að deila til þeirra sem eru í raunverulegri þörf í félagslega kerfinu. Vinna þarf að því að skapa tækifæri fyrir aðra. Það skiptir gríðalegu máli að deila á skilvirkann og sanngjarnan máta þegar kreppir að. Það er ekki hlutverk borgarbúa að kosta lúxusferðir til fjarlægra landa fyrir borgarfulltrúa. 

Það skiptir máli að þeir sem fara með völdin í borginni fari vel með þessa sameign okkar.

Ég er stjórnsýslufræðingur með mikla þekkingu á málefnum borgarinnar. Ég tel það baráttumál í niðurskurði og kreppu að við verjum grunnstoðir fyrir niðurskurði. Fjármunum verður að verja með fyrirhyggju. Ég hef opnað stuðningsmannasíðu á facebook sem finna má hér

Þeir sem vilja taka þátt í forvali VG skrái sig hér

Þetta er kosningamyndin hér að ofan. Smile


Hvað stal Landsbankinn miklu frá þér?

Áttir þú hlutabréf í Landsbankanum?

Áttir þú inneign í peningamarkaðssjóði?

Varst þú með myntkörfulán sem bankarnir veðjuðu gegn?

Ef ríkisábyrgð verður samþykkt á Icesave mun það kosta þig á aðra milljón fyrir hvern meðlim í fjölskyldu þinni.

Björgólfur Thor gerði Landsbankann og fjárhag viðskiptavina hans að leikfangi sínu. Björgólfur fékk sér til fulltingis ýmsa einstaklinga sem hjálpuðu honum við að útfæra brellur til þess að ná fjármunum af fólks. 

Athugið hverja ríkisstjórnin hefur valið sér til fulltingis:

Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.

Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.

Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans

Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans

Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Já samfylkingin hefur dálæti á Björgólfi Thor.

Þrátt fyrir að glæpir Landsbankans hafi verið yfirgengilegir hefur samfylkingin tekið gerendurnar í Landsbankamálinu undir sinn verndarvæng.

Vilhjálmur Þorsteinsson er náinn samstarfsmaður Björgólfs Thors en nýtur nú aðstoðar Katrínar Júlíusdóttir (sem hefur valið starfsmann Björgólfs Thors sem aðstoðarmann) við reisa gagnaver á Keflavíkurflugvelli en nefnt hefur verið að virkja neðri hluta Þjórsár til þess að skaffa þessu fyrirtæki orku. 

Össur Skarphéðinsson er potturinn og pannan í þessum leik en margir tengjast þessum óþverra sem felst í því að vera leppur Björgólfs Thors sem hamast við að mergsjúga þjóðarbúið.

safe_image_php_955070.jpg


mbl.is Húsleit á 12 stöðum
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Já og skjaldbökuvísitalan hefur náð hundrað og þremur samkvæmt nýjustu mælingum

Það felur í sér að fólk telur að stjórnmálamenn tali voða fallega og en geri ekki neitt í meira mæli en áður (tildæmis fyrir aldamótin 1900)u16653204.jpg

Þar sem svona upplýsingar eru einstaklega markverðar fór ég og mældi líka væntingarvísitöluna hans Jóns sem á von á þriðja barninu í næsta mánuði en missti vinnuna í desember en bíllinn var tekinn af honum í november og skuldirnar á húsinu hans haf aukist um átta milljónir.

Væntingavísitala hans var mjög áhugaverð en hún mældist 5,7.

 Hann telur að umfjöllun fjármálaráðherrans um háskalegar væntingar hafni hann ekki Icesave hafi lækkað væntingavísutölu sína um 0,3.

Jón telur að hann hafi það að meðaltali fremur skítt en á þó von á að það aukist en kvartar yfir því að léleg fylgni sé með væntingarvísitölu hans auknum skuldum þjóðarbúsins.

 


mbl.is Dregur úr svartsýni neytenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband