2010-10-05
Þessi frétt er líklega áróður...
... að minnsta kosti getur þetta varla talist frétt.
Bankarnir voru vondir fyrst en núna eru þeir að verða góðir
Sennilega Mogginn að ganga erinda fjármálakerfisins.
Ætlar Mogginn næst að segja okkur að endurskoðendur séu orðnir góðir og kannski er Davíð Oddsson að verða öðlingur.
![]() |
Viðhorf bankanna hafa breyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2010-10-05
Samfylking stríðir við atgervisvanda
Ef ekki annað þá sýndi Björgvin G Sigurðsson afburða vanhæfni, ef hægt er að tala um afburði í því samhengi, í starfi sínu sem viðskiptaráðherra.
Í gær horfði ég á fólk berja tunnur (barði reyndar í eina sjálf með hamri) og öskra af reiði. Fólkið er reitt vegna vanhæfni og athafnaleysis stjórnvalda.
Björgvin G Sigurðsson hefur sennilega áunnið sér sess í sögunni sem einhver mest máttvana stjórnmálamaður samtímans.
Honum hefur verið falið að sofa bæði í fjárlaga- og utanríkisnefnd.
![]() |
Björgvin í fjárlaganefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2010-10-05
Bjarni Ben á villigötum
Ræður þingmanna í kjölfar stefnuræðu forsætisráðherra voru misgóðar en ræða Bjarna Benediktssonar skar sig út fyrir frumlega hugsun.
Bjarni færir fram ýmsar kenningar um það hvers vegna fólk er að mótmæla. Að hans mati óska mótmælendur eftir meiri stóriðju, fleiri afleitum samningum og áframhaldandi gliðnun á milli fátækra og ríkra. Draumsýn Sjálfstæðiflokks er hráefnissamfélag sem tryggir velsæld fámenns hóps þeirra sem hafa aðgang að kötlunum. Bjarni telur að almenningur sé að kalla eftir skammtímafixum sem færir fjármuni í vasa auðmanna. Hann virðist halda að fyrir utan Alþingi séu áhangendur LÍÚ að hylla Sjálfstæðsflokkinn fyrir að færa framleiðslugreinarnar úr landi og skilja byggðalögin eftir blæðandi. Kannski heldur hann líka að mótmælendur séu að andmæla því að Geir Haarde fari fyrir landsdóm.
Merkilegt verður að teljast að Bjarni telur það Sjálfsstæðisflokknum tiltekna að hann er tilbúinn til samstarfs við ábyrga aðila en atferli sjálfstæðismanna hafa sýnt allt frá hruni bankanna að forystan í þeirra hópi skilur ekki merkingu orðsins ábyrgð.
- Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo sannarlega verið tilbúinn til samstarfs viðýmsa aðila, t.d.:
- Björgólf Thor og Björgólf Guðmundsson um einkavæðingu Landsbankans
- S-hópinn og Finn Ingólfsson um einkavæðingu Búnaðarbankans
- LÍÚ um framsal auðlinda þjóðarinnar til fámenns hóps einstaklinga og skuldsetningu og rányrkju aflaverðmæta.
- Viðskiptaráð um að rífa varnir almennings gegn bönkum og fyrirtækjum úr í löggjöf þingsins
- Magma Energy um kaup á jarðvarmaauðlindum fyrir kúlulán og hrunkrónur
- Erlenda stóriðju um gjafverð á íslenskri orku
Almenningur er að mótmæla spillingu innan vébanda fjórflokksins, samtryggingunni og skeytingaleysi í garð þeirra sem eru fórnarlömb ábyrgðarleysis og leynimakks stjórnvalda hruntímabilsins.
![]() |
Ekkert boð komið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2010-10-05
Já þingið er brandari...
...á meðan ráðherrar úr hrunstjórninni sitja á þingi
...á meðan mútþegar sitja á þingi
...á meðan þingmenn sem véla fyrir LÍÚ sitja á þingi
...á meðan þingið hunsar velferð almennings en gengur erinda fjármálakerfisins
...á meðan þægð við forystuna ræður meiru en hæfni og dómgreind
...á meðan Alþingi er valdalaust og embættismenn, LÍÚ og viðskiptaráð semja lögin....
![]() |
Hætt að segja háttvirtur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2010-10-05
Hvað þýða þessi mótmæli
![]() |
Réttlæti og heiðarlegt uppgjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)