Grátbroslegt

Félag herstöðvarandstæðinga er nánast deild í VG. 

Pólitískt brölt á Íslandi virðist ekki vera annað en umgjörð utan um framapot stjórnmálastéttarinnar. 

Mynd-1_crop-minni lítil númer

 


mbl.is Vinstri stjórnin styður NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þæga hjörð sem lætur teymast í ógöngur

Þegar ég sat á flokkráðsfundi Vinstri grænna í fyrra mátti sjá klapp dírigenta úti í sal sem stýrðu lófaklappi við ræðu formanns flokksins. Lilja

Hjörð

 Mósesdóttir segir nú:

"Stjórnarflokkar líkjast meir og meir gömlu kommunistaflokkunum eftir því sem gagnrýnin á forystuna eykst bæði innan og utan þeirra. Fundir verða að hátíðarsamkomum til að hylla leiðtogana og hjörðin er rekin á bás til að klappa og greiða atkvæði í samræmi við vilja leiðtoganna. Kjósendur horfa agndofa á leiksýninguna og öskra á uppstokkun en ekkert mun gerast fyrr en boðað verður til kosninga.“

 Ég hef velt því fyrir mér hvers vegna hlutirnir eru svona inni í flokkunum. Foringjarnir velja í kring um sig viðhlæjendur. Ungt fólk og óharðnað á mestan möguleika á frama. Hvers vegna? Jú foringinn velur sér hirð fólks sem hann getur mótað og haft í strengjum. Hann vill ekki andóf. Hann vill þæga hjörð sem hann getur teymt með sér út í ógöngurnar.

Mynd-1_crop-minni lítil númer

 

Flokksræðið er því eitur fyrir samfélagið.

Persónukjör er ágæt lausn á þessum vanda.  


mbl.is Líkjast kommúnistaflokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband