2011-02-16
Frammistaða þingmanna smánarleg
Fari þetta mál ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu mun það skilja eftir sig reiði í huga stórs hluta þjóðarinnar. Málinu lýkur alls ekki með niðurstöðu þingsins,
Sá skilningur gerir oft vart við sig meðal þingmanna að þingið sé þjóðin. Þingið er ekki þjóðin. Það er varla hægt að tala um að þingið hafi umboð þjóðarinnar í því kerfi sem stjórnmálaflokkarnir hafa byggt upp.
Málflutningur stjórnmálaforystunnar hefur verið lákúra skreytt orðum eins og "kalt mat" eða hótunum um einhverjar dularfullar afleiðingar.
Heiðarleg umræða um Icesave hefur ekki farið fram.
Stjórnmálaforystan vanmetur þó dómgreind þjóðarinnar því allflestir gera sér grein fyrir hagur þjóðarinnar liggur í því að hafna Icesave.
![]() |
Icesave-samningur samþykktur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-02-16
Ekki gaman að tala illa um Mörð
Mig langar bara ekkert að tala illa um Mörð Árnason en ég vona að hann beri gæfu til þess að finna sér vinnu í framtíðinni sem krefst ekki mikillar rökhugsunar eða talnaleikja. Kannski þarf hann að hafa vinnu þar sem hann getur hugsað um bara eitt í einu og krefst ekki heildarsýnar
.
Vert er að vekja athygli á því að Jóhanna aðhyllist þjóðaratkvæðagreiðslur
Ég vil þakka Lilju Mósesdóttur að halda uppi rödd skynseminnar. Pétur Blöndal er ágætlega að sér í því að meta áhættu og afstaða hans til Icesave ætti að vera vegvísir fyrir marga.
![]() |
Lilja andvíg Icesave-samningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2011-02-16
...og fnyk leggur af gamalmennum
Fréttir hafa farið af því að vart sé hægt að baða gamalmenni nema á fardögum vegna manneklu á elliheimilum. Seðlabankinn og ríkisstjórn jafnaðarmanna virðist þá vera ánægð með "batnandi" efnahagsástand.
Haustið 2008 voru skuldir þjóðarbúsins sem nemur 45 milljónum á hvert mannsbarn í landinu. Samkvæmt reikningum voru skuldir ríkissjóðs engar. Skuldir bankanna um 10 þúsund milljarðar og skuldir ríkisfyrirtækja og sveitafélaga yfir þúsund milljarðar.
Staða ríkissjóðs var þó nokkuð feikuð því útstandandi voru yfir fimmhundruð milljarðar vegna krónubréfaviðskipta. Þessi staða kallaði á kaup á erlendum gjaldeyri og hrun krónunnar. Lífeyrissjóðirnir voru látnir beila hluta af þessari skuld ríkissjóðs í fyrra.
Þjóðarbúið var ein allsherjar spilaborg sem hrundi. Undanfarin tvö ár hafa stjórnvöld að áeggjan AGS hugsað um það eitt að reisa við ónýtt kerfi. Bankar voru einkavæddir af fjármálaráðherranum en í hans flokk eru skráðir margir af helstu kommúnismahugsjónamönnum landsins.
Fréttir fara af kjölfestufjárfestum sem fá fyrirtæki og auðlindir á vildarkjörum. Menn vilja gefa útrásarvíkingum undanþágu frá skatti og virkja jarðvarma og vatnsföll á ábyrgð almennings þannig að þeir geti grætt meira.
Velferðarkerfið er allt undir hnífnum. Grunnskólar, leikskólar, sjúkrahús og elliheimili. Fnyk leggur af gamalmennum sem ekki er hægt að baða vegna manneklu. Mötuneyti í skólum eru undir hnífnum og málum hjá barnaverndarnefnd fjölgar. Ofbeldi færist í aukanna og löggæsla dregst saman.
Skoðanakannanir sýna þverrandi traust almennings á stofnunum enda spillingin viðvarandi. Ráðherrar sjá ekki ástæðu til þess að auglýsa stöður og yppa bara öxlum þegar þeir eru gagnrýndir.
Blekkingaleikurinn og hræðsluáróðurinn er viðvarandi. Yfir 20 þúsund störf hafa glatast. Stjórnlagaþing og endurskoðun stjórnarskrár er farsi.
Yfirlýsingin frá Seðlabanka Íslands er dropi í þeim blekkingaleik sem fer fram í stjórnmálum og stjórnsýslu.
![]() |
Hreinar skuldir ekki jafn litlar lengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2011-02-16
Innviðir stjórnsýslunnar að gefa sig
Það er bágborið samfélag sem ekki nýtur traust þeirra sem þurfa að byggja á innviðum þess í lífsbaráttunni.
Hugmyndin sem innrætt er börnum á unga aldri er að ríkið haldi upp réttlæti, þjóni almenningi með því að byggja upp innviði og tryggja velferð. Börnum er einnig kennt að Ísland sé hluti af hinum norrænu velferðarríkjum sem stæra sig að jöfnuði og almennri velferð.
Almenningur er þó að verða nokkuð meðvitaður um það að hugmyndin um Íslenskt samfélag er ólík raunverulegu ástandi í Íslensku samfélagi. Á landinu ríkir forréttindastétt sem hefur óbilandi trú á því að einungis útvaldir skulu hafa tækifæri. Ríkisstofnanir eru varðhundar forréttindanna fremur en að þær þjóni almenningi.
Stjórnmálaflokkarnir eru deildir í stofnun forréttindastéttarinnar. Þessi stofnun hefur í áratugi unnið markvisst að því að skapa lénsskipulag í íslensku samfélagi. Í þessum deildum ríkir menning sem vinnur gegn gagnrýninni hugsun og umbunar þægð við forréttindakúltúrinn. Þeir sem lengi hafa haft bólfestu í þessu umhverfi eru lítt meðvitaðir um þýlyndi sitt við þau öfl sem þar ríkja. Þessi öfl kalla ekki eftir óhlutdrægni og byggja á hugmyndafræði sem boðar að verja skuli hið ríkjandi kerfi. Engu skiptir þótt hið ríkjandi kerfi ali á óréttlæti, spillingu og upphefji fáfræði.
Sterkasta vopnið til þess að viðhalda ríkjandi kerfi er að slæva meðvitund almennings. Skólakerfinu hefur verið beitt óspart í gegnum tíðina til þess að ala upp kynslóðir sem eru þjálfaðar í utanbókarlærdómi. Þjálfaðar í að innbyrða upplýsingar gagnrýnislaust.
Fjölmiðlarnir eru skipaðir fólki sem hefur setið á skólabekk og hlustað gagnrýnislaust á kennarann eins og söfnuður við messu. Þeir sem hafa lært að hugsa á gagnrýninn hátt og grafast fyrir um forsendur málflutnings eru reknir. Þeir sem ekki er hægt að skipa á einfaldan máta í undirdeildir (stjórnmálaflokka) hagsmunaaflanna eru hraktir af sviðinu. Þeir eru ekki fastir í viðtekinni hugmyndafræði deildanna og valda því óþægindum.
Einstaklingar sem lifað hafa í menningarkimum stjórnmálaflokkana ráða ekki við að breyta kerfinu. Þeir eru samdauna kerfinu og koma ekki auga á leiðir út úr því.
![]() |
Dregur úr trausti á Hæstarétti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |