Arðgreislan þrefaldur hagnaður fyrirtækisins

Hvernig er arðgreiðaslan fjármögnuð?

Er ferið að ganga á eigið fé (sem dregur úr verðmætum fyrirtækisins)?

Er verið að auka skuldir fyrirtækisins en það eykur áhættuna í rekstrinum 


mbl.is Iceland Foods greiðir út arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi orðræða um Icsave

Einn þáttur á Icesave ferlinu hefur lítið verið dregin fram í dagsljósið. 

 Bretar töpuðu í raun engu á Icesave. Jú vissulega safnaðist fé á innlánsreikninga í Bretlandi en margt bendir til þess að fjármunirnir hafi runnið til baka út í breskt efnahagskerfi í gegn um útlán til vildarvina. 

Þegar Gordon Brown ákvað að bæta þegnum hennar hátignar tapið þá runnu þær bætur alfarið aftur inn i breskt efnahagskerfi.

Krafa Breta felur ekki í sér að Íslendingar séu að endurgreiða neitt eins og Bloomberg orðar það. Fjármunir úr innlánastreymi Icesave bárust aldrei inn í íslenskt efnahagskerfi. Það er því verið að neyða Íslendinga til þess að greiða vexti af fjármunum sem eru í vinnu í bresku efnahagskerfi.

Ferli fjárstreymis í Landsbankanum hefur nú þegar verið rannsakað en því er haldið leyndu fyrir þjóðinni. Innlán og útlán hafa verið kortlögð af Deloitte í London.

Í lögunum sem nú er verið að kjósa um er búið að taka út ákvæði sem kveður á um að allt verði gert til þess að endurheimta þá fjármuni sem hreinsaðir voru út úr Landsbankanum.

 Vigdís Hauksdóttir vekur athygli á því í Þingsal að 200 milljarðar hafi runnið í vasa Jóns Ásgeirs úr Landsbankanum (verslunarkeðjan Iceland)


mbl.is Óljós lagagrundvöllur krafna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áróður hagsmunaaðila

Sjálfsagt er það vont fyrir suma ef íslenskir skattgreiðendur hafna því að skatttekjur ríkissjóðs verði notaðar til þess að gera Breta og Hollendinga skaðlausa vegna viðskipta einkaaðila sem þeir áttu að hafa eftirlit með í stað þess að skatttekjurnar fari í að byggja upp menntun og heilsugæslu í landinu. 

Menn hafa áhyggjur af því að ríkissjóður geti ekki safnað meiri skuldum. Persónulega finnst mér ríkissjóður skulda alveg nóg. Aðrir hafa áhyggjur að Landsvirkjun geti ekki farið í virjunarframkvæmdir sem margoft hefur verið sýnt fram á að skila litlu til þjóðarbúsins.

Hagsmunaaðilar koma nú fram með áróður og rangfærslur til þess að hræða fólk til þess að kjósa gegn eigin hagsmunum.  


mbl.is Óviðunandi ábyrgðarleysi forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband