Framsókn í skítnum...

Fyrrverandi þingmaður framsóknar, Kristinn Gunnarsson, hefur ekki mikla trú á flokknum en hann skrifar:

Því miður er flokkurinn fjær því en fyrir hrun að hafa almannahagsmuni í fyrirrúmi. Hin nýja forysta hefur gengið lengra í því en þeir sem ýtt var til hliðar gerðu að gera flokkinn að verkfæri fyrir fáeina eignamenn og sérhagsmunaaðila.

Flokkurinn er enn notaður sem verkfæri til þess að gefa stórfelld verðmæti. Enn eru í forystu flokksins menn sem eru fyrst og fremst að vinna fyrir fáa á kosnað margra. Nýja forystan hefur ekkert lært af mistökum þeirrar gömlu. Það er greinilegt að eitt hrun er ekki nóg.

Þessu svarar Framsóknarflokkurinn með því að segjast þá einu breytingu vilja gera að útvegsmennirnir fái samning um að hafa kvótann um aldur og ævi. Það á að gera samning við þá sem eru með kvóta í dag til 20 ára og framlengja hann vafningalaust á 5 ára fresti. Handhafar kvótans eiga áfram ekkert að greiða fyrir afnotin annað en málamyndagjald. Þeir eiga áfram að geta leigt öðrum kvótann á markaðsverði og innheimt hagnaðinn. Þeir eiga áfram að geta selt kvótann án nokkurrar greiðslu í ríkissjóð. Þeir eiga áfram að geta ráðið því hverjir eru þeim þóknanlegir og fái að veiða eða starfa í útgerð. Til þess að friða almenning er boðið upp á friðþægingu í formi potta. Það er eins og að henda nöguðum beinum fyrir hungraða úlfa. Þetta leggur flokkurinn til án þess að skammast sín.

Framsóknarflokkurinn vill gera illt verra. Hann vill koma í veg fyrir almannahag með því að ekki verði hægt að breyta löggjöfinni án þess að borga kvótagreifunum út arðinn næstu 20 ár hið minnsta. Flokkurinn gerir ýtrustu kröfur LÍÚ að opinberri stefnu sinni. Hann er sama sem genginn í LÍÚ.(áherslur eru mínar)

Kristinn H Gunnarsson tekur þarna á nokkrum meginmeinsemdum kvótakerfisins:

  • Arðurinn af auðlindinni skilar sér ekki til þjóðarinnar
  • Kerfið er skerðing á atvinnufrelsi
  • Kerfið færir óeðlileg völd og forréttindi til fámennrar stéttar manna

Við þetta má bæta að kvótakerfið í þeirri mynd sem það er í dag dregur máttinn úr atvinnulífi á landsbyggðinni og leiðir til aukins atvinnuleysis.

Þessi færsla tengist fréttinni vegna þess að LÍÚ er leynt og ljóst að nota kjarasamninga sem vopn til þess að viðhalda spilltu kerfi og að ráðast að ríkisstjórninni. 

 


mbl.is RSÍ vill vísa til sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem ræna tungumálinu

Gagnrýnin skrif um samfélagsmál kalla á viðbrögð þeirra sem vilja óbreytt ástand. Þeirra sem vilja verja ríkjandi viðmið og trú á óskeikult yfirvald. Sendiboðinn fær óvægnar móttökur. Flatneskjan er dásömuð og menn taka sér valdið yfir skilningi á félagsfyrirbærum, hvaða samfélagsímynd er viðeigandi og hverja má gagnrýna. Vilja fá að ráða hvað er viðeigandi og hvað er óviðeigandi. Hversu mikils virði er það að hafa valdið yfir lögmæti hins talaða máls?

Ég setti færslu inn á Feisbókina þar sem ég sagði frá gleðilegum tíðindum í lífi fjölskyldu minnar. Fjöldi fólks sem eru feisbókarvinir kíktu við með hamingjuóskir. 

Starfsmaður í velferðarráðuneytinu (samkvæmt fésbókinni) gerði eftirfarandi athugasemd við færsluna:

 "Ég óska þér innilega til hamingju með soninn og sömuleiðis til hamingju með að þetta er fyrsta jákvæða innleggið þitt til langs tíma á facebook - og ég vona að Guð láti gott á vita, kæri fb vinur, og að þetta verði upphafið að jákvæðari skrifum en hingað til hafa verið skrifuð o:)"

Þetta er í raun merkileg færsla. Merkingin í því sem hún segir er bein árás á mig sem hún vefur inn í fagurgala og hnýtir við broskall. Í raun hennar túlkun á mínum skrifum sem varla getur talist jákvæð en hún virðist gefa sér að það hafi tilgang að merkja mig með þessum hætti. Virðist telja það viðeigandi og réttmætt. Og kannski ekki síst virðist telja það sitt hlutverk.

Ég kíkti á færslur mínar þennan dag og sá að ég hafði linkað á fréttir um að Bretar vilji ekki dómsmál um Icesave, að samningsaðilar vilja ekki LÍÚ við samningsborðið og ræðu biskusins sem var mér lítt að skapi.

Allt eru þetta hitamál í þjóðmálaumræðunni.

Hugsanlegt dómsmál fyrir EFTA dómstólnum sem fáir virðast skilja og er í raun miklu stærra en bara áhættan sem fylgir því. Grundvallaratriðið er að ef Icesave fer fyrir dóm þá setur niðurstaða dómsins samræmdar reglur sem öll aðildarríki þurfa að hlýta. Icesave samningurinn setti hinsvegar sérreglur fyrir Ísland án ábyrgðar fyrir önnur ríki. 

Framganga LÍÚ er táknræn fyrir það mein sem hreiðrað hefur um sig í stofnanagerð samfélagsins. Smám saman hefur fámennur hópur komið sér upp forréttindum í samfélaginu og yfirtekið stofnanir sem ættu að þjóna almenningi en gera það ekki lengur. 

Biskupinn er tákn tvískinnungs þess sem samsamar sig með valdinu. Lítilmaginn á sér ekki talsmann í biskupi sem gengur erinda valdsins og kallar á auðsveipni almennings. Kallar á blinda tryggð og vill að dómgreindin sé svæfð. 

Skrif um samfélagsmál sem eru í ólestri fá gjarnan á sig neikvæðan blæ. Gagnrýnin umfjöllun kemur við kaunin á þeim sem sitja við kjötkatlanna og láta einstaka brauðmola falla við hné hins forréttindalausa. 

 


mbl.is Neyðarlögin staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei það er dálítið öðruvísi núna.

Því að af hverri krónu sem við greiðum í ríkissjóð vegna skatta á matvælum fer hluti í að greiða vexti af erlendum lánum og ausa fjármunum í bankakerfið.

Þetta leiðir til þess að velferðarkefrið er í hnignun. Tær snilld Hannesar Hólmsteins og Sigurjóns Árnasonar var ekki svo tær og ekki svo snjöll þegar á reyndi. 

Átrúnaðargoðið Davíð Oddson lofaði innantómri bólu og norræna velferðarstjórnnin lofar nú meiri hnignun.  


mbl.is Ísland eins og það var 1995
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband