Þeir sem ræna tungumálinu

Gagnrýnin skrif um samfélagsmál kalla á viðbrögð þeirra sem vilja óbreytt ástand. Þeirra sem vilja verja ríkjandi viðmið og trú á óskeikult yfirvald. Sendiboðinn fær óvægnar móttökur. Flatneskjan er dásömuð og menn taka sér valdið yfir skilningi á félagsfyrirbærum, hvaða samfélagsímynd er viðeigandi og hverja má gagnrýna. Vilja fá að ráða hvað er viðeigandi og hvað er óviðeigandi. Hversu mikils virði er það að hafa valdið yfir lögmæti hins talaða máls?

Ég setti færslu inn á Feisbókina þar sem ég sagði frá gleðilegum tíðindum í lífi fjölskyldu minnar. Fjöldi fólks sem eru feisbókarvinir kíktu við með hamingjuóskir. 

Starfsmaður í velferðarráðuneytinu (samkvæmt fésbókinni) gerði eftirfarandi athugasemd við færsluna:

 "Ég óska þér innilega til hamingju með soninn og sömuleiðis til hamingju með að þetta er fyrsta jákvæða innleggið þitt til langs tíma á facebook - og ég vona að Guð láti gott á vita, kæri fb vinur, og að þetta verði upphafið að jákvæðari skrifum en hingað til hafa verið skrifuð o:)"

Þetta er í raun merkileg færsla. Merkingin í því sem hún segir er bein árás á mig sem hún vefur inn í fagurgala og hnýtir við broskall. Í raun hennar túlkun á mínum skrifum sem varla getur talist jákvæð en hún virðist gefa sér að það hafi tilgang að merkja mig með þessum hætti. Virðist telja það viðeigandi og réttmætt. Og kannski ekki síst virðist telja það sitt hlutverk.

Ég kíkti á færslur mínar þennan dag og sá að ég hafði linkað á fréttir um að Bretar vilji ekki dómsmál um Icesave, að samningsaðilar vilja ekki LÍÚ við samningsborðið og ræðu biskusins sem var mér lítt að skapi.

Allt eru þetta hitamál í þjóðmálaumræðunni.

Hugsanlegt dómsmál fyrir EFTA dómstólnum sem fáir virðast skilja og er í raun miklu stærra en bara áhættan sem fylgir því. Grundvallaratriðið er að ef Icesave fer fyrir dóm þá setur niðurstaða dómsins samræmdar reglur sem öll aðildarríki þurfa að hlýta. Icesave samningurinn setti hinsvegar sérreglur fyrir Ísland án ábyrgðar fyrir önnur ríki. 

Framganga LÍÚ er táknræn fyrir það mein sem hreiðrað hefur um sig í stofnanagerð samfélagsins. Smám saman hefur fámennur hópur komið sér upp forréttindum í samfélaginu og yfirtekið stofnanir sem ættu að þjóna almenningi en gera það ekki lengur. 

Biskupinn er tákn tvískinnungs þess sem samsamar sig með valdinu. Lítilmaginn á sér ekki talsmann í biskupi sem gengur erinda valdsins og kallar á auðsveipni almennings. Kallar á blinda tryggð og vill að dómgreindin sé svæfð. 

Skrif um samfélagsmál sem eru í ólestri fá gjarnan á sig neikvæðan blæ. Gagnrýnin umfjöllun kemur við kaunin á þeim sem sitja við kjötkatlanna og láta einstaka brauðmola falla við hné hins forréttindalausa. 

 


mbl.is Neyðarlögin staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill..

En vertu ekkert að láta hælbíta trufla þig.. .. þeir hafa verið jafnlengi til og maðurinn hefur gengið hér á jörðu...

 Góðar stundir.

Landvættur (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 14:30

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll landvættur nei þeir trufla mig ekki. En þetta er áhugavert fyrirbæri, þ.e. einstaklingar sem vilja ekki truflun á ástandinu með umræðu. Allar valdablokkirnar eiga sér slíka málssvara.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.4.2011 kl. 14:42

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ps. Þessi pistill er greining á ákveðnu fyrirbæri í umræðunni og ég nota bara sjálfa mig sem dæmi. Umræðan þarf að þroskast en það eru öfl sem vilja ekki sjá það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.4.2011 kl. 14:44

4 identicon

Jakobína, þú ert með rangan skilning á eðli Neyðarlaganna. Þú talar um óvissu varðandi forgangs-veitingu Neðarlaganna »sem hefði getað þýtt hundruð milljarða útgjöld fyrir ríkisjóð«.

 

Staðreyndin er sú að forgangur innistæðu-eigenda var settur í Neðarlögin til að þóknast Bretum og Hollendingum, en hefur ekkert að gera með hagsmuni almennings á Íslandi. Undanfarna mánuði hef ég því mælt með niðurfellingu þessa þáttar Neyðarlaganna. Látum nýlenduveldin éta það sem úti frýs.

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 14:44

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Loftur ég skil þetta þannig að ef við hefðum samþykkt Icesave samninginn þá hefði ríkið orðið ábyrgt fyrir höfuðstólnum. Með því að fella þetta ákvæði út um forgangskröfur hefði minna innheimts í tryggingarsjóðinn og meira lagst á ríkissjóð.

Þ.e. ég miða við tvær forsendur. Að samningurinn hefði fengið lagagildi og að forgangsákvæði neyðarlaganna hefði verið hnekkt.

Þetta eru svona if..then.. rök

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.4.2011 kl. 14:52

6 identicon

Jakobína, þetta sem þú segir núna er rétt að mínu mati, miðað við að við hefum samþykkt Icesave-III-lögin. Sem betur fer felldum við Icesave-III-lögin og því eru hagsmunir Íslands viðsnúnir hvað varðar heimtur handa forgangskröfum, úr þrotabúinu.

 

Mér er sagt að Seðlabankinn og lífeyrissjóðir á Íslandi séu almennir kröfuhafar í þrotabúið. Ef þetta er rétt, þá þjónar það okkar hagsmunum að forgangur sá falli niður sem Neyðarlöginn veita.

 

Núna ber TIF enga ábyrgð á kröfum fyrrverandi eigenda Icesave-reikninganna. Kröfurnar eiga FSCS og DNB, auk ríkisstjórnar Bretlands og að mjög litlu leyti ríkisstjórn Hollands.

 

Hugsanlega hef ég misskilið það sem þú varst að meina, en þá erum við núna samstíga.

 

Kveðja.

 

 

loftur Altice þorsteinsson (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 15:38

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mér finnst þvert á móti mjög jákvætt flest sem þú ert að gera Jakobína, og tel mig vera í nokkurri aðstöðu til að leggja mat á það. :)

Gagnrýni er ekki endilega neikvæð, sérstaklega ef hún er uppbyggileg.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.4.2011 kl. 17:44

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir Guðmundur. Ég held að við séum sammála um að fátt sé eins niðurdrepandi og þöggunin

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.4.2011 kl. 22:44

9 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Svona skítkast bendir reyndar til að það sem þú segir bíti aðeins. Gott mál.

Þessi kerfisbundna nauðgun á tunumálinu er líklega sterkasta vopnið sem notað er til að kæfa gagnrýna umræðu. Það er ótrúlegt hvað menn eru kræfir í bullinu. staðreyndir eru afbakaðar, menn gefa sér forsendur sem eru alrangar, dylgjur eru öflugt vopn, biskupnum er beitt til að berja á gagnrýni o.s.frv.

T.d. tókst þessum Baldri Mcqueen  að kenna almenningi um þöggun í samfélaginu

"Því þöggunin kom ekki síður frá fólkinu.  Almenningi."

En einnig er Lilja Mósesdóttir víst sérlega slæm við að þagga niður í fólki því hún þolir ekki að neinn sé ósamála henni. hún er líka príadonna og ýmislegt meira!!!

Jóhann Hauksson er öflugur í þessu því hann er góður penni hér er eitt dæmi um óhróður gegn Ásmundi Einari.

 "Á Alþingi hvískra menn að Lee Buchheit,... formaður Icesavenefndarinnar, hafi í vetur mætt oftar á fundi fjárlaganefndar Alþingis en Dalabóndinn í Heimssýn. Á Buchheit þó ekki sæti í fjárlaganefnd líkt og Dalabóndinn ungi. Kannski væri hygglegt fyrir hann að huga að æru sinni og heilindum í þágu kjósenda sinna áður en hann veltir sér á bakið í fangi Agnesar og malar. Lýðræðisást hans er ekki meiri en svo að hann vill hafa atkvæðagreiðslu um ESB-samning af þjóðinni."

Lilja Mós. leyfði sér að svara  og þá kom ótrúlega gróf og yfirlætisleg svargrein grein frá Jóhanni.

Þetta virkar vel því það þarf yfirleitt mjög mikla vinnu til að svara svona bulli og þegar orðrómur eða röng fullyriðing er farinn í loftið getur verið erfitt að leiðrétta.

Samfylkingin og hennar spunameistarar virðast eru ótrúlega góðir í þessari "list".

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 27.4.2011 kl. 23:07

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég tek undir það að samfylkingarfólkið keppist af lífi og sál við að ófrægja fólk með þessum hætti. Þetta dregur úr gæðum umræðunnar sem verður bara hrein lágkúra og eins þú segir góð málefni og rökræður kafna í bulli.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.4.2011 kl. 00:02

11 identicon

 Látum nýlenduveldin éta það sem úti frýs.

Loftur Altice...........Take a day off...Don't be an ass hole all your life....

Silly little man....

Fair Play (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband