Grunlaus saksóknari

Gunnar Andersen og Bjarni Benediktsson eiga það sameiginlegt að hafa verið yfirheyrðir í Kastljósi vegna athafna þeirra í viðskiptalífinu.

Í áliti Ásbjörns Björnssonar og Ástráðs Haraldssonar segir að þeir séu „sammála því mati Andra að ekkert hefur komið fram sem sýnir að Gunnar Þ. Andersen hafi í störfum sínum í þágu Landsbanka Íslands á árunum 2001-2002 gerst sekur um brot sem talist gætu geta leitt til þess að hann yrði látinn sæta refsiábyrgð.“

Gunnar Andersen er ekki grunaður um refsivert brot en fær það mat að athafnir hans í upphafi fyrirhrunstímabilsins geri hann óhæfan til þess að gegna ábyrgðarstöðu sem hann hefur sinnt í þrú ár. 

Bjarni Benediktsson hefur hins vegar ekki fengið hvítþvott. Ekki liggur fyrir staðfesting á því að hann hafi EKKI gerst sekur um brot sem gætu leitt til þess að hann væri látinn sæta refsiábyrgð. Bjarni að eigin sögn stefnir að því að verða forsætisráðherra Íslands. Bjarni stýrði félögum sem skulda yfir 150 milljarða og hafa fengið 66 milljarða afskrifaða. Bjarni er flæktur í Vafningsmálið og Bjarni og faðir hans seldu hlutabréf í Glitni fyrir u.þ.b. milljarð í febrúar 2008.

Ef ég væri ekki of kurteis þá myndi ég sennilega kalla Bjarna hrokagikk. En ég ætla að sleppa því en benda á að þegar stjórnmálamenn mæta í Kastljósið og eru hrokafullir við þáttastjórnandann þá eru þeir einnig að sýna kjósendum þennan hroka. Tilfinning mín eftir að hafa hlustað á mál Bjarna í Kastljósi var fyrst og fremst sú að greind minni væri stórlega misboðið. Nú er ég ekki fullkomin og alls ekki laus við að hafa skoðanir á heiðarleika forystu sjálfstæðisflokksins. En mér fannst málflutningur Bjarna barnalegur og held að hann misreikni sig á gáfnafari þjóðarinnar. Hlustendur RÚV eru ekki utangátta og hnýpnir skuldaþræðar, jú skuldaþrælar en ekki utangátta og hnýpnir.  

Bjarni Benediktsson fullyrti í Kastljósi að hann væri ekki grunaður. Það liggja fyrir staðreyndir um þáttöku hans í ferli sem miðaði að því að fara á svig við útlánareglur Glitnis. Dæmi upp á tíu milljarða. Í sama mánuði selur Bjarni lífeyrissjóði hlutabréf sín í Glitni sem að mati innherja hafa verið orðin verðlaus á þeim tíma. Hann fær eigi að síður 120 milljónir úr sjóðum launamanna fyrir þessi bréf. Hver er það sem hefur lögboðið vald í samfélaginu (réttarríkinu) til þess að gruna menn? Jú það er saksóknari. Ef saksóknari grunar ekki Bjarna þá vekur það eitt upp hjá mér grunsemdir um að ekki sé allt með feldu hjá saksóknara. Saksóknari er ekki grandalaus heldur fagmaður á sviði grunsemda.


mbl.is Gat ekki um félög á Guernsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærstu málin órannsökuð

Atburðir sem ekki fer á milli mála að áttu langmestan þátt í að setja þjóðarbúið á hausinn hafa ekki verið rannsakaðir. Þetta er einkavæðing Bankanna og framferði stjórnenda lífeyrissjóðanna. Vissulega hafa lífeyrissjóðirnir rannsakað sjálfan sig. Ýmislegt er látið liggja á milli hluta í rannsóknarskýrslu lífeyrissjóðanna.

Á fyrirhrunstímabilinu var sparnaður launþega notaður til þess að halda uppi háu gengi krónunnar með afleiðusamningum. Í þessu skjóli tæmdu eigendur banka og stórfyrirtækja gjaldeyrisvarasjóðinn og færðu fjármagn á aflandseyjar. Oftar en ekki var þetta gert með fjármagni sem lífeyrissjóðirnir lánuðu og töpuðu. Lífeyrissjóðirnir héldu hinsvegar að sér höndum í erlendum fjárfestingum og spyrja má hvort að tilgangurinn hafi verið að skapa svigrúm fyrir þá sem lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu á þessum tíma og stjórnendur þáðu af veglegar gjafir.

 

Menn með innherjaþekkingu, oft menn úr æðstu valdaembættum landsins, seldu hlutabréf sín í bönkunum eftir að ljóst var í hvað stefndi með bankanna. Kaupendur voru lífeyrissjóðir launamanna. Innherjaviðskipti af þessu tagi ganga út á að svíkja fé út úr kaupandanum. Um er að ræða hundruð milljóna og jafnvel milljarða.

 

Hví er þetta ekki rannsakað? 

 

Í sama mánuði og Bjarni Ben, formaður sjálfstæðisFlokksins, skrifaði upp á pappíra sem þjónuðu þeim tilgangi að sniðganga reglur um útlán í Glitni og varð þannig þátttakandi í gjörningi sem stuðlaði að því að setja bankann á hausinn seldi hann hlutabréf sín í Glitni. Faðir Bjarna seldi einnig sín hlutabréf uppá 800 milljónir. 

 

Vilhjálmur Birgisson greinir frá því á pressunni að Bjarni seldi lífeyrissjóðunum bréf sín. Þegar Helgi Seljan spurði Bjarna hvað hann hefði gert við andvirði hlutabréfanna svaraði Bjarni því til að hann hefði byggt hús fyrir fjölskylduna.

 

Hafi Bjarni haft innherjaupplýsingar á þessum tíma, t.d. vegna aðkomu hans af málefnum sem tengdust bankanum þá þýðir það að Bjarni hafi svikið fé út úr lífeyrissjóðunum. Það fer samt ekki á milli mála að Bjarni byggði hús sitt fyrir sparifé launamanna.  

 

Bjarni ber því við að hann sé saklaus uns sekt hans sé sönnuð og bregst ókvæða við þegar Helgi Seljan spyr hann hvort hann telji að ekki þurfa að rannsaka þessi viðskipti. Segist ekki vera grunaður. Ég verð þó að játa að það þarf sérlega einfalda sál til þess að gruna Bjarna ekki um neitt miðað við þær staðreyndir sem liggja fyrir og Bjarni hefur viðurkennt. 


mbl.is Mun andmæla kröftuglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjölfestufjárfestar sex ár að setja þjóðarbúið á hausinn

Mér er algjörlega fyrirmunað að taka afstöðu til þess hvort að brottrekstur Gunnars Andersen eru góð eða vond tíðindi. Það vakna þó ýmsar spurningar um hæfni ráðherra við að skipa embættismenn í stjórnsýslunna. Sé Gunnar vanhæfur nú þá hefur hann einnig verið það fyrir þremur árum þegar hann var ráðinn í embættið.

Sumir hafa bent á að það sé dularfullt að hann skuli vera rekinn nokkrum klukkustundum eftir að fyrsti dómur í innherjasvikum er kveðinn upp í hæstarétti og gera má ráð fyrir frekari rannsóknum um innherjaviðskipti stjórnmálamanna og annarra í aðdraganda hrunsins. Tvennt getur í raun ráðið för. Í fyrsta lagi að FME hefur þrátt fyrir að hafa sent fjölda mála til Sérstaks Saksóknara ekki hróflað við mönnum sem koma úr ákveðnum kima samfélagsins. Hinu hefur þó líka verið gert skóna að forstjórninn hafi verið of skilvirkur við að senda Sérstökum saksóknara mál.

Sú staðreynd liggur þó fyrir að stjórnmálamenn, núverandi og fyrrverandi, hafa sloppið undan athugulum augum forstjóra FME.

Bjarni Benediktsson og nánir ættingjar hans seldu hlutabréf fyrir milljaða í aðdraganda hrunsins.

Þorgerður Katrín og maður hennar færðu hlutabréf fyrir á annan milljarð af sinni persónulegu kennitölu.

Þetta eru þau mál sem mest hafa verið áberandi en trúlega eru fleiri mál sem þarf að skoða.


mbl.is Forstjóra FME sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband