Grunlaus saksóknari

Gunnar Andersen og Bjarni Benediktsson eiga það sameiginlegt að hafa verið yfirheyrðir í Kastljósi vegna athafna þeirra í viðskiptalífinu.

Í áliti Ásbjörns Björnssonar og Ástráðs Haraldssonar segir að þeir séu „sammála því mati Andra að ekkert hefur komið fram sem sýnir að Gunnar Þ. Andersen hafi í störfum sínum í þágu Landsbanka Íslands á árunum 2001-2002 gerst sekur um brot sem talist gætu geta leitt til þess að hann yrði látinn sæta refsiábyrgð.“

Gunnar Andersen er ekki grunaður um refsivert brot en fær það mat að athafnir hans í upphafi fyrirhrunstímabilsins geri hann óhæfan til þess að gegna ábyrgðarstöðu sem hann hefur sinnt í þrú ár. 

Bjarni Benediktsson hefur hins vegar ekki fengið hvítþvott. Ekki liggur fyrir staðfesting á því að hann hafi EKKI gerst sekur um brot sem gætu leitt til þess að hann væri látinn sæta refsiábyrgð. Bjarni að eigin sögn stefnir að því að verða forsætisráðherra Íslands. Bjarni stýrði félögum sem skulda yfir 150 milljarða og hafa fengið 66 milljarða afskrifaða. Bjarni er flæktur í Vafningsmálið og Bjarni og faðir hans seldu hlutabréf í Glitni fyrir u.þ.b. milljarð í febrúar 2008.

Ef ég væri ekki of kurteis þá myndi ég sennilega kalla Bjarna hrokagikk. En ég ætla að sleppa því en benda á að þegar stjórnmálamenn mæta í Kastljósið og eru hrokafullir við þáttastjórnandann þá eru þeir einnig að sýna kjósendum þennan hroka. Tilfinning mín eftir að hafa hlustað á mál Bjarna í Kastljósi var fyrst og fremst sú að greind minni væri stórlega misboðið. Nú er ég ekki fullkomin og alls ekki laus við að hafa skoðanir á heiðarleika forystu sjálfstæðisflokksins. En mér fannst málflutningur Bjarna barnalegur og held að hann misreikni sig á gáfnafari þjóðarinnar. Hlustendur RÚV eru ekki utangátta og hnýpnir skuldaþræðar, jú skuldaþrælar en ekki utangátta og hnýpnir.  

Bjarni Benediktsson fullyrti í Kastljósi að hann væri ekki grunaður. Það liggja fyrir staðreyndir um þáttöku hans í ferli sem miðaði að því að fara á svig við útlánareglur Glitnis. Dæmi upp á tíu milljarða. Í sama mánuði selur Bjarni lífeyrissjóði hlutabréf sín í Glitni sem að mati innherja hafa verið orðin verðlaus á þeim tíma. Hann fær eigi að síður 120 milljónir úr sjóðum launamanna fyrir þessi bréf. Hver er það sem hefur lögboðið vald í samfélaginu (réttarríkinu) til þess að gruna menn? Jú það er saksóknari. Ef saksóknari grunar ekki Bjarna þá vekur það eitt upp hjá mér grunsemdir um að ekki sé allt með feldu hjá saksóknara. Saksóknari er ekki grandalaus heldur fagmaður á sviði grunsemda.


mbl.is Gat ekki um félög á Guernsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 17:17

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Var ekki Landsbankinn ríkisbanki árið 2001?

Þáverandi stjórnvöld voru vissulega önnur en núverandi vinstri stjórn, en ég kaupi það ekki að sú síðarnefnda hafi ráðið Gunnar í æðstu eftirlitsstöðu, grandalaus.

Mér er sama um Bjarna, hann tilheyrir framtíðinni - ef vill.

Kolbrún Hilmars, 18.2.2012 kl. 18:07

3 identicon

Það er meira spennandi að vita hvaða skíthæll tekur við. Það virðist ekki finnast heiðarlegt fólk í þessari skítaholu.

Og svo væla menn um spillingu í Grikklandi.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband