Menn slengja þessu fram sem einhverju gefnu en það er bara alls ekki gefið.
Það eru sennilega auðmenn í landinu sem leggjast gegn því að þjóðin megi hafa skoðun á því hvar tekna er leitað enda eru þeir ekki nema um 5% þjóðarinnar og hafa notið allskyns ívilnanna sem öðrum er ekki boðið upp á.
Hvernig skattbyrðarnar leggjast á þjóðina kemur þjóðinni við. Þegar sjálfstæðisflokkurinn er við völd verða skattar þungir á millitekjufólki sem er fjölmennasta stéttin í landinu. Auðmenn borga hlutfallslega lægri skatta en reynt er að kremja eins mikil út úr láglaunafólki og mögulegt er.
Þegar að rannsóknir og kannanir eru skoðaðar þá kemur í ljós að almenningur vill ekki þessa misskiptingu. Almenningur vill ekki fátækt og almenningur vill ekki að mulið sé undir forréttindastétt.
Það er því ekki undarlegt að málpípur auðvaldsins tali eins og að almenningi komi ekki við hvernig skattar leggjast á þjóðina.
![]() |
Ákvörðun forsetans kom ekki á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um það leikur enginn vafi að veiðigjöldin eru borgun fyrir afnot en slíkt er oft kallað leiga en ég held að það hafi aldrei verið kallað skattur.
Ef það er kallað skattur þá hlýtur útgerðin að hafa verið að innheimta skatt þegar hún rukkar leigu af kvóta eða selur aflaheimildir. Þá má spyrja: hvers vegna var þessum sköttum ekki skilað í ríkissjóð?
Það hlýtur að vera næsta skref hjá skattinum að ganga eftir því að öll gjöld sem útgerðin hefur innheimt fyrir kvóta (leigu eða sölu) verði skilað í ríkissjóð.
![]() |
Sníður stjórninni þröngan stakk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2013-07-09
Forsetinn tekur stöðu með auðvaldinu
Forsetinn hefur nú glatað trausti mínu og sjálfsagt margra annarra með framgöngu sinni í þessu máli.
Fyrir hrun ferðaðist hann um með útrásarvíkingum og veitti þeim fálkaorður og hélt heimskulegar ræður um íslensku snilldina.
Margir héldu kannski að hann hefði lært eitthvað á þeirri forsögu enda fékk hann viðurnefni "klappstýra útrásarinnar".
Vissulega hefur hann í dag áunnið sér endurupptöku á slíkri nafnbót en hann ásamt sjálfstæðisflokknum ganga nú gegn vilja 70% þjóðarinnar til þess að mylja undir fámennan hóp auðkýfinga.
Ísak sýnir nokkurn heigulshátt þegar hann segir að nú sé ekki hægt að gera neitt meira. Víst getum við gert meira og þessi málflutningur er alls ekki boðskapur þjóðarinnar. Þjóðin hefur sýnt að hún hefur dug til að reka menn frá völdum. Hún hefur gert það og hún getur gert það aftur.
Forsetinn segir að það þurfi víðtækar umræður og afar breiður þjóðarvilji þyrfti að vera á bak við slíka nýskipan. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru ekki nýskipan heldur er komin reynsla á þær. Það hafa verið víðtækar umræður og það er afar breiður þjóðarvilji um að þetta mál fari í þjóðaratkvæði. Skoðanakannanir sýna að 70% eru á því máli og það verður ekki kallað annað en breiður þjóðarvilji.
Þessi forheimskandi ummæli forsetans eru honum til skammar.
Spilling ríkisstjórnarinnar sem tekur þrjátíu milljónir fyrir að gefa fámennum hóp milljarða af þjóðareigninni og skapar með stefnu sinni óréttlæti er henni til skammar.
Næsta skref í þessu máli er að virkja fólk. Það verður varla erfitt þegar kosningasvikin fara að hrannast upp og þrengt verður að almenningi í næstu fjárlögum.
![]() |
Segir forsetann skorta hugrekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.7.2013 kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (76)
2013-07-09
Valdið til þjóðarinnar
Það virðist vera gildandi trú í forystu flokkanna að þeir fari með skilyrðislaust vald ef þeir komast í stjórnarráðið. Stjórnarskráin, stjórnsýslulög og jafnréttislög virðast vera verðlaus og jafnan hunsuð. Þetta leiðir auðvitað af sér forneskjulega og óvandaða stjórnsýslu.
Málskotsréttur forsetans snýst ekki um hans vald heldur vald þjóðarinnar. Flokkarnir æsa sig yfir þessu og tela að vald þeirra eigi að vera takmarkalaust á þinginu.
Forsetinn hefur gefið út ákveðin viðmið um forsendur fyrir synjun laga. Hæst ber fyrirbærið "gjá á milli þings og þjóðar". Vissulega er þessi forsenda fyrir hendi nú til að synja lögum um lækkun á veiðigjaldi. Á örfáum dögum söfnuðust 35.000 undirskriftir og skoðanakannanir sýna að 70% þjóðarinnar er á móti frumvarpinu/lögunum.
Eðlileg niðurstaða með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar ætti því að vera að lögunum sé vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það hefur sýnt sig að ef þjóðin hefur góðar upplýsingar þá tekur hún góðar ákvarðanir.
![]() |
Forsetinn boðar til blaðamannafundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |