Mikið um falið atvinnuleysi

Ég heyrði á tal ungs fólks á kaffihúsi í gær þar sem spjallað var um atvinnuleysi og hvernig það væri falið með ýmsum aðferðum. Meðal ungmennanna var talið að atvinnuleysi væri nærri því að vera 17%.

Stjórnvöld hafa staðið sig gríðarlega illa við að byggja upp inniviði samfélagsins úr þeim rústum sem sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig. Menn virðast bíða eins og gapandi ungar eftir því að alþjóðafyrirtæki fóðri þá með þungaiðnaði sem skilur eftir sig litla arðsemi og fá störf þegar til lengri tíma er litið.

Fólk sem lyppast niður gagnvart "alþjóðasamfélaginu" og virðist bera lítið skynbragð á velferð og hag fólksins í landinu hefur hreiðrað um sig í forystu allra flokka.

Ég hvet fólk til þess að rísa upp gegn sífelldri undirokun og kæruleysi þeirra sem haf troðið sér í framvarðalínuna til þess að mata eigin krók.

Söfnun undirskrifta er hafin á http://framtidislands.is þar sem krafist er að stjórnarskrárbreytingar verði lagðar fyrir þjóðina.

Stjórnarskráin á að vera eign þjóðarinnar og stjórnarskráin á að vera tæki þjóðarinnar til þess að tryggja að stjórnmálamenn séu að vinna að velferð almennings.


mbl.is 12 þúsund án atvinnu undir lok árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband