Þurfum ekki lán frá AGS

AGS er að valda Íslendingum tómu tjóni.

Ég hef sterkan grun um að AGS hafi lagt ríkisstjórninni línurnar með strategíska áætlun um að koma þjóðinni í svaðið. 

Ásýnd Íslands í dag er gerviásýnd. Þegar gengið er um götur má sjá rólega og prúðbúna Íslendinga en að baki þessari ásýnd liggur mikill vandi sem ríkisstjórnin að ráði AGS felur með aðgerðarplani.

Hugmyndin í aðgerðarplaninu er að þvinga fyrst Icesave í gegn en síðan láta rannsókanarskýrsluna hrinja yfir þjóðina og aflétta frystingu lána og hefja innrás á heimili fólks. 

Undanfarið ár hefur verið ár friðþægingar en friðþægingin þjónar fyrirætlunum AGS um að láta íslenskan almenning borga fyrir mistök valdhafa í Brussel og óráðsíu alþjóðafjármálakerfisins.

 AGS vill ekki að órói verði meðal almennings fyrr en búið er að berja Icesavesamninginn í gegn.

Í hvert sinn sem Icesave frestast, frestast einnig aflétting frystingar á lánum og birting rannsóknarskýrslunnar.

Ákvörðun forseta Íslands hefur því komið AGS og nýlenduveldunum í vanda.


mbl.is Íslendingar fá gusu frá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er ennþá svo glöð yfir því að Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir IceSlave samninginn, hann er hetja að þora að hafna samninginum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.1.2010 kl. 01:50

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sammála því Ólafur hefur unnið þrekvirki og þess verður minnst. Ég er hræddum að Steingrímur fái ekki skemmtilega umfjöllun í sögunni og þá ekki Jóhanna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.1.2010 kl. 01:53

3 identicon

Þarna hittir þú naglann á höfuðið Jakobína, eins og svo oft áður.

Þetta er strategía Ríkisstjórnarinnar og AGS í hnotskurn.

Sigurlaug (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 02:47

4 identicon

Þetta passar við það sem ég hef talið fullvíst og það er að ríkisstjórnin bað rannsóknarnefnina um að sækja um frest á því að skila skýrslunni.

Helga (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband