Fílabeinsturninn veikir skynbragð

Stjórnmálamenn virðast tapa skynbragði og eðlilegri sýn á fólk þegar þeir hafa hreiðrað um sig í fílabeinsturninum í tugi ára.

Þetta þekkja þjóðir sem eru með þróað stjórnarfar og skipta út reglulega. Menn þurfa nefnilega að viðra sig eftir skítinn sem sest bæði í eyru og augu eftir langvarandi setu á þingi. 

Geðlæknirinn í Silfri Egils fjallaði ágætlega um ýmsar hliðar á gæðum samfélags. Ég varð fyrir svipaðri reynslu og hann þegar ég flutti til landsins fyrir 20 árum síðan. Umræðan er áróðurskennd, villandi og menn draga sífellt fram öfgar og rökstyðja ekki mál sitt. 

Steingrímur virðist hafa yfirgefið allt sem hann sagði sig standa fyrir þegar hann var í stjórnarandstöðu. Þegar ferill hans er skoðaður síðan hann settist í ríkisstjórn má sjá eftirfarandi:

  • Steingrímur vinnur að því hörðum höndum að gera skuldir Björgólfs Thors að skuldum barna okkar.
  • Steingrímur átti aðild að því að þröngva þjóðinni án hennar samþykkis í aðildarumsókn að ESB.
  • Steingrímur hefur alið á foringjahyggju sem er í algjörri andstæðu við lýðræðishugsjónir og einangrað sig með já-fólki sínu og virðist nú telja þjóðina of heimska til þess að setja sig inn í Icesave málið.
  • Steingrímur hefur alið á leyndarhyggju og margsinnis verið staðinn að því að fara ekki rétt með og að villa um fyrir þjóðinni. 
  • Steingrímur leyfði því að gerast að auðlindum á Suðurnesjum var komið í hendur kanadískra fjárglæframanna vegna þess að 3 milljarða vantaði inn í dæmið en þá hafði hann nýlega hent 16 milljörðum inn í Sjóvá en fjárglæframenn stálu bótasjóðnum félagsins sem var stjórnað af Þór Sigfússyni sem er bróðir Árna Sigfússonar sem hefur verið að setja orkufyrirtækin á Suðurnesjum ásamt bæjarfélaginu á hausinn.
  • Steingrímur J Sigfússon hefu eftirlátið tvo af þremur bönkum til erlendra eða innlendra leyni-áhættufjárfesta.
  • Steingrímur er alls ekki að taka á spillingarmálum í stjórnsýslu og bönkum og réði kúlulánadrottninguna Elínu sem forstjóra bankasýslunnar.
  • Steingrímur J Sigfússon skrifaði undir viljayfirlýsingu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og óskaði eftir áframhaldandi veru þessara erki-kapitalista her á landi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur skilið hefur eftir sig slóð eymdar um heim allan. 
  • Steingrímur hefur valið að skattpína fremur litla atvinnurekendur með tryggingargjaldi fremur en að ná inn skatttekjum af stóriðjunni sem eru að arðræna landið.
  • Steingrímur sækist eftir áframhaldandi virkjunum og uppbyggingu stóriðju.

Þegar þessi atburðarrás er skoðuð ber hún merki um hina raunverulega stefnu sem Steingrímur starfar eftir en stefna Steingríms á engan samhljóm með stefnu VG. 

Stefna Steingríms er því 

  • Leyndarhyggja
  • Foringjaræði (einræði)
  • Aðild að ESB
  • Einkavæðing
  • Sala auðlinda úr landi
  • Nýta náttúruperlur til orkufreks iðnaðar
  • Arðrán alþjóðafyrirtækja á auðlindarentu þjóðarinnar
  • Niðurrif velferðarkerfis með tilstuðlan AGS
  • Forheimskum almúgans

mbl.is Ekki of flókið árið 2003
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Skelfing er raunalegt að þurfa að viðurkenna að þetta er sönn lýsing. Það hefur engin stefnubreyting orðið í stjórnsýslunni eftir búsáhaldabyltinguna.

Gæti ástæðan verið sú að annar stjórnarflokkurinn var jafnframt sá sem byltingin var að snúast gegn?

Þá kenndi Samfylkingin Sjálfstæðisflokknum um allt sem illa fór. Nú erum við að reyna að kenna Samfylkingunni um að Vinstri grænir hafa fram til þessa svikið allt sem lofað var.

Fjórflokkurinn er búinn að sanna sig svo ekki verður lengur um villst. 

Árni Gunnarsson, 18.1.2010 kl. 21:24

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ábyrgðin verður ekki þvegin af Steingrími. Honum hefur verið ljúft að fylgja þeirri stefnu sem birtist í atburðarásinni enda er honum foringjahyggja ljúf.

Þeir sem kjósa stjórnmálaflokka eiga hiklaust að gagrýna og rísa upp gegn svo einörðum svikum við kosningaloforð.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.1.2010 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband