Mylja undir sjálfa sig hjá borginni

Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins eru ekki aldeilis tilbúnir þess að taka þátt í hallærinu sem þeir kölluðu yfir þjóðina, almenna kjósendur, skattgreiðendur og skuldara.

Nei fyrir þá gildir að njóta lífsins. Hanna Birna þyggur á aðra milljón í laun og bitlinga á mánuði. Sennilega nær tveimur ef allt er týnt til. Kjartan Magnússon þyggur vel á aðra milljón og viðheldur útrásinni að bestu getu.

Sjálfstæðismenn sem reka ræstingarkonur ef þær nota síma hins opinbera eru ekkert að hika við að fara í utanlandsferðir á kostnað borgarbúa án þess að til þess liggi eðlilegar forsendur og virðast lítið hika við að gefa upp rangar upplýsingar til þess að leyna því hvernig þeir sólunda útsvarsgreiðslum almennings. 

 Borgarfulltrúar sem hafa velferð borgarbúa að leiðarljósi stuðla að því að finna hæfa einstaklinga til þess að sitja í nefndum og ráðum og dreifa störfum í erfiðu árferði. Aðrir hugsa um það eitt að maka eigin krók. 


mbl.is Ólafur víttur á borgarstjórnarfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já og reyna að snúa sig út úr málinu með skrökvi.

Sigurður Þórðarson, 19.1.2010 kl. 22:21

2 identicon

Þingmenn Hreyfingarinnar eru með tillögur í lýðræðisátt hvað varðar fjölda bæjar- og borgarfulltrúa sjá hér.

Þegar þetta var lagt fram æptu fjölmiðlar yfir sig: þetta er svo dýrt! En hefur ekki sýnt sig að ólýðræðislegu vinnubrögðin eru dýrust?

Þessar hugmyndir hafa ekki fengið neinar undirtektir. Smákóngaveldið á Íslandi ríður ekki við einteyming. 

Margrét (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband