Fár-klikkað samfélag

Margir bíða nú eftir því að geta vaknað á morgnanna án þess að hugsa hvern fjandann gera stjórnmálamenn af sér í dag? Hvaða vitleysingar verða dregnir upp úr einhverri holu og falið trúnaðarstörf? Hvernær kemur sá dagur sem þessu kjaftæði lýkur?

Fjórflokkurinn er samur við sig. Endalaust klúður sem Kristrún heimisdóttir vill ekki kalla klúður en talar samt um að sé klúður hefur sett landið í grafalvarlega stöðu.

Enginn er sekur um neitt

Þorgerður Katrín vissi ekki að hún stakk undan 850 milljónum inn í einkahlutafélag

Árni þór græddi milljónir (sem hann vill ekki nefna) af hugsjón Crying

Össur græddi 30 milljónir af einskærri heimsku eða barnaskap að því er virðist

Bjarni Ben skrifaði undir þjófnað upp á 10 milljarða óvart og græddi á því sálfur óvart

Hin nýja skæra stjarna stjórnmálanna Tryggvi Þór Herbertsson lét hlutafélag lána sjálfum á "gráu svæði"

Ásgrímur Óttarsson greiddi sjálfum sér ólöglega en hann er önnur skær stjarna sjálfstæðismanna.

....og þjóðin virðist treysta fórflokknum best W00t


mbl.is Senda út athugasemdabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Yndisleg eins og einhver sjálfstæðisglyðran myndi orða það.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 9.2.2010 kl. 18:03

2 identicon

hvar erum við stödd ? hvar eru kjörkuðu heiðarlegu sálirnar á Islandi  (sos )

Ásgeir Gunnaarsson (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 18:04

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Ég læt nú engan hringla í mér. Ég hef nú ekki alltaf verið ánægður og alltaf velti ég því nú lengi fyrir mér áður en ég kýs hvað sé nú réttast að gera.

En það er alveg sama hvað lengi ég hugsa; alltaf kemst ég nú að þeirri niðurstöðu að það sé ekkert skárra í boði en minn gamli flokkur."

Þessa trúarjátningu íslenskra kjósenda gegn um tugi kosninga getum við margfaldað með nokkrum tugum þúsunda. Og öllum líður svo miklu- miklu betur á eftir í sálinni.

Árni Gunnarsson, 9.2.2010 kl. 19:29

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Fjórflokksræðið er búið að vera spillingin og einkavinavæðingin er slík að það gengur ekki lengur. Þjóðstjórn með aðkomu allra flokka spillingaraðilarnir fá ekki að koma þar nærri! ef við finnum ekki nægilega marga til að stjórna á landi voru fáum við aðstoð að utan það er bara ekki annað í stöðunni eins og fyrir okkur er komið.

Sigurður Haraldsson, 10.2.2010 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband