Hvaða stjórnmálamenn hafa framið órefsiverð athæfi...

...Bjarni Ben verður að teljast tróna á toppnum með tíu milljarða Sjóvármálið. Hvers vegna flýtti Steingrímur sér að fylla bótasjóð Sjóvá af fjármunum skattgreiðenda...16 milljarðar þar...Eru Bjarni Ben og Steingrímur saman í klíku?

...Árni Þór fær sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa stundað sjálftöku af hugsjónaástæðum

...Nú og svo má ekki líta fram hjá Össuri sem seldi á besta tíma á grundvelli   innherjaupplýsinga sem hann fattaði ekki að hann hafði. 

....Þorbjörg Katrín fattaði ekki að hún skuldaði 850 milljónir sem hún kom fyrir í skúffufyrirtæki

.... Guðlaugur þór fattaði náttúrulega ekki hvað hann var að gera þegar hann tók við 55 milljóna mútugreiðslum frá fjárglæframönnum fyrir sjálfstæðisflokkinn. 

...Ásbjörn Óttar fattar sjálfsagt ekki að hann hafi brotið lög með því að greiða ólögmætan arð (heitir það ekki fjárdráttur)

Ætli þetta sé ekki toppurinn á ísjakanum?


mbl.is Siðareglur í Stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Tryggvi Þór Herbertsson hjálpaði sér örugglega sjálfur líka, hann fékk kúlulán frá sjálfun sér?  Eða hvernig var þetta aftur?  Ég er farin að ruglast í þessum spillingarmálum öllum.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.2.2010 kl. 02:36

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svo fékk ég kjánahroll þegar fréttin af Pálma í Fons ehf, þegar hann fékk bankalán uppá  að mig minnir 4.000.000.000 til þess að borga sjálfum sér arð árið 2006.  Ég held ég þurfi að fara að raka af mér hárið svo ég fari ekki að hárreyta sjálfa mig. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.2.2010 kl. 02:41

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ljótt að heyra

Jón Snæbjörnsson, 17.2.2010 kl. 08:37

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skömm að þessu.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.2.2010 kl. 17:02

5 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Þó ég sé enn á besta aldri þá efast ég um að mér endist aldur til að upplifa þá stund þegar hægt verður að staðhæfa að búið sé að uppræta kynslóðagamla spillingu. Nú er Engeyjarguttinn Bjarni Ben. í vondum málum, EN, hann kemur út úr Vafningsdæminu með geislabaug um helv.... hausinn. Þannig er "Nýja-Ísland.

Þráinn Jökull Elísson, 17.2.2010 kl. 17:45

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sönn frásögn. Börn eru næm á ástand samfélagsins og eyrun eru opin daga og nætur. Dæmi veit ég um að börn sem horfa á fréttir séu farin að spyrja óþægilegra spurninga. Eins og t.d. þegar alþingismenn sitja í Kastljósi og ræða við fréttamann þá eru dæmi um að spurt sé:- Pabbi, er þessi karl einn af þjófunum?

Tignarfólk Íslands í dag!

Árni Gunnarsson, 18.2.2010 kl. 00:37

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Einmitt

það er geðslegt eða hitt þá heldur að ala börn upp í þessu samfélagi. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2010 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband