Lífeyrissjóðir beila út erlenda jöklabréfafjárfesta

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lítur á lífeyrissjóðina sem eign ríkisins og verkfæri til þess að vernda útlendinga semtöpuðu á hruninu. Á RUV segir:

 Lífeyrissjóðirnir hafa ákveðið að kaupa skuldabréf af Seðlabankanum fyrir jafnvirði 88 milljarða króna. Annars vegar eru þetta bréf sem Íbúðalánasjóður gaf út og Landsbankinn setti inn í Avens sem veð fyrir lánum frá Seðlabankanum í Lúxemborg, og hins vegar skuldabréf sem ríkissjóður og seðlabanki eignuðust eftir hrun bankanna. Avens, sem Seðlabanki Íslands náði yfirráðum yfir nýlega, var stærsti einstaki erlendi eigandi skuldabréfa í íslenskum krónum.

Það er kominn tími til þess að setja lög sem tryggja það að eingöngu sé skipað í stjórnir lífeyrissjóðanna á grundvelli kosninga sem byggjast á jöfnum kosningarétti þeirra sem eiga hagsmuni í lífeyrissjóðum, þ.e. launafólks í landinu. 


mbl.is Lífeyrissjóðir kaupa skuldabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband